Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2021, Síða 9

Skessuhorn - 17.02.2021, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 2021 9 SK ES SU H O R N 2 02 1 KONUDAGURINN 2021 15% afsláttur af öllum vörum fyrir konur. Auk sértilboða. Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hafa tekið tilboði Sec- uritas í uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum hjá viðskiptavinum fyrirtækisins. Um er að ræða mæla- skipti á um 102 þúsund rafmagns- mælum, 55 þúsund varmamælum og þrjú þúsund vatnsmælum á þjón- ustusvæði Veitna. Samningurinn er um 1.800 milljóna króna virði. Snjallmælar eru jákvætt skref í þróun veitukerfa og hafa stjórn- völd víða um heim gert kröfu um snjallvæðingu mæla. Ávinningur fyrir viðskiptavini og samfélagið í heild er mikill. Áætlunarreikn- ingar munu heyra sögunni til og mánaðarlegir reikningar framvegis byggðir á raunnotkun. Því fylgir að viðskiptavinir geta átt von á árstíð- arbundnum sveiflum í orkuútgjöld- um. Með nýju mælunum hafa not- endur einnig möguleika á að fylgj- ast með orkunotkuninni á „mínum síðum“ á vef Veitna og gera ráðstaf- anir til sparnaðar ef þurfa þykir. Samkvæmt tilkynningu frá Veit- um verður á næstu mánuðum hafist handa við undirbúning verkefnisins og þjálfun starfsfólks. Lítið svæði verður tekið fyrir og það snjallvætt á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Þar verður um eins konar sannpróf- unarverkefni að ræða áður en haf- ist verður handa af fullum krafti við mælaskiptin um mitt næsta ár. Áætlanir gera ráð fyrir að snjall- mælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024. mm Veitur semja um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum RAFRÆNN ÍBÚAFUNDUR 18. FEBRÚAR Útsendingin verður aðgengileg inn á heimasíðu Borgarbyggðar. www.borgarbyggd.is Fundurinn hefst kl. 20:00.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.