Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 13
Guðlaugur Jónsson sem
rekur Hamborgara-
búlluna í Reykjanesbæ
hafði starfað fyrir Tómas
í fjármálum í sex eða sjö
ár þegar Covid kom og
erlendu staðirnir lokuðu.
Hann hefur reyndar
þekkt Tómas í áratugi en
móðir hans starfaði hjá
Tómasi í Festi á áttunda
áratug síðustu aldar. „Þá
kom sú hugmynd hjá syni
Tomma að opna stað
í Reykjanesbæ og hér
er ég, kominn á grillið,“
segir Guðlaugur í samtali
við Víkurfréttir.
Guðlaugur hafði starfað við
fjármál alla sína starfsævi
hjá stórum sem smáum fyrir-
tækjum. Hann nefnir Icelandair
og FL-Group og fleira. „Svo er
maður kominn í það að steikja
hamborgara, sem er svolítið
ólíkt því sem ég lærði og hef
starfað við síðustu 30 ár.“
– Og þú opnar á Covid-ári.
„Já. Ég hef fylgst vel með Búll-
unni í gegnum árin og þegar
illa hefur árað í þjóðfélaginu þá
hefur Búllan gengið ágætlega.
Við vorum með Búllu-trukkinn
hér í fyrra og móttökurnar voru
gríðarlega góðar þannig að við
voru óhræddir að opna og fólk
hefur tekið rosalega vel á móti
okkur.“
– Þessi staðsetning hér á
gömlu bæjarmörkunum.
Það var merkileg starf-
semi hér í gamla daga.
„Já. Hérna voru síldarþrær og
fiskibræðsla. Undir það síðasta
var hér aðstaða til að þrífa bíla,
þannig að það er mikil saga í
þessu húsi og það hefur verið
gerð mikil breyting á þessum
hluta hússins frá því við tókum
við því í júní í fyrra.“
– Hvernig hafa mót-
tökurnar verið?
„Eins og við var búist, alveg frá-
bærar. Fólkið man eftir Tómasi
þegar hann var niðri á Hafnar-
götu og ég man líka eftir honum
þaðan. Fólkið hér á Suður-
nesjum hefur tekið mér ein-
staklega vel. Þrátt fyrir að það
sé engin umferð ferðamanna þá
er ekki hægt að kvarta.“
– Þannig að þú ert ekki
á leið til London aftur til
að sjá um fjármálin.
„Nei, ég verð bara hér.“
stöðinni var sýsluskrifstofa sem var
opin hálfan daginn. Ég sótti um það
og fór í þjálfun hjá Jóni Eysteinssyni,
sýslumanni og bæjarfógeta. Þegar
skrifstofan var opnuð á nýju lög-
reglustöðinni var ég eini fulltrúinn
og sá um allt. Gaf út passa, rukkaði
þinggjöldin, gaf út öll skírteini sem
þurfti að gera. Ég þinglýsti líka en
af nafninu til komu fulltrúarnir og
skoðuðu hvort ég hafi ekki gert rétt.
Ofan á allt annað gaf ég oft út vín-
veitingaleyfi á félagsheimilið Festi.
Félög gátu sótt um einu sinni á ári að
halda hátíð með vínveitingaleyfi. Ef
ég þurfti á vínveitingaleyfi að halda
þá fann ég eitthvað félag og gaf út
vínveitingaleyfið sjálfur og allir
ánægðir. Það er allt í lagi að segja
þetta núna 40 árum seinna.“
Keflvíkingar þekktu
hamborgara af Vellinum
– Þú heldur áfram tengingu þinni
til Suðurnesja nokkrum árum síðar
þegar þú opnar hamborgarastað í
Keflavík.
„Ég hætti í Festi haustið 1977 og
fór til Ameríku að læra hótel- og
veitingarekstur í háskóla. Þegar ég
var í Festi þá drakk ég ekki en þegar
ég kom til baka frá Ameríku var ég
byrjaður að drekka og var í hálf-
gerðri óreiðu. Ég fór því í meðferð
og þegar ég kom úr henni opnaði ég
fljótlega Tommahamborgara. Sama
ár, 1981, opnaði ég líka í Keflavík því
ég hafði á tilfinningunni að Keflvík-
ingar væru tilbúnir að borða ham-
borgara – sem þeir voru. Keflavík var
ekki lík neinum öðrum kaupstað á
landinu. Völlurinn hafði mikil áhrif á
þjóðlífið hérna. Það var svolítið „er-
lendis“ að koma til Keflavíkur. Það
var allt annar fílingur en í nokkrum
öðrum kaupstað eða kauptúni sem
ég hafði komið í. Ég vissi það að þeir
myndu þekkja hamborgara. Nánast
allir Keflvíkingar voru vanir að fara
upp í Viking og fé sér burger.
Svo opnum við á Fitjum í Njarðvík
og breyttum staðnum á Hafnar-
götunni í leiktækjasal. Svo seldi ég
Tommaborgara-fyrirtækið um ára-
mótin ‘83–’84 og fór aftur til Am-
eríku í vettvangsrannsókn. Út úr
því kom Hard Rock Café sem varð
tíu ára dæmi hjá mér. Þá seldi ég
staðinn og honum síðan lokað eftir
að hafa starfað í tuttugu ár.“
– Þú hefur komið víða við í veitinga-
rekstri og ert núna nýlega búinn að
opna Búlluna í samstarfi við þína
menn á gömlu bæjarmörkum Kefla-
víkur og Njarðvíkur.
