Skessuhorn - 17.02.2021, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 2021 7
Ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra
auglýsir Lóu –
nýsköpunarstyrki fyrir
landsbyggðina.
Tilgangur styrkjanna er
að styðja við nýsköpun,
eflingu atvinnulífs og
verðmætasköpun sem
byggir á hugviti, þekk-
ingu og nýrri færni, á
forsendum svæðanna
sjálfra.
Heildarfjárhæð styrkja
er 100 milljónir króna, en
hámarksstyrkur til hvers
verkefnis er 20 milljónir
króna. Úthlutað er til árs
í senn.
Umsóknarfrestur er
til 9. mars nk.
Allar nánari upplýsingar
á www.anr.is
Lóa -
nýsköpunarstyrkir
Leggjum línurnar fyrir
framtíð Þjóðgarðsins
Snæfellsjökuls
Opinn rafrænn íbúafundur um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir
Þjóðgarðinn verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17:30 – 19:30
FUNDAREFNI
» Hvaða gildi hefur Þjóðgarðurinn fyrir þig?
» Hvað finnst þér merkilegast?
» Hvernig vilt þú sjá Þjóðgarðinn í framtíðinni?
» Hvað þarf að gera til þess?
Fólk er beðið um að skrá sig á ust.is/svsnae fyrir 23. febrúar. Fundurinn er
haldinn á Microsoft Teams, og þátttakendur fá sendan hlekk á fundinn í tölvupósti
eftir að þeir skrá sig.
Við hvetjum áhugasama til að mæta og taka þátt í umræðunni.
Hlökkum til að „skjá“ ykkur!
biskup Íslands hefur auglýst til um-
sóknar starf sóknarprests í Reyk-
holtsprestakalli en undir það heyra
sex sóknir; bæjarsókn, fitjasókn,
Hvanneyrarsókn, Lundarsókn,
Síðumúlasókn auk Reykholtssókn-
ar. Á svæðinu búa nú tæplega eitt
þúsund manns. frestur til að sækja
um brauðið rennur út 25. febrú-
ar nk. Skal væntanlegur prest-
ur búa í Reykholti og sitja prests-
setrið. Miðað er við að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst, eða í síð-
asta lagi þremur mánuðum eftir að
niðurstaða um ráðningu liggur fyr-
ir. Séra Jón Ragnarsson var nýverið
settur til bráðabirgða í starfið.
mm
Gera má ráð fyrir að hægt verði
að bólusetja tæplega 190.000 ein-
staklinga hér á landi fyrir lok júní
næstkomandi með bóluefnum Pfi-
zer, AstraZeneca og Moderna sem
öll eru með markaðsleyfi og kom-
in í notkun hér á landi. Þetta er
mun meira en áður var vænst. Í til-
kynningu frá heilbrigðisráðuneyt-
inu kemur fram að mestu mun-
ar annars vegar um nýjan samn-
ing evrópusambandsins við Pfizer
sem tryggir Íslandi bóluefni fyr-
ir 25.000 til 30.000 manns strax
á öðrum ársfjórðungi, til viðbót-
ar fyrri samningum. Gert er ráð
fyrir að Ísland undirriti samning
um aukið magn bóluefna frá Pfi-
zer á grundvelli nýs samnings evr-
ópusambandsins fyrir lok þessar-
ar viku. einnig mun aukin fram-
leiðslugeta AstraZeneca hafa áhrif.
Alls verður rúmlega 280.000 ein-
staklingum boðin bólusetning hér
á landi, þ.e. öllum sem eru 16 ára
og eldri. Vænta má bóluefna frá
fleiri lyfjaframleiðendum á öðrum
ársfjórðungi að því gefnu að þeim
verði veitt markaðsleyfi á næstunni
eins og að er stefnt.
Fleiri bóluefni
í vændum
Gert er ráð fyrir að evrópska lyfja-
stofnunin leggi mat á bóluefni
Janssen og Curevac innan skamms
en mat hennar er forsenda mark-
aðsleyfis. Áætlað er að afhending
þessara bóluefna geti hafist á öðr-
um fjórðungi ársins en ekki liggja
fyrir staðfestar upplýsingar frá
framleiðendunum um magn. Að
auki er framkvæmdastjórn evr-
ópusambandsins að leggja loka-
hönd á samning um kaup á bólu-
efni frá Novavax sem Ísland getur
fengið hlutdeild í á sömu forsend-
um og gilt hafa um aðra samninga
evrópusamstarfsins.
Bólusetningardagatal
í smíðum
Sóttvarnalæknir vinnur að gerð
bólusetningardagatals á grundvelli
fyrirliggjandi upplýsinga um af-
hendingu bóluefna á næstu mán-
uðum. Þar verða birtar upplýs-
ingar um forgangshópa og hvenær
einstaklingar í hverjum hópi geta
vænst þess að fá boð um bólusetn-
ingu. Þessum upplýsingum er fyrst
og fremst ætlað að veita fólki gróf-
ar upplýsingar um framvindu bólu-
setninga gegn COVID-19 hér á
landi. Upplýsingarnar verða birt-
ar með fyrirvara um mögulegar
breytingar á áætlunum um afhend-
ingu bóluefna. benda má á bólu-
setningardagatal líkt og hér um
ræðir sem birt hefur verið á vef
Sundhedsstyrelsen, sem er dönsk
systurstofnun embættis landlæknis
og einnig sambærilegt dagatal á vef
systurstofnun embættis landlæknis
í Noregi.
mm
Öllum sem koma til landsins frá
og með föstudeginum 19. febrú-
ar verður skylt að framvísa ný-
legu vottorði um neikvæða niður-
stöðu úr PCR-prófi fyrir brottför
á leið til Íslands og á landamær-
um við komuna. Kemur sú ráð-
stöfun til viðbótar kröfu um tvö-
falda skimun. frá sama tíma verð-
ur þeim sem greinast með CO-
VID-19 við skimun á landamær-
um skylt að dvelja í sóttvarnahúsi
ef önnur viðunandi aðstaða til ein-
angrunar er ekki fyrir hendi eða ef
einstaklingur er með afbrigði veir-
unnar sem eru þekkt fyrir að vera
meira smitandi en önnur eða valda
alvarlegri veikindum. Heilbrigð-
isráðherra kynnti ákvörðun þessa
efnis á fundi ríkisstjórnar í gær og
er hún í samræmi við tillögur sótt-
varnalæknis um hertar aðgerðir á
landamærum.
mm
Bólusetning verður langt
komin í lok júní
Jóhannes Bergsveinsson sá um að bólusetja Huldu Gestsdóttur hjúkrunarfræðing
á HVE og Ragnheiður Björnsdóttir bólusetti Sigurð Má Sigmarsson sjúkraflutn-
ingamann, en þau voru fyrstu Vestlendingarnir sem voru bólusettir 29. desember
sl. Síðan er búið að bólusetja 4,3% íbúa á Vesturlandi.
Spornað gegn útbreiðslu smita með
hertum aðgerðum á landamærum
Biskup auglýsir
Reykholtsprestakall laust