Skessuhorn - 17.02.2021, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 20212
Nú er tími til kominn að dusta ryk-
ið af félagsfærni okkar því nú getum
við smám saman farið að eiga sam-
skipti á ný í raunheimum. Ýmislegt
er framundan. Bíóhöllin á Akranesi
hefur til að mynda opnað að nýju
og um helgina verða skemmtilega
sýningar í boði. Þá er Sirkus Íslands
væntanlegur með sýningu í Borgar-
nes á sunnudaginn.
Á morgun á að vera hæg vestlæg átt
og víða dálítil él, en skúrir austast á
landinu. Þurrt að kalla um kvöldið.
Hiti í kringum frostmark. Á föstudag
er útlit fyrir að verði norðaustan 5-13
m/s og úrkomulítið, en bætir í vind
síðdegis með dálitlum skúrum eða
éljum við norður- og austurströnd-
ina. Hiti breytist lítið. Á laugardag er
spáð norðaustlægri eða breytilegri
átt og rigningu eða slyddu um tíma
í flestum landshlutum. Hiti 0-5 stig.
Á sunnudag á að vera austlæg átt
og rigning með köflum, en þurrt að
kalla vestantil á landinu. Hiti breytist
lítið. Á mánudag er útlit fyrir hæga
breytilega átt og bjart veður, en dá-
lítil él eða slydduél verða á Norður-
landi.
Vatnsdeigsbollur eru töluvert vin-
sælli ef marka má niðurstöður úr há-
vísindalegri könnun á vef Skessu-
horns síðustu vikuna. Þar var ein-
faldlega spurt: „Vatnsdeigsbollur eða
gerbollur?“ og 80% svarenda kusu
vatnsdeigsbollurnar. 9% sögðu þær
báðar jafn góðar, 8% kjósa frekar
gerbollur og 3% vilja hvoruga gerð-
ina.
Í næstu viku er spurt:
Hver er verst lyktandi
útihúsalyktin?
Í Dölum tóku fjórar mæður sig til
og opnuðu íþróttaskóla fyrir börn
0-5 ára. Þær Guðbjört Lóa Þorgríms-
dóttir, Íris Dröfn Brynjólfsdóttir, Rúna
Blöndal og Sara Kristinsdóttir eru
Vestlendingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Vesturland án
veirunnar
VESTURLAND: Samkvæmt
samantekt Lögreglunnar á
Vesturlandi síðastliðinn laugar-
dag er landshlutinn nú án Co-
vid-19 veirunnar. enginn er í
sóttkví og enginn í einangrun á
Vesturlandi. Sú staða hefur ekki
komið upp í tæpt ár frá því sjúk-
dómurinn barst fyrst í landhlut-
ann í mars 2020. -mm
Seinni úthlutun
í febrúar
AKRANES: Mæðrastyrks-
nefnd Akraness verður með
seinni úthlutun sína í mán-
uðinum, miðvikudaginn 24.
febrúar frá klukkan 13-17 í
húsi Hb-granda við báru-
götu á Akranesi. „Umsækjend-
ur geta hringt í síma 859-3000
og 859-3200 miðvikudaginn
17. febrúar og fimmtudaginn
18. febrúar frá kl. 11-13 eða á
netfangið maedrastyrkurakra-
nes@gmail.com. Vinsamlegast
sækið um á réttum tíma því við
pöntum matinn seinnipartinn á
fimmtudaginn.“ -mm
Leiðrétt vegna af-
rekaskrár HSH
SNÆF: Í síðasta tölublaði var
birt afrekaskrá HSH fólks í
frjálsum íþróttum í samantekt
Ingimundar Ingimundarson-
ar. Hann vill gera nokkrar leið-
réttingar. Í fyrsta lagi féll niður
nafn Jóns Péturssonar en hann
er í 31. sæti í kringlukasti með
49,98 m og 71. sæti í langstökki
með 6,8m. Þá féll nafn Jóhanns
b. Hjörleifssonar niður í upp-
talningu á árangri í bikarkeppni
fRÍ. Jóhann varð í 4. sæti í há-
stökki. Vala var sögð vera í 41.
