Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2021, Side 6

Skessuhorn - 17.02.2021, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 20216 Komin af neyð- arstigi niður á hættustig LANDIÐ: Ríkislögreglu- stjóri hefur ákveðið í sam- ráði við sóttvarnalækni að færa almannavarnastig úr neyðarstigi í hættustig vegna Covid-19. Þetta kom fram í tilkynningu frá Almanna- vörnum síðastliðinn föstu- dag. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október síðastliðinn, í upphafi þriðju bylgju far- aldursins og smitum tók að fjölga verulega. breytingin hefur engin áhrif á sóttvarn- arráðstafanir sem eru í gildi nú samkvæmt reglugerð- um heilbrigðisráðherra. Af- létting neyðarstigs mun því ekki hafa í för með sér breyt- ingar gagnvart almenningi. „ferli sem fer í gang vegna neyðarstigs er lokið, en sótt- varnarlæknir og stýrihóp- ur um verkefni sem snýr að Covid-19, fylgjast eftir sem áður með þróun faraldurs- ins og taka ákvarðanir mið- að við framvindu hans,“ seg- ir í tilkynningunni. frá því að neyðarstigi var fyrst lýst yfir þann 6. mars á síðasta ári hafa verið staðfest 6.033 smit, yfir 46.005 hafa farið í sóttkví og 488.851 sýni verið tekin innanlands og á landa- mærum. Það hafa 29 einstak- lingar látist hér á landi vegna kórónuveirunnar. -arg Gaf upp kenni- tölu annars VESTURLAND: Lög- regla stöðvaði för ökumanns á Vesturlandsvegi á móts við Grundartanga á mánudag. Við athugun reyndist öku- maður undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður gat ekki framvísað ökuskírteini en gaf upp kennitölu. Kenni- talan reyndist tilheyra öðrum aðila. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum. -frg Ekið undir áhrifum am- fetamíns VESTURLAND: Á þriðju- dag í síðustu viku stöðvaði lögregla ökumann á Vest- urlandsvegi. Við athugun reyndist ökumaður undir áhrifum amfetamíns. Öku- maður var handtekinn og fluttur á lögreglustöðina í borgarnes þar sem mál hans fór í hefðbundið ferli. -frg Námsefni fyrir vinnuskólafólk GRUNDARFJ: Vinnuvernd- arskóli Íslands, VÍS og Grund- arfjarðabær hafa gert með sér samkomulag um framleiðslu á námsefni fyrir ungmenni í vinnuskólum sveitarfélagsins. efnið er miðað að þeim ald- urshópi sem að jafnaði starf- ar í vinnuskólunum en því til viðbótar verður sér efni fyr- ir flokkstjóra. Vinna er þeg- ar hafin við gerð efnisins en stefnt er að því að það verði tilbúið fyrir vorið 2021 svo nemendur vinnuskólanna sem hefja störf næsta sumar muni eiga kost á að hafa glöggv- að sig á námsefninu. Kennsla mun fara fram í vendinámi líkt og í öðrum námskeiðum Vinnuverndarskóla Íslands, námsefnið rafrænt og verk- efnavinna gagnvirk. -mm Guðmundur Franklín stofnar flokk LANDIÐ: „frjálslyndi lýð- ræðisflokkurinn hefur feng- ið úthlutað listabókstafnum O. flokkurinn hyggst bjóða fram lista í öllum kjördæm- um í komandi alþingiskosn- ingum,“ segir í tilkynningu frá Guðmundi franklín Jónssyni. „frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn berst fyrir fullveldi lands- ins, beinu lýðræði, auðlindum í eigu þjóðar og gegn spill- ingu. flokkurinn verður með opinn stofnfund sem verður auglýstur síðar. Áhugasam- ir geta fylgst með umræðunni og málefnastarfinu á facebo- ok síðu flokksins „betra Ísland – beint lýðræði“ Áhugasam- ir geta einnig haft samband í gegnum netfangið: frjáls- lyndi@gmail.com.“ -mm félagið Hinsegin Vesturland var formlega stofnað síðastlið- inn fimmtudag, 11. febrúar, og fór stofnfundur fram í gegnum fjar- fundabúnað. Á fundinum var fyrsta stjórn Hinsegin Vesturlands kjör- in. félagið er opið öllu hinsegin fólki, aðstandendum og öðrum vel- unnurum og hefur það markmið að standa fyrir viðburðum, fræðslu og ráðgjöf um málefni hinsegin fólks um allt Vesturland. Stjórnina skipa: Guðrún St. Guðbrandsdóttir forseti, en meðstjórnendur eru Ingvar breiðfjörð Skúlason og Alexan- der Aron Guðjónsson. Varamenn í stjórn eru Arnaldur Máni finns- son, bragi Þór Gíslason og Kristín Halldóra Kristjánsdóttir. Þeir sem vilja skrá sig í félagið geta fundið Hinsegin Vesturland á facebook þar sem hægt er að finna hlekk á skráningarform. arg Innlend matvælaframleiðsla stend- ur fyrir stórum hluta fæðufram- boðs á Íslandi og þá sérstaklega próteini. Garðyrkjan sér fyrir um 43% af framboði grænmetis, bú- fjárrækt um 90% af kjöti, 96% af eggjum og 99% af mjólkurvör- um. Þetta er meðal þess sem kem- ur fram í nýrri skýrslu um fæðuör- yggi, en hún var unnin af Land- búnaðarháskóla Íslands að beiðni landbúnaðarráðherra. „Niðurstöður þessarar skýrslu sýna vel hvað innlend matvæla- framleiðsla stendur sterkt og hvað hún er mikilvæg stoð enda stend- ur hún undir stórum hluta fæðu- framboðs á Íslandi. Um leið sýnir skýrslan fram á þau tækifæri sem blasa við að gera enn betur, m.a. í því að efla framleiðslu á korni og innlenda áburðarframleiðslu. Um leið sýnir skýrslan fram á mikilvægi þess að móta stefnu um hvern- ig tryggja megi fæðuöryggi þjóð- arinnar. Með slíkri stefnu þarf að setja markmið um getu innlendr- ar matvælaframleiðslu til að takast á við skyndilegar breytingar á að- gengi að innfluttri matvöru og að- föngum til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Í skýrslunni kemur m.a. fram að innlend matvælaframleiðsla er mjög háð innflutningi á aðföng- um og þá sérstaklega eldsneyti og áburði en einnig fóðri, sáðvöru, tækjum og rekstrarvörum til fram- leiðslunnar. eðli og umfang inn- flutnings aðfanga er misjafnt eft- ir greinum og því myndi skortur á aðföngum hafa mismikil áhrif á framleiðsluna. Staða einstakra greina er metin í skýrslunni. Með viðeigandi ráðstöfunum varðandi birgðahald á aðföngum væri hægt að tryggja meirihluta innlendrar framleiðslu í einhvern tíma, háð framleiðslugreinum. Þá eru tæki- færi talin liggja í því að efla fram- leiðslu á korni, bæði sem fóður fyr- ir búfé og til manneldis, efla úti- ræktun grænmetis og efla innlenda áburðarframleiðslu með bættri nýt- ingu hráefna. Til að tryggja að það land sem hentugast er undir rækt- un tapist ekki undir aðra starfsemi þarf að liggja fyrir skýr stefna um landnotkun og flokkun landbúnað- arlands. Skýrsluna í heild má lesa á vef landbúnaðarráðuneytisins. mm Skjáskot frá stofnfundi Hinsegin Vesturlands. Hinsegin Vesturland stofnað Íslendingar geta enn aukið fæðuöryggi sitt

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.