Skessuhorn - 17.02.2021, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 202114
„Það er nú gaman að hafa eitt-
hvað svona skemmtilegt að brasa
við,“ segir Ingi Hans Jónsson kát-
ur þegar blaðamaður Skessuhorns
heyrði í honum. Í árslok 2020
samdi Grundarfjarðarbær við fyr-
irtækið ILDI ehf., sem er í eigu
Inga Hans, um umsjón með hönn-
un á uppbyggingu í Sögumiðstöð-
inni í Grundarfirði. Þar á að breyta
húsnæði Sögumiðstöðvarinnar í
líflegt menningar- og samfélags-
setur þar sem mikilvægar stofnan-
ir samfélagsins koma saman undir
einu þaki auk aðstöðu fyrir íbúa að
hittast. „Þarna verða þessar nauð-
synlegu stofnanir samfélagsins sem
þurfa húsnæði með góðu aðgengi,
eins og bókasafn, sögusafn og fleira.
Að auki verður fundaaðstaða fyr-
ir íbúa Grundarfjarðar,“ segir Ingi
Hans. „Þetta á að vera miðpunkt-
urinn í bænum okkar og þangað
sem fólk með fjölbreytt erindi get-
ur komið saman, farið á bókasafnið,
sögusafnið, í bíó eða haldið fundi
og hitt annað fólk. Þetta er svona
ný gerð af samkomuhúsi,“ bætir
hann við.
Hægt að tryggja
sér tíma
Þegar framkvæmdum verður lokið
geta félagasamtök, klúbbar og aðrir
hópar tryggt sér tíma í húsinu fyr-
ir sína starfsemi. „Rekstrarmódel-
ið er ekki ósvipað og í íþróttahús-
um, þar sem íþróttahópar tryggja
sér æfingatíma. Hugmyndin er að
yfirfæra slíkt rekstrarmódel yfir
á menningu. Mitt verkefni er að
skapa heillandi umhverfi sem get-
ur laðað slíka starfsemi að sér,“ seg-
ir Ingi Hans. „Það eru í öllum sam-
félögum ýmsir klúbbar og félög,
saumaklúbbar, golfklúbbar, Lions-
klúbbar og fleira. Svona klúbbar í
Grundarfirði gætu þá eignast sinn
tíma í húsinu til að hittast,“ útskýr-
ir hann.
Tilbúið í vor
Sjálfur tók Ingi Hans þátt í upp-
byggingu Sögumiðstöðvarinnar
upp úr aldamótum. „Á þeim tíma
voru áherslurnar aðrar. Þá var
verið að horfa til ferðaþjónust-
unnar. Síðan þá hefur verið byggð
upp metnaðarfull ferðaþjónusta í
bænum og því réttur tími til að
horfa aðeins nær, og byggja upp
starfsemi fyrir samfélagið okk-
ar. Það er nákvæmlega það sem
við erum að gera núna með þess-
um framkvæmdum. Þetta er stórt
verkefni og ég er stoltur af sveit-
arfélaginu okkar að taka þessum
hugmyndum svona vel og vera
tilbúið að leggja af stað í þetta,“
segir hann. Aðspurður segist Ingi
Hans stefna á að Sögumiðstöð-
in verði tilbúin í vor. „Þá verð-
ur vonandi hægt að fara að hitt-
ast meira. Þegar Covid er búið
verður þetta svo tilbúið til að taka
við fólki sem ég er sannfærður að
verði með mikla félagsþörf á þeim
tímapunkti og næstu árin á eftir,“
segir hann og hlær.
arg
Sögumiðstöðin verður ný gerð af samkomuhúsi
Ingi Hans Jónsson og Ágúst Jónsson rafvirki í Sögumiðstöðinni. Ljósm. tfk.
Viðbragðsaðilar í Snæfellsbæ lögðu sitt af mörkum í tilefni dagsins. Þeir söfnuðust saman við Björgunarstöðina Von í Rifi
þaðan sem ekið var með ljósum og sírenum sem leið lá um Rif, út á Hellissand og loks til Ólafsvíkur þar sem ekinn var hringur.
Endaði aksturinn við Slökkvistöðina í Ólafsvík. Ekki var boðið upp á að fara inn í tækin og skoða eins og venjulega heldur
héldu allir til síns heima að akstri loknum. Ljósm. þa.
112 dagurinn á Vesturlandi
Viðbragðsaðilar í Borgarnesi fóru í hópakstur um bæinn á fimmtudaginn. Hér er mynd sem Rolando Díaz tók af hópnum í
lokin.
Lest viðbragðsaðila leggur af stað úr Brákarey með lögreglu í broddi fylkingar.
Ljósm. Rolando Diaz.
Viðbragðsaðilar í Grundarfirði létu ekki sitt eftir liggja á einn einn tveir deginum
þann 11. febrúar síðastliðinn. Sjónum var beint sérstaklega að barnavernd og
öryggi og velferð barna og ungmenna. Ljósm. tfk.
Slökkvilið Grundarfjarðar, sjúkrabíll og björgunarsveitin Klakkur óku með
blikkandi ljós og vælandi sírenur fram hjá grunnskólanum og leikskólanum í
Grundarfirði og vakti það mikla hrifningu nemenda skólanna. Hér er bílunum
stillt upp í lokin. Ljósm. tfk.
Í Búðardal var ákveðið
að neyðarteymið tæki
sinn árlega rúnt með
sírenum og ljósasýningu
þrátt fyrir að aðrir við-
burðir væru ekki í boði
þetta árið. Ljósm. sm.