sæti í spjótkasti en á að vera í 81.
sæti. Loks er Hjálmar A. Sigur-
þórsson ranglega sagður vera
Sigþórsson. Þetta leiðréttist hér
með. -ii
ÞÞÞ gefur
endurskinsmerki
AKRAN/HVALFJ: bifreiða-
stöð ÞÞÞ gaf nýlega öllum leik-
skóla- og grunnskólabörnum
á Akranesi og í Hvalfjarðar-
sveit endurskinsmerki. Í sam-
tali við blaðamann Skessuhorns
sagði Anna María Þórðardótt-
ir að ÞÞÞ vildi gæta að sýni-
leika vegfarenda og að það væri
hagsmunamál fyrir fyrirtækið
að ökumenn þess og allir aðr-
ir ökumenn sjái gangandi veg-
farendur og því vill fyrirtækið
hvetja alla til þess að nota end-
urskinsmerki. endurskinsmerki
fara aldrei úr tísku. Ljósmynd
er af vef Vallarsels.
-frg
Í því skyni að mæta efnahagsleg-
um áhrifum heimsfaraldurs kór-
ónaveirunnar var gerð breyting á
lögum um staðgreiðslu opinberra
gjalda á síðasta ári. breytingin færði
launagreiðendum, sem orðið hafa
fyrir tekjufalli vegna faraldursins,
heimild til að fresta allt að þremur
gjalddögum skatta, þ.m.t. útsvari, á
tímabilinu apríl til desember 2020.
Vísbendingar eru um að þessa kerf-
isbreytingu hafi ríkisvaldið ekki náð
að halda utan um. Í lok nýliðins árs
greiddi fjársýsla ríkisins útsvar til
sveitarfélaga, sem frestað hafði ver-
ið, að upphæð 3,1 milljarður króna.
Sveitarfélögum hafði verið kynnt
að frestun þessara greiðslna myndi
ekki hafa áhrif á greiðslur útsvars
til þeirra. Ríkið sér um það fyr-
ir sveitarfélögin að innheimta út-
svar af launatekjum, samhliða inn-
heimtu tekjuskatts og tryggingar-
gjalds. Viðbótargreiðslur útsvars
komu sveitarfélögum því á óvart í
lok síðasta árs.
fiskistofa hefur birt upplýsingar
um veiðigjöld sem íslenskar útgerð-
ir greiða í ríkissjóð fyrir nýtingu
auðlindarinnar fyrir árið 2020. Alls
greiða útgerðir tæplega 4,8 millj-
arða króna í veiðigjöld fyrir árið
2020, greiddu 6,6 milljarða fyrir
2019 og 11,3 milljarða fyrir 2018.
Af 4,8 milljörðum sem ríkissjóð-
ur innheimtir koma 505 milljónir
króna frá útgerðum á Vesturlandi.
Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig
gjöldin skiptast eftir póstnúmerum
í landhlutanum. Langmest greiða
útgerðir á Hellissandi og í Rifi, en
útgerðir í Snæfellsbæ greiða sam-
anlagt 320 milljónir króna í rík-
issjóð eða 63,4% af veiðigjöldum
sem innheimt eru á Vesturlandi.
mm
Fjársýslan með misvísandi upplýsingar
til sveitarfélaga
Áætlanagerð ómarkviss þegar útsvarstekjur liggja ekki fyrir
björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri
Grundarfjarðarbæjar, hefur ítrek-
að vakið máls á því sem hún kall-
ar skort á gagnsæi í uppgjöri og
upplýsingagjöf um útsvar sveit-
arfélaganna, sem fái engar upp-
lýsingar aðrar en þær sem felast í
strípuðum tölum um regluleg inn-
legg á bankareikning. bæjarstjórn
Grundarfjarðarbæjar hefur allt frá
árinu 2018-19 rýnt í þessi mál og
kallað eftir haldbetri upplýsingum
um megintekjustofn sinn, m.a. um
fjölda launagreiðenda og launþega,
um uppruna og skiptingu útsvars
eftir atvinnugreinum. Meðal annars
flutti hún ítarlegt erindi um málið á
fjármálaráðstefnu sveitarfélaga síð-
astliðið haust. Segir hún að skort-
ur á upplýsingum bæði um uppgjör
og væntanlegar útsvarstekjur geri
sveitarfélögum erfitt um vik með
að stýra rekstri. Við erfið rekstrar-
skilyrði og óvissu, eins og á síðast-
liðnu ári, sé þessi skortur á upplýs-
ingum og þekkingu á eðli og upp-
runa útsvarsins ekki hvað síst baga-
legur. björg hefur ásamt fulltrúum
Sambands íslenskra sveitarfélaga
og Samtaka sveitarfélaga á Vestur-
landi kallað eftir haldbetri upplýs-
ingum um útsvarstekjur; um álagn-
ingu útsvars, innheimtu og almennt
um upplýsingagjöf af hendi ríkisins
og stofnana þess.