„Sá sem á Búlluna hérna heitir Guð-
laugur Jónsson og búinn að vera
fjármálastjóri hjá okkur í Búllunni
í nokkur ár. Hann hafði fylgst með
og borðað mikið af borgurum. Hann
er fæddur í Grindavík en er ættaður
bæði þaðan og úr Keflavík og hann
var staðráðinn í að opna Búllu hér.
Við sögðum honum að ef hann væri
tilbúinn, þá værum við tilbúin. Hann
lét sig hafa það að opna hér í Covid
og það hefur gengið lyginni líkast.“
„Það kemur enginn
hingað til að fá vondan
hamborgara“
– Hver er lykillinn að þessum ham-
borgara?
„Þú getur fengið mjög góða borgara
mjög víða í dag. Okkar leyndarmál,
ef leyndarmál skal kalla, eru gæði,
góð þjónusta og stöðugleiki. Þetta
eru þrír þýðingarmestu póstarnir í
rekstrinum. Við höfum alltaf verið
með UN 1 nautakjöt sem er ungnaut
1. flokkur. Þegar við opnuðum
Tommaborgara vorum við að nota
kýrkjöt. Ég byrjaði svo að nota
ungnautakjötið og að hafa 20% fitu
því að bragðið kemur úr fitunni.
Einu sinni kom maður til mín og
sagði: „Ég skal selja þér ódýra ham-
borgara. Ég nota bara hrossakjöt og
set nautafitu saman við það, þá veit
enginn neitt.“ Bragðið er úr fitunni.
Til að fá mýktina og góða bragðið
þá höfum við 20% fitu. Svo ferskt,
nýtt brauð daglega. Þetta er mjög
einfalt. Leyndarmálið er í raun ekki
neitt. Það þarf að hugsa vel um þetta
og því segi ég ást og umhyggja. Það
er leyndarmálið – serve all, love all.“
Að þjónusta alla og
elska alla er eitt af
lykilatriðunum í rekstri.
„Tender loving care,“ segi ég. Ef ein-
hver er óánægður hérna þá í fyrsta
lagi endurgreiðum við honum og
bjóðum honum að koma aftur frítt.
Það kemur enginn hingað til að fá
vondan hamborgara. Það er grund-
vallarregla. Við spyrjum viðskipta-
vininn hvað var að en förum aldrei
að þrefa við hann um hvort eitthvað
hafi verið svona eða hinsegin. Hann
hefur alltaf rétt fyrir sér. Það er
partur af leyndarmálinu.“
Dásamlegt eldgos
– Hvað finnst þér um þessa miklu
ferðamannasprengju sem varð?
„Ég átti Hótel Borg í tíu ár. Ég keypti
Hótel Borg 1992 og rak í áratug.
Þá voru ferðamennirnir 150–200
þúsund á ári og þetta var stöðug
barátta hjá öllum sem voru í ferða-
mannabransanum. Við vorum svo
heppin að smám saman komst Ís-
land á kortið. Það var Björk og Vigdís
forseti. Það var handboltaliðið, Eyja-
fjallajökull og svo framvegis. Allt í
einu varð Ísland „hot stuff“ og fólk
fór að koma. Það er gaman að verða
vitni að þessu þegar þetta springur
svona út. Þetta voru erfiðir tímar í
ferðaiðnaði, árin 1995–1998, á sama
tíma og ég var með hótelið. Við
höfðum þetta af og voru tilbúnir
þegar ferðamenn fóru loksins að
koma.“
– Nú er nýtt eldgos sem margir
segja Lottó-vinning númer tvö á
eftir Eyjafjallajökli.
„Þetta er dásamlegt eldgos. Það
getur ekki verið betur staðsett. Það
er óveruleg hætta í gangi. Þetta er
nálægt flugvellinum. Ég á von á því
að þetta kveiki áhuga hjá ferða-
mönnum og sérstaklega Bandaríkja-
mönnum sem eru ágætis kúnnar.
Þeir fíla þetta og ég ímynda mér að
þetta gos geri Ísland áhugaverðara.
Svo eru að opna baðlón út um allt
og það er fullt að gerast hérna. Ísland
er þróað þjóðfélag. Ég er búinn að
ferðast til yfir 50 landa en á Íslandi
er allt til alls. Hér tala allir ensku og
eins og eigandi Hard Rock Café sagði
þegar hann kom hingað, að allt væri í
tíu mínútna fjarlægð. Það er allt svo
aðgengilegt hérna.“
– Ertu bjartsýnn núna þegar Covid
er að ljúka?
„Þegar kófinu lýkur er ég bjartsýnn.
Ekki spurning.“
Bestu árin í Grindavík og
Keflavík var eins og erlendis
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Búllan fengið
góðar móttökur
í Reykjanesbæ
Ungnautakjöt með 20% fitu er í Búlluborgaranum
og það er fitan sem gefur góða bragðið segir Tommi.
VF-mynd: Hilmar Bragi
víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár // 13