Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 4
Átta stórar rúður sprungu í Sigurjónsbakaríi „Við vorum að baka í mestu rólegheitum þegar hurðin fauk upp og rúðurnar sprungu,“ segir Sigurjón Héðinsson, bakarameistari í Sigurjónsbakaríi. Mikið tjón varð í bakaríinu síðast- liðinn föstudagsmorgun þegar gegnumtrekkur um framreiðslurými bakarísins varð til þess að útihurð fauk upp og á sama tíma sprungu átta stórar rúður og nokkrar minni. Gruggapóstarnir enduðu úti á gang- stétt og glerið kastaðist langt út á bílastæði. Tjón varð á bílum á bíla- stæðinu. Aðkoman að vettvangi við bak- aríið var eins og sprenging hafi orðið inni í bakaríinu. Smiðir sem komu á vettvang á föstudagsmorgun segjast aldrei hafa séð annað eins. Þeirra verk var að hreinsa upp gler og svo að slá upp grind og klæða. Sigurjón þakkar fyrir að enginn var á gangi framhjá húsinu þegar ósköpin urðu. Þá hefði getað farið illa. Tjónið er mikið en starfsemin hefur þrátt fyrir ósköpin lítið raskast. Kökur og brauð voru í ofnunum og bleiku snúðarnir komnir fram í búðina. Ánægja og ham- ingjuóskir frá bæjarstjórn Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar óskar verðlaunahöfum jólahúss og ljósahúss 2020 til hamingju með viðurkenningar. Jólahús var valið Dynhóll 6 og ljósahús Hlíðargata 43. Þá lýsir bæjarstjórn Suður- nesjabæjar ánægju með og þakkar fyrir jólaþátt Suðurnesja- bæjar sem sendur var út í sam- starfi við Víkurfréttir fyrir jólin. Reykjavíkurborg leitar til Suður- nesjabæjar Reykjavíkurborg hefur leitað til Suðurnesjabæjar varðandi sam- starf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkur- borgar fyrir heimilislausa. Fjöl- skyldu- og velferðarráð Suður- nesjabæjar leggur til að gengið verði til samninga við Reykja- víkurborg um greiðslu gisti- náttagjalds í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa þjónustuþega Suðurnesjabæjar. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að ganga til samn- inga við Reykjavíkurborg, sbr. samþykkt ráðsins. Atvinnustaða kvenna á Suður- nesjum slæm vegna Covid-19 Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar lýsir enn og aftur miklum áhyggjum vegna fjölda atvinnulausra einstaklinga í sveitarfélaginu og beinir því til stjórnvalda að leggja enn meiri áherslu á úrlausnir fyrir atvinnulífið og ein- staklinga, í samstarfi við sveitarfélög og aðra aðila. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerð fjölskyldu- og velferðarráðs bæjarins. „Jafnframt er vakin athygli á þeirri staðreynd að mikið atvinnuleysi af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru hefur mest áhrif á atvinnustöðu kvenna á Suðurnesjum, sem er mikið áhyggjuefni,“ segir í afgreiðslu bæjarstjórnar Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Ljósahúsið Hlíðargata 43. Jólahúsið Dynhóll 6. Iðnaðarmenn mættu strax til að hreinsa upp glerbrot og glugga. VF-mynd: Hilmar Bragi 4 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.