Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 23
Daníel Arnar íþróttamaður ársins í Suðurnesjabæ Taekwondo-kappinn Daníel Arnar Ragnarsson var valinn íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2020 en afhendingin fór fram í ráðhúsi bæjarins 7. janúar. Fjórir aðrir íþróttamenn voru tilnefndir. Daníel byrjaði árið af krafti og vann til silfur- verðlauna á RIG International Games í þunga- vigt karla í bardaga. Þá vann hann til silfur- verðlauna í bikarmóti í bardaga og bronsverð- launa í tækni. Daníel er í A-landsliðinu í bar- daga og hefur verið það síðustu árin, hann er iðulega valinn á stórmót af landsliðsþjálfurum en Daníel hefur farið í gegnum öll landslið og afrekshópa Taekwondosambands Íslands. Hann hefur kept á og unnið til verðlauna í öllum aldursflokkum frá ungmenna, unglinga og nú fullorðinna. Daníel keppir á öllu mótum sem eru haldin á íslandi ásamt því að hjálpa til við útbreiðslu íþróttarinnar, t.d. með dóm- gæslu og þjálfun. Þeir sem tilnefndir voru og hlutu viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur árið 2020: Rúnar Þór Sigurgeirsson, knattspyrna. Magnús Sverrir Þorsteinsson, knattspyrna. Hlynur Jóhannsson, golf. Guðmundur Marinó Jónsson, knattspyrna. Gullý fær viðurkenningu fyrir störf að íþróttamálum Guðlaug Helga Sigurðardóttir hlaut viðurkenningur íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar fyrir óeigingjarnt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum og fór afhending viðurkenningarinnar fram á sama tíma og íþróttamaður Suðurnesjabæjar. Tilnefningin frá knattspyrnufélaginu Víði hljóðar svo: „Í gegnum tíðina hefur Gullý unnið slit- laust fyrir knattspyrnufélagið Víði. Hún hefur verið viðloðinn félagið frá barnsaldri, með föður sínum og fjölskyldu sem sinntu hinum ýmsu störfum. Gullý hefur sinnt hinum ýmsum störfum fyrir félagið. Hún var gjaldkeri og síðar formaður Víðis sem hún skilaði vel af sér og hélt vel utan um það sem er umtalað í knatt- spyrnuhreyfingunni og á fundum ÍS. Gullý hefur gegnt lykilhlutverki í fjáröflunum og skemmtunum félagsins og má nefna stærsta þorrablót á Suðurnesjum sem haldin er af Björgunarsveitinni Ægi í Garði og knattspyrnu- félaginu Víði, skipulagningu og framkvæmd Sólseturshátíðarinnar í Garði, kótilettukvöld, herra- og konukvöld Víðis ásamt því að vera liðleg að hjálpa til við fjáraflanir yngri flokk- anna og meistaraflokks Víðis. Gullý hefur unnið frábært starf fyrir knattspyrnufélagið Víði í mörg ár og er enn í dag ekki langt undan. Henni ber að þakka góð störf sem hafa sanna- lega skilað sér til samfélagsins, lyft og þjappað íbúum bæjarins saman.“ Guðlaug Helga Sigurðardóttir fékk viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum. Rúnar Þór Sigurgeirsson, knattspyrna. Hlynur Jóhannsson, golf. Magnús Sverrir Þorsteinsson, knattspyrna. Guðmundur Marinó Jónsson, knattspyrna. Hlynur Jóhannsson, golf. Hvatagreiðslur hækka og Reykjanesbær tekur upp nýtt fyrirkomulag við útgreiðslu hvatagreiðslna! Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að hvatagreiðslur fyrir foreldra barna á aldrinum 6 til 18 ára séu kr. 40.000,- frá 1. janúar 2021 til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta-, tómstunda- og listgreinastarfi. Úthlutun hvatagreiðslna fer alfarið fram í gegnum Hvata vefskráningar- og greiðslukerfi (Nóri, Sportabler o.s.frv.). Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að bíða með að ganga frá greiðslu ef að félagið/deildin er ekki búin að tengjast Hvatakerfi Reykjanesbæjar. Þegar nýskráningar hefjast (yfirleitt á haustin) er hægt að ráðstafa hvatagreiðslunni. Þegar það er gert er mikilvægt að haka í reitinn „Nota hvatapeninga“ ef foreldrar kjósa það. Þá dregst upphæðin frá æfingagjaldinu. Hvatagreiðslur verða greiddar út mánaðarlega til íþrótta/ tómstunda félaganna í stað þess að greiðslan fari beint til foreldra eins og gert er í dag. Þegar foreldri skráir barn til þátttöku í íþrótt eða tómstund þá þarf að skráningin að fara fram í gegnum Hvata vefskráningar- og greiðslukerfið (Nóri, Sportabler o.fl.) Þegar skráning fer fram í gegnum t.d. Nóra er foreldrum boðið upp á að nýta hvatagreiðslur og geta því með auðveldu móti ráðstafað greiðslunni sjálfir. Ef foreldrar ákveða að nýta allan styrkinn þá lækka gjöld iðkenda strax um 40.000 krónur og hægt er að greiða eftirstöðvar með eingreiðslu eða með greiðsludreifingu. Það mun vafalaust taka einhvern tíma að innleiða nýtt verklag og við viljum þar af leiðandi biðja foreldra um að sýna biðlund á meðan innleiðing á sér stað. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Ef iðkandi er að nýskrá sig í íþrótt þar sem æfingatímabilið er hálfnað eða langt liðið þá þarf viðkomandi að senda póst á hjordis@ keflavik.is, fotbolti@umfn.is og/eða hvatagreidslur@reykjanesbaer.is til þess að fá aðstoð við skráningu Hvatagreiðslur sem búið er að ráðstafa í æfingagjöld er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra til viðkomandi. Allar fyrirspurning tengdar hvatagreiðslum skal senda á netfangið hvatagreidslur@ reykjanesbaer.is Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is Daníel Arnar Ragnarsson, íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2020. vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.