Víkurfréttir - 19.05.2021, Síða 17
Sjálfbær orkuframtíð og atvinnuuppbygging á Suðurnesjum
Ný Orkustefna til ársins
2050 var lögð fyrir Alþingi
í byrjun þessa árs. Orku-
stefnan er framsýn og metn-
aðarfull þar sem sjálfbær
orkuframtíð er meginstefið.
Framtíðarsýnin kveður
meðal annars á um að öll
orkuframleiðsla, þar með talið vara-
aflsframleiðsla, verði af endurnýjan-
legum uppruna í stað framleiðslu
varaafls með díselolíu. Stefnt er að
því að hér á landi verði markmiði
um kolefnishlutleysi náð fyrir árið
2040 og við verðum óháð jarðefna-
eldsneyti ekki síðar en árið 2050. Til
þess að þetta verði að veruleika þarf
að þróa markaði, nýja tækni en ekki
síst þarf að beita frjórri hugsun og
samvinnu. Þannig verða kerfi, tækni
og fólk lykilbreytur til árangurs svo
að vel til takist.
Ótal tækifæri leynast á Íslandi til
grænnar atvinnuuppbyggingar og
við sem þjóð stöndum afar vel að
vígi þegar kemur að orkuframleiðslu
í samræmi við þau gildi. Hins vegar
skulum við hafa það hugfast að um
öfluga keppinauta er að etja. Danir
stefna hraðbyr að hreinum orku-
skiptum og undirbúa nú byggingu
nýrrar vindorkueyju til útflutnings
á endurnýjanlegri raforku. Fram-
kvæmdin hefur verið kynnt sem
bjartasta von orkuskipta Danmerkur.
Þegar lítil eftirspurn er fyrir raforku
er stefnt að framleiðslu
vetnis með rafgreiningu eða
annarri loftslagsvænni orku
sem nýta má til að knýja
skip og stærri samgöngu-
tæki.
Á meðan Danir, þjóð sem
fátæk er af náttúrulegum
auðlindum, undirbúa framtíð algjör-
lega óháða jarðefnaeldsneyti með
beislun sólar og vindorku, er engin
ástæða til annars en að ætla að Ís-
lendingar geti sýnt mátt sinn í slíkri
samkeppni.
Græn framtíð sameinar efnahags-
lega og umhverfislega hagsmuni.
Tækifærin felast í nýrri aðferðar-
fræði og nýrri hugsun við nýtingu
þeirra endurnýjanlegu orkugjafa
sem við Íslendingar eigum gnægð af.
Nýr orkusækinn atvinnuvegur gefur
okkur færi á að hætta innflutningi á
jarðefnaeldsneyti, eykur orkuöryggi
okkar og skapar gjaldeyristekjur.
Þörfin fyrir vistvænt
eldsneyti og tækifærin
á Suðurnesjum
Til þess að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda þarf að leita fleiri
vistvænna orkugjafa til að knýja
stærri samgöngufarartæki þar sem
rafmagn er ekki fýsilegur orku-
beri. Framleiðsla vistvæns rafelds-
neytis svo sem vetnis, ammoníaks,
metanóls og metans er lykilþáttur
í að orkuskipti í samgöngum verði
að veruleika. Slík framleiðsla krefst
mikillar orku sem við erum rík af. Þá
kallar rafbílavæðingin á stóraukna
framleiðslu á rafhlöðum. Markað-
urinn kallar á nýja tækni og hraða
þróun. Því er nauðsynlegt að vera
vakandi fyrir aukinni eftirspurn og
tækifærum þar að lútandi.
Nýlega birtist frétt í viðskiptablaði
Morgunblaðsins þar sem fjallað var
um ákvörðun skipafélagsins Maersk
um, að hætta að nota olíu á öll sín
skip. Áform eru um að fyrsta „græna“
skipið verði sjósett eftir tvö ári,
knúið rafmetanóli.
Eitt af meginsóknartækifærum
vetnis er að gera iðnaðarhafnir ná-
tengdar framleiðslustaðnum. Vetni,
framleitt með rafgreiningu, gæti þá
þjónað ýmsum greinum þar sem
varmaorka og mikið hágæðasúr-
efni nýtist. Má þar til dæmis nefna
seiða- og fiskeldi á landi. Við það
skapast tækifæri til að auka hag-
kvæmnina við vetnisframleiðsluna.
Helguvíkurhöfn, sem tengir Ísland
við umheiminn, gegnir þar afar
mikilvægu hlutverki með sinni stað-
setningu. Orkuskiptin eru að knýja
dyra í þungaflutningum á öllum víg-
stöðvum. Aukinn áhugi erlendis,
bæði af hálfu fyrirtækja og erlendra
stjórnvalda, er um samstarf á fram-
leiðslu umhverfisvæns eldsneytis
og nýtingu á endurnýjanlegri orku
sem styður við græna framtíð. Með
vaxandi vitund almennings um sjálf-
bærni og samfélagslega ábyrgð verða
fyrirtæki sem ætla sér að vera leið-
andi á komandi árum að taka ábyrgð
á þeim áhrifum sem starfsemi þeirra
hefur og sýna í verki að sjálfbærni
er höfð að leiðarljósi fyrir komandi
kynslóðir.
Flugvélaframleiðendur horfa nú til
vetnis sem orkugjafa fyrir flugvélar
og vinnur bandaríska félagið Uni-
versal Hydrogen að lausn um þessar
mundir. Til þess að alþjóðaflugvöll-
urinn haldi áfram að vera mikilvægur
hlekkur í millilandatengingum eftir
orkuskipti er deginum ljósara að
tryggja þarf að fyrirliggjandi áhugi
þeirra fyrirtækja sem hyggjast á
græna eldsneytisvinnslu beinist að
Suðurnesjum. Hér spretti þannig
upp ný og græn orkutækifæri.
