Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2021, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 19.05.2021, Qupperneq 10
Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, heimsótti Bóka- safn Reykjanesbæjar á dögunum. Tilefni heimsóknarinnar var að skoða sýningu um Kardemom- mubæinn í Átthagastofu safnsins en sýningin hafði staðið yfir frá því í janúar. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Stefanía Gunn- arsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar tóku á móti Aud Lise og fylgdarliði frá norska sendi- ráðinu. Rúmlega 1000 íbúar skoðuðu sýn- inguna sem byggir á teikningum Thorbjörn Egner’s úr Kardemommu- bænum. Á meðan sýningunni stóð gátu gestir tekið þátt í getraun sem byggði á spurningum úr Karde- mommubænum. Mikil þátttaka var í getrauninni en Aud Lise dró út þriðja og síðasta vinningshafann sem var að vonum alsæll með verðlaunin. Það kemur fyrir að ég er ekki staddur á Suðurnesjum á þeim degi sem ég skrifa þessa pistla. Núna er ég í Varmahlíð í Skaga- firðinum, og eins og gefur að skilja þá er nú ekki mikið hægt að tengja Varmahlíð við sjávarútveginn á Suðurnesjunum. En ef ég myndi fara niður að sjó og á Sauðárkrók þá er hægt að finna ansi margar tengingar við Suðurnesin. Lítum á nokkrar. Á sínum tíma var til fyrirtæki í Keflavík sem hét Hraðfrystihús Keflavíkur (HK) og það fyrir gerði meðal annars út togarana Aðalvík KE og Bergvík KE. Seint á árinu 1988 kaupir Fiskiðja Sauðárkróks báða togarana en í staðinn þá fékk HK, togarann Drangey SK. Sá togari var þá orðin hálfrystitogari, en HK lét breyta honum í alfrystitogara. Reyndar gekk rekstur HK mjög erfiðlega því um mitt ár 1990 þá var Aðalvík KE, sem var áður Drangey SK, seldur til Útgerðarfélags Akur- eyra. Skömmu seinna þá varð HK gjaldþrota. Fiskiðjan á Sauðárkróki kom reyndar við sögu aftur árið 1990, en þá var bátur í Sandgerði sem hét Sandgerðingur GK en sá bátur var seldur norður og fékk þar nafnið Ólafur Þorsteinsson GK. Hann kom síðan aftur suður þegar að Hólm- grímur Sigvaldson kaupir bátinn og gefur honum hafnið Tjaldanes GK. Að lokum má bæta við að Snorri Snorrason skipstjóri á Pálínu Þór- unni GK, sem Nesfiskur á, býr á Sauðárkróki. Annars fer að styttast í hinn reglu- lega sumarboða sem kemur vanalega suður um þetta leyti og er ég þá ekki að tala um fugla, heldur dragnóta- bátinn Steinunni SH frá Ólafsvík. Báturinn hefur vanalega klárað kvótann sinn í maí og hefur síðan komið í Njarðvík og þar beint í slipp og verið þar yfir sumarið. Steinunn SH hefur mokveitt núna í maí og landað alls 322 tonnum í aðeins 9 róðrum og mest 43 tonnum. Bátarnir frá Nesfiski voru stopp- aðir af í lok apríl og fóru ekkert á veiðar aftur fyrr en núna um miðjan maí. Siggi Bjarna GK hefur landað 19,4 tonnum, Benni Sæm GK 14,1 tonnum, báðir í einni löndun. Aðal- björg RE hefur róið nokkuð duglega í maí og landað 72 tonn í 7 róðrum í Sandgerði. Hérna að ofan þá notaði ég orðin „á sínum tíma“, og ætla að nota þau aftur núna, en á sínum tíma þegar að nýr bátur var að koma þá fór hann iðulega í sína heimahöfn og var fagnað þegar að nýir bátar komu í höfn. Nýverið var Hulda GK afhent eigendum sínum en Hulda GK er í eigu Blikabergs ehf., sem er með fisk- verkun í Sandgerði. Báturinn var í Hafnarfirði í nokkrar vikur meðan verið var að klára bátinn, en svo kom að því að hann fór í sína fyrstu veiðiferð. En öfugt við það sem vaninn er þá kom báturinn ekki í sína heimahöfn, sem er Sandgerði, heldur kom báturinn til Grindavíkur og þar tók presturinn í Grindavík á móti honum og smá hóf var haldið. Þetta er ansi furðulegt og líklegast einsdæmi á íslandi að bátur komi ekki í sína heimahöfn úr sínum fyrsta túr. Sendiherra Noregs heimsótti Bókasafn Reykjanesbæjar Tengsl Skagafjarðar og Suðurnesja í sjávarútvegi aFlaFrÉttir á SuðurNESJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Útsýnið hjá aflafréttablaðamanni í Varmahlíð. FRAMHALDSPRÓFS- OG BURTFARARTÓNLEIKAR Arnar Geir Halldórsson, sellónemandi, heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika í Stapa, Hljómahöll, miðvikudaginn 19. maí kl.19:30. Aðeins verður um boðsgesti að ræða. Tónleikunum verður streymt á YouTube-rás skólans. SkólastjóriFIMMTUDAG KL. 19:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS Suðurnesjasögur Tomma í þætti vikunnar „Leynigjóska“ úr gosinu 10 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.