Kostnaðarsamt fyrir
sveitarfélögin
Grundarfjarðarbæ bárust útsvars-
greiðslur í lok desember sem ekki
voru fyrirséðar þegar endurskoð-
un fjárhagsáætlunar fór fram síð-
asta haust og endurspeglaðist ekki í
spám um útsvarsgreiðslur á síðasta
ári sem unnið hafði verið eftir. Af
þeim sökum hafði bæjarfélagið ver-
ið búið að taka lán sem var hærra en
ástæða var til að taka, þegar skekkja í
upplýsingum fjársýslu ríkisins kom
í ljós. bæjarfélaginu hafi ekki ver-
ið kunnugt um það á síðasta ári að
innborgaðar útsvarsgreiðslur ársins
væru ekki að skila sér að fullu þeg-
ar þær voru greiddar inná reikning
sveitarfélagsins. björg segir að út-
svarið sé langveigamesti tekjustofn
sveitarfélaganna og því afar brýnt
að bæta upplýsingaflæði milli rík-
is og sveitarfélaganna. Á fundi bæj-
arráðs í lok janúar og bæjarstjórn-
ar Grundarfjarðarbæjar í síðustu
viku var samþykkt að lýsa furðu yfir
þessu verklagi af hálfu ríkisins, að
útsvar hafi ekki verið greitt sveit-
arfélögunum í samræmi við skila-
greinar og fyrri upplýsingar af
hálfu ríkisins um að heimiluð frest-
un á staðgreiðslu opinberra gjalda
hefði ekki áhrif á greiðslur útsvars
til sveitarfélaganna.
Fá ekki upplýsingar um
uppruna tekna
bæjarráð og bæjarstjórn Grund-
arfjarðarbæjar hafa nú sett fram
formlega gagnrýni á slaka upplýs-
ingagjöf af hálfu ríkisins til sveit-
arfélaga um útsvarið og kalla eft-
ir haldbetri upplýsingum, m.a. um
uppruna útsvars og skiptingu eft-
ir atvinnugreinum. „Þegar mikl-
ar sviptingar eru í efnahagsmálum
þjóðarinnar og óvissa mikil, eins
og allt síðasta ár vegna áhrifa Co-
vid, þá er það sérlega bagalegt hve
litla innsýn sveitarfélögin hafa í eðli
og uppruna útsvarstekna sinna. Það
er að auki allsendis óviðunandi að
sveitarfélög þurfi að byggja fjár-
hagsstjórn sína á misvísandi upplýs-
ingum um megintekjustofn sinn,“
segir í bókun bæjarráðs Grundar-
fjarðar sem jafnframt kallar eftir
skoðun og nánari reikningsskilum
frá fjársýslunni á útvarstekjum til
Grundarfjarðarbæjar. mm
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði berst fyrir því að upplýsingaflæði frá
Fjársýslu ríkisins batni, þannig að sveitarfélög eigi auðveldara með áætlanagerð
sína. Ljósm. úr safni/ tfk.
Tafla sem sýnir greidd veiðigjöld á Vesturlandi.
Útgerðir á Vesturlandi greiða
hálfan milljarð í veiðigjöld
Útgerðir í Snæ-
fellsbæ greiða
63,4% af þeim
veiðigjöldum sem
innheimt eru á
Vesturlandi.