Þörfin fyrir Suðurnesjalínu 2
Ekkert af þessu er möguleiki án
þess að byggðir séu hér upp nauð-
synlegir og sterkir innviðir enda
eru þeir lífæðar samfélagsins. Til
þess að fyrirtæki líti á Suðurnesin
sem raunhæfan og ákjósanlegan val-
kost sem taka beri alvarlega verður
að vera tryggt að raforkuflutnings-
kerfið byggist upp í takt við aðra
mikilvæga innviði eins og vegakerfi
og fjarskipti. Aukin raforkunotkun
á Suðurnesjum hefur leitt til þess
að flutningskerfið er orðið verulega
þungt lestað, svo mjög, að ástandið
er farið að valda verulegu tjóni
fyrir núverandi atvinnustarfsemi á
svæðinu. Það skýtur skökku við að
ekki sé tryggt afhendingaröryggi á
Suðurnesjum þótt næg framleiðslu-
geta sé á svæðinu. Truflanir á Suður-
nesjum geta valdið alvarlegum út-
slætti á höfuðborgarsvæðinu. Þá
má benda á að komi til alvarlegrar
bilunar á Suðurnesjalínu 1 þá getur
tekið langan tíma að koma raforku-
kerfinu á Suðurnesjum aftur í eðli-
legan rekstur með tilheyrandi röskun
á samfélagslegri starfsemi eins og al-
þjóðaflugvellinum í Keflavík.
Það er spennandi framtíð sem
blasir við í orkuskiptum á Ís-
landi. Suðurnesjamenn ættu því
að grípa tækifærið samfélaginu og
umhverfinu til heilla. Til þess að
svo megi verða þarf að tryggja hér
afhendingaröryggi raforku til at-
vinnuuppbyggingar og fyrir sam-
félagið sjálft.
Um þetta mikilvæga mál munu
komandi Alþingiskosningar meðal
annars snúast.
Hanna Björg Konráðsdóttir,
varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjanesbæ.
Passaðu að slasa
þig á virkum degi,
alls ekki um helgar!
Þetta virðist vera tilfellið á HSS
og er algjörlega óásættanlegt fyrir
okkur íbúa á Suðurnesjum.
Átta ára stúlka dettur úr rólu
á föstudagskvöldið, hún finnur
til og sefur ekki vegna verkja þá
nóttina. Móðir hennar fer með
hana á HSS á laugardagsmorgun
þar sem kalla þarf út röntgen-
tækni til að taka röntgenmyndina.
Þegar því er lokið er barnið sett í
teygjusokk og móðurinni tjáð að
hringt verði í hana á mánudaginn
ef um brot sé að ræða þar sem
ekki er hægt að lesa út úr rönt-
genmyndum um helgar. Ef barnið
er verkjað, vinsamlegast gefið
henni þá verkjalyf.
Sem betur fer er þessi átta ára
gamla stúlka algjört hörkutól,
hún fann til og fór svo í skólann
á mánudagsmorgun, ennþá með
teygjusokk um höndina.
Klukkan 13 á mánudag fær
móðirin símhringingu frá HSS
þar sem hún er beðin um að koma
með barnið þar sem hún er brotin
og þurfi að fá gifs.
Er þetta virkilega svona árið
2021 að ekki sé læknir á vakt
um helgar sem les út úr röntgen-
myndum?
Er það virkilega þannig að ef að
fólk slasar sig um helgi þá þurfi
það vinsamlegast að harka af sér
og taka verkjalyf til mánudags?
Eitthvað þarf að laga í heilbrigðis-
þjónustunni á Suðurnesjum.
Þetta er klárlega ekki eina
dæmið en þessi saga og þessi
átta ára stúlka stendur mér nær
og mér fannst ég þurfa að koma
þessu frá mér.
Kveðja,
Ester Grétarsdóttir,
Suðurnesjabæ.
Hvatningarverðlaun
fræðsluráðs 2021
Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir
verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.
Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kennara- hópa og starfsmanna í
leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem standa að
baki verkefnunum. Hvatningarverðlaunin verða afhent í Bíósal Duus
Safnahúsa miðvikudaginn 9. júní kl. 17:00.
Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð verkefni sem hafa
nýst skólasamfélaginu og hafa verið unnin á yfirstandandi skólaári. Skila
þarf inn tilnefningum fyrir 28. maí nk.
Eyðublað fyrir tilnefninguna má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Elíza M. Geirsdóttir Newman og Unicef teymi Háaleitisskóla hlutu hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2020 fyrir
verkefnið Réttindaskóli Unicef. Markmið verkefnisins var að byggja upp lýðræðislegt námsumhverfi, efla jákvæð
samskipti, auka þekkingu á mannréttindum og stuðla að gagnkvæmri virðingu innan skólasamfélagsins.
VF-myndir
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
AÐALFUNDUR
STARFSMANNAFÉLAGS SUÐURNESJA
Áður frestaður aðalfundur vegna Covid-19
verður haldinn miðvikudaginn 26. maí 2021 kl. 20:00
í Krossmóa 4a, 5. hæð, 260 Reykjanesbæ.
Kosning formanns.
Venjuleg aðalfundarstörf,
samkvæmt lögum félagsins.
Önnur mál.
Stjórn STFS
á timarit.is
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár // 17