Víkurfréttir - 19.05.2021, Page 20
Sumarskóli FS
Ákveðið hefur verið að bjóða uppá
nám í sumarskóla í sumar.
Allar nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu skólans: www.fss.is og
umsóknum skilað þar.
Skólameistari
FJÖLBRAUTASKÓLI
SUÐURNESJA
ATVINNA
VIÐ RÆSTINGAR
Starfskraftur óskast til ræstistarfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Unnið eftir 2-2-3 kerfi
Vinnutími er frá 8:00 til 16:00
Kröfur: Hreint sakavottorð og ökuréttindi
Tungumál: Íslenska eða góð enskukunnátta
Áhugasamir sendið tölvupóst á halldor@allthreint.is
JOB OFFER
IN A CLEANING COMPANY
Staff needed for cleaning in FLE (Kef Airport)
Work format 2-2-3
Working hours from 08:00 to 16:00
Must have: Clean Criminal Record and Drivers License
Language: Icelandic or good English
Interested send e-mail to: halldor@allthreint.is
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
„Við ákváðum að fara í þessa vegferð og hvað við erum
glöð með að hafa lagt í alla þessa vinnu! Við höfum lært
ótrúlega mikið á gerð handbókarinnar í tengslum við
vottunina og það er þægilegt að hugsa til þess, ef eitt-
hvað kemur upp á við æfingar eða keppni hjá félaginu,
að við höfum nú tækin og tólin til að bregðast við og
vinna úr þeim málum,“ sagði Júlíus Ævarsson, formaður
Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness, við afhendingu gæða-
vottunarinnar Fyrirmyndarfélag ÍSÍ þann 20. apríl síð-
astliðinn. Félagið, sem er aðildarfélag Íþróttabandalags
Reykjanesbæjar, er fyrsta félagið um vélhjólaíþróttir sem
hlýtur slíka gæðavottun.
Úlfur H. Hróbjartsson, meðstjórnandi í framkvæmda-
stjórn ÍSÍ og meðlimur fagráðs Þróunar- og fræðslusviðs
ÍSÍ, afhenti Júlíusi viðurkenninguna á starfssvæði fé-
lagsins við Sólbrekku. Guðbergur Reynisson, formaður
Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, var einnig viðstaddur
afhendinguna sem og félagar og iðkendur úr félaginu
Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Á myndinni eru þeir Úlfur, Júlíus og Guðbergur ásamt nokkrum vöskum félögum og iðkendum úr félaginu.
vélhjólaíþróttafélag reykjaness
20 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár