Víkurfréttir - 19.05.2021, Blaðsíða 18
Tiffany er landsliðsmarkvörður Tæ-
lands þótt hún sé fædd og uppalin
í Suðurríkjum Bandaríkjanna.
„Mamma er dönsk og pabbi tæ-
lenskur, þess vegna get ég leikið
með tælenska landsliðinu,“ segir
Tiffany en foreldrar hennar hittust
sem skiptinemar í Georgia í Banda-
ríkjunum þar sem hún ólst upp og
Tiffany hefur alla tíð búið í þar.
„Ég var að ljúka háskólanámi í
fjármálum núna í desember en mig
langaði að halda áfram að leika fót-
bolta og þroskast sem leikmaður.
Ég byrjaði að spila fótbolta þegar
ég var fimm ára gömul. Félagið sem
ég æfði hjá var mjög nálægt þar
sem ég bjó svo það var mjög þægi-
legt, ég var reyndar í félaginu alveg
þangað til ég fór í háskóla. Fótbolti
er sú íþrótt sem ég stundaði mest
sem barn, ég prófaði hinar og þessar
íþróttir þegar ég var yngri, eins og
sund, fimleika og blak en fótboltinn
togaði mig alltaf til baka.“
– Hvernig finnst þér nú að vera
komin til Íslands? Reykjanesbær
er væntanlega töluvert frábrugðinn
Georgia, er það ekki?
„Jú, þar er mjög heitt og mikill raki.
Þetta er mjög ólíkt, mér finnst gott
að byrja ekki að svitna um leið og
ég stíg út fyrir dyrnar. Það er alveg
sama hvað maður gerir heima,
maður byrjar að svitna samstundis
– svo þetta er hressandi.
Ég er að hefja minn atvinnu-
mannaferil og Keflavík er fyrsta liðið
sem ég leik með – og ég er virkilega
að njóta þess. Þetta er öðruvísi, fólk
heldur kannski að vinna við fótbolta
sé bara ein klukkutíma æfing á dag
og svo hafir þú 23 tíma til að leika
þér. Það er alls ekki þannig. Leik-
menn þurfa stöðugt að vera með
hugann við það sem þeir eru að
gera, þetta er stanslaus vinna við að
undirbúa sig og byggja upp. Þótt ég
hafi meiri frítíma þá hefur verið svo-
lítið erfitt að aðlagast þessu lífi en ég
finn samt að þetta er eitthvað sem
mig langar virkilega að gera.“
Tiffany segir liðsfélaga sína hafa
tekið sér afskaplega vel við komuna
hingað og henni hafi fundist hún vel-
komin og fallið strax vel inn í hópinn.
„Við deilum þrjár saman íbúð og
það er gott að hafa félagsskap hver
af annari. Ef maður væri einn held ég
að það væri leiðigjarnt til lengdar. Ég
er bara ein, á ekki kærasta eða neitt
svoleiðis, svo ég gat bara pakkað
saman og farið. Svo það var frekar
auðvelt.“
– Hvernig líst foreldrum þínum á
þetta?
„Mamma var hér fyrir tveimur
vikum og ég held að þau elski þetta.
Kannski vegna reynslu sinnar sem
skiptinemar þá eru þau mjög hvetj-
andi – og það að ég muni mögulega
spila á hinum ýmsu stöðum gefur
þeim líka afsökun til ferðalaga.
Mamma sagði við mig: „Ó, svo
þú ert á Íslandi. Enn sniðugt, ég
kíki kannski á þig og elda ofan í þig
– og skoða mig kannski aðeins um
í leiðinni.“ Þau hvetja mig til þessa
lífsstíls, að ferðast og skoða heiminn.
Þetta er eitthvað sem ég kann að
meta við evrópskan lífsstíl, heima í
Bandaríkjunum snýst allt um vinnu
frekar en að leyfa sér að njóta lífsins.
Ég er ekki að fara að vinna einhverja
skrifstofuvinnu á næstunni, það er
alveg á hreinu, ég ætla að lifa og
njóta. Maður getur bara unnið í tak-
markaðan tíma við að spila fótbolta,
mig langar ekki að vinna einhverja
vinnu frá níu til fimm bara fyrir
peningana. Mín vinna er að leika
fótbolta, sem ég elska – og ég elska
að vera hérna. Ég meina, hvað eru
margir sem ákveða bara að fara og
búa á Íslandi? Mér finnst ég lánsöm
að fá að spila fótbolta og hafa fengið
að ganga í skóla og þess háttar.
Áður en ég var valin í tælenska
landsliðin ferðaðist ég talsvert með
fjölskyldu minni. Kannski var það
auðveldara fyrir okkur af því að
mamma er evrópsk og þekkir til í
Evrópu. Þannig að við ferðuðumst
talsvert þegar ég var yngri. Ég var
valin í landsliðshóp Tælands árið
2019 og tel mig hafa verið heppna
því það ár var Heimsmeistaramótið
haldið í Frakklandi og ég fékk tæki-
færi til að fara með liðinu þangað
og til Belgíu. Öll þessi ferðalög sem
bjóðast í gegnum fótboltann eru bara
óraunveruleg.“
Andlegur styrkur mikilvægur
„Mér finnst hlutverk markvarðar
oft vera vanmetið í liðinu, fáir átta
sig á því álagi sem markmenn eru
undir því það þarf ekki nema ein
mistök markvarðar til að leikurinn
tapist. Sóknarmaður getur brennt af
tíu dauðafærum án þess að fá á sig
jafn harða gagnrýni og markmaður
sem fær á sig klaufamark – svo
við þurfum að velja skynsamlega
hvenær við gerum mistök [eins og
það sé hægt].
Ég nota jóga og hugleiðslu til að
byggja upp andlegan styrk og svo
hefur Sævar [Júlíusson, aðstoðar-
þjálfari] kennt mér ótrúlega margt
sem er nýtt fyrir mér. Eins og ég
segi er ég að vaxa og þroskast sem
leikmaður og alltaf að læra eitthvað
nýtt.“
Tiffany spyr mig hvort tælenska
samfélagið í Reykjanesbæ sé stórt
því hún hafi tekið eftir tælensku hofi
í bænum.
„Það er bara í göngufæri við þar
sem ég bý. Þótt ég sé hálf tælensk
og hálf dönsk þá tala ég hvorki tæ-
lensku né dönsku. Þetta hljómar
kannski undarlega en ég hef velt því
fyrir mér að kynnast tælenska sam-
félaginu hér, langar að komast inn
í málið – það myndi t.d. hjálpa mér
þegar ég er með landsliðinu. Ég ætla
allavega að kynna mér þetta hof og
sjá til með hugleiðslu þar.
Ég lít ekki á sjálfa mig sem trúaða
en andlega tel ég mig vera. Þótt
ég hafi alist upp í Georgia þar sem
kristni er mjög ráðandi hafa þessi
mál aldrei skipt foreldra mína miklu
máli. Pabbi er búddisti en mamma
alin upp í kristni, samt voru aldrei
neinir árekstrar þeirra á milli,
hvorugt reyndi að fá hitt til að taka
upp sína trú – þú gerir þitt og ég geri
mitt var frekar viðkvæðið.“
Keramik og Pick-up Soccer
Þegar við ræðum um önnur
áhugamál segist Tiffany hafa mjög
gaman af leir- og keramikvinnslu og
eigi eftir að finna sér staði hér til að
sinna því hér.
„Ég kynntist keramikvinnslu í
skóla og fannst það mjög gefandi.
Ég stóð sjálfa mig jafnvel að því að
sleppa mat og svona því ég fékk svo
mikið út úr þessu. Að róar hugann
og er streytulosandi. Það er líka svo
skemmtilegt að mamma byrjaði líka
á þessu fyrir svona ári síðar, sem
er yndislegt. Svona sameiginlegt
áhugamál hjá okkur tveimur..
Svo stefni ég á að nota tímann
til að lesa meira, ferðast og þess
háttar. Heima tók ég oft þátt í „Pick-
up Soccer“. Þá er spilað á kvöldin
en þetta gengur þannig fyrir sig
að svona „viðburður“ er settur í
loftið: „Til í að spila í kvöld?“ Þetta
er frekar lítill hópur eða samfélag
og orðið er látið berast. Svo hittist
fólk á einhverjum stað og spilar fót-
bolta, mætir með keilur og bolta og
bara skemmtir sér. Þetta er allskonar
fólk sem kemur úr öllum áttum og
þekkist jafnvel ekki neitt. Þá getur
maður farið einn eða kannski tvö
eða þrjú saman og svo verður svona
til þessi hittingur. Þetta er skemmti-
legt því svona viðburðir eru haldnir
á öllum tímum og hingað og þangað.
Maður sér ný andlit og kynnist nýju
fólki.“
Spila fyrir Keflavík
– Tiffany segir að sér lítist mjög vel
á það sem hún hefur kynnst hér á
Íslandi til þessa – en hvaða augum
lítur hún framtíðina?
„Allar móttökur hér hafa verið til
fyrirmyndar, allt starfsfólkið hjá
Keflavík og liðsfélagar hafa verið
mjög almennileg og bara gott eitt
um það að segja. Ég sé fyrir mér að
ég muni ílengjast hérna, alla vega á
meðan ég er að þroska sjálfa mig.
Kannski kemur sá tímapunktur, eftir
nokkur ár, þar sem ég tel mig þurfa
aðrar áskoranir en ég sé það ekki
gerast í bráð. Núna einbeiti ég mér
eingöngu að þessu verkefni, að leika
með Keflavík.“
– Hvernig líst þér á íslensku deild-
ina af því sem þú hefur séð?
„Ég held að Keflavík eigi eftir að
standa sig í deildinni í ár. Miðað við
það sem ég hef eftir liðsfélögum
mínum þá er enginn stórmunur á lið-
unum í deildinni og okkar lið á eftir
að ná að kynnast og ná betur saman.
Við erum nokkrar nýjar í liðinu, ég
meina Aerial [Chavarin] var bara að
spila sinn fyrsta leik í gær, svo við
eigum eftir læra betur inn á hver
aðra og slípa okkar leik.“
MARKVÖRÐURINN TIFFANY SORNPAO GEKK Í RAÐIR PEPSI MAX-DEILDARLIÐS KEFLAVÍKUR FYRR Á ÞESSU ÁRI
EN TIFFANY ER AÐEINS 22 ÁRA OG RÉTT AÐ HEFJA SINN ATVINNUMANNAFERIL Í KNATTSPYRNU
„ég elska
að vera hérna“
Eins og ég segi
er ég að vaxa og
þroskast sem leik-
maður og alltaf að
læra eitthvað nýtt ...
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
Tiffany í leik Keflavíkur og
Þróttar um síðustu helgi.
VF-mynd: Hilmar Bragi
Tiffany byrjaði sem útleikmaður, oftast á kantinum.
18 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár