Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2021, Side 17

Skessuhorn - 17.02.2021, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 2021 17 Í Velferðarstefnu Vesturlands sem kom út fyrir ári síðan voru málefni eldri borgara í brennidepli. Þar voru sett fram ýmis markmið sem eiga að stuðla að aukinni vellíðan eldri borgara og bæta þjónustu við þennan ört vaxandi hóp, m.a. með því að styrkja samstarf og samvinnu þeirra aðila sem koma að öldrun- arþjónustu. Ljóst er að aldursam- setning þjóðarinnar er að breytast og að öldruðum mun fjölga hlut- fallslega á næstu árum og áratug- um. Því er það áskorun hvernig tekist er á við þessa þróun í sam- félaginu. ein af forgangsaðgerðum vel- ferðarstefnunnar var að stofnaður yrði samráðshópur um öldrunar- þjónustu, skipaður fulltrúum frá sveitarfélögum, Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVe) og hjúkrunar- heimilunum á Vesturlandi. Hóp- urinn tók til starfa síðasta haust. Hópurinn telur að á tímum sem nú eru, sé mikilvægt í upphafi að ráðast í verkefni til þess að styðja við og styrkja starfsfólk í öldrun- argeiranum í landshlutanum. Því hefur verið gerður samningur við Símenntunarmiðstöð Vesturlands um að skipuleggja og standa fyrir fyrirlestrum og stuttum námskeið fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu. Gengið er út frá því að námskeiðin verði hnitmiðuð og aðgengileg, en með því að nýta tæknina geta þátt- takendur setið námskeiðin í gegn- um netið þegar þeim hentar. Nám- skeiðin munu hefjast nú í febrúar og verða kynnt frekar þegar nær dregur. framundan eru fleiri verk- efni og áherslur sem samráðshóp- urinn mun taka til umfjöllunar, seg- ir í tilkynningu frá samráðshópi um öldrunarþjónustu á Vesturlandi. mm/ Ljósm. Golden age product company. biobú ehf. hefur gert samning við handverkssláturhúsið í borg- arnesi um slátrun og fullvinnslu á kjöti sem kemur frá bæjun- um sem framleiða lífræna mjólk; Neðri Hálsi, búlandi og Skaft- holti. Sláturhús Vesturlands fékk lífræna vottun á gamlársdag síð- asta og við það tilefni var mynd- in tekin. Á myndinni er Guðjón Krist- jánsson sláturhússtjóri, Helgi Hrafn Gunnarsson frá bíóbú og Anna Dröfn Sigurjónsdótt- ir gæðastjóri Sláturhúss Vestur- lands. mm/ Ljósm. Bíóbú Lífrænt ræktuðum naut- gripum slátrað í Borgarnesi Auka samvinna í öldrunarstarfsemi á Vesturlandi Útilokar ekkert Talið berst nú að ráðherrastólum en Haraldur hefur eins og kunn- ugt er ekki sótt það stíft að sækj- ast eftir slíkum vegtyllum. „Þeg- ar verið var að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, bjartrar fram- tíðar og Viðreisnar árið 2016 kom að hinu hefðbundan ráðherravali. Ég hins vegar hafði ekki trú á sam- starfi við þessa flokka og því mið- ur reyndist það ekki vera út í loft- ið. bjarni benediktsson formaður stóð auk þess frammi fyrir þeirri áskorun að hafa sem jafnasta kynja- skiptinu í ráðuneytunum sem féllu í hlut flokksins. Ég stakk því upp á að hann biði Þórdísi ráðherrastól. Við síðustu stjórnarmyndun hafði Sjálf- stæðisflokkurinn færri ráðherra- stóla úr að spila og studdi ég áfram að Þórdís fengi einn þeirra. fannst það skipta kjördæmið miklu máli að við ættum þar sæti. Áfram hafði ég og hef mikinn metnað fyrir þeim verkefnum sem mér er trúað fyrir en ákvað að metnaði mínum yrði best fundinn farvegur með að sinna þingmennskunni og tel mig hafa orðið þar að liði. Alþingismaður sem er vinnusamur og virkjar þær leiðir sem eru í boði getur áorkað miklu. Hins vegar útiloka ég ekk- ert, komi síðar meir sú staða upp að ráðherrastóll verði í boði. Loka mig alls ekki af í þeirri hugsun. Ég lít hins vegar á það sem styrk að gefa horft framhjá eigin hagsmunum og metnaði ef mér finnst heildarhags- munum betur borgið með öðrum hætti.“ Fléttar saman tveimur störfum Samhliða störfum sínum á Alþingi Íslendinga hefur Haraldur rek- ið kúabú á jörð sinni Vestri-Reyni. Lilja Guðrún eyþórsdóttir eigin- kona hans hefur sinnt búinu all- an þann tíma, en Haraldur eftir því sem aðstæður hafa leyft. „Oft- ar en ekki höfum við haft starfsfólk, lengst Ingiberg mág minn sem er nýlega hættur og var mjaltamaður hjá okkur.“ blaðamaður spyr Har- ald hvort hann þekki ennþá allar kýrnar með nafni? „Já, ég geri það. eyþór sonur okkar ræður nafngift- inni og ég næ að læra nöfnin! en án alls gríns þá hef ég aldrei hætt að sinna búinu. Mitt hlutverk þar snýr að fjósaverkum um helgar og á helgidögum og síðan ákveðnum verkefnum eins og að koma áburð- inum og skítnum á túnin, ég sé um gjöfina, jarðræktina og heyskapinn. en eðli málsins samkvæmt mæti ég ekki alltaf í mjaltir. Undanfar- ið í þessu kóvidástandi hef ég getað mætt í morgunmjaltir því nefndar- fundir hefjast ekki fyrr en klukkan níu á morgnana. en vissulega koma strembin tímabil þar sem hagsmun- ir beggja vinnuveitenda stangast á. Til dæmis hefur heyskapur stund- um byrjað áður en þingstörfum lýk- ur á sumrin og það getur verið ves- en. Af þessum sökum get ég viður- kennt að það hefur verið galli að ég hafi ekki verið eins sýnilegur í kjör- dæminu og æskilegt væri, því bú- störfin taka sinn tíma. en ég er og verð áfram starfandi bóndi meðan ég sit á þingi. Mér finnst það styrk- ur að geta með þessu fyrirkomu- lagi verið nær atvinnulífinu. fund- ið á eigin skinni hvar skóinn krepp- ir. Vissulega er maður stundum eft- ir annasamt sumar á öðrum stað en hinir þingmennirnir sem koma ferskir og sællegir af sólarströnd til starfa að hausti en ég kannski beint úr síðustu törninni í heyskap. Ég er trúlega, í orðsins fyllstu merkingu, jarðbundnari að áliðnu sumri.“ Lít á mig sem liðsmann Haraldur segist líta á það sem for- réttindi að starfa í félags- og stjórn- málum eins og hann hefur sinnt undanfarna tvo áratugi. „Það eru ekkert annað en forréttindi að fá tækifæri til að kynnast fólki, hvað það er að starfa og hugsa. Þing- maðurinn er alltaf í nánu sambandi við umbjóðendur sína. Því kynnist maður mörgu fólki sem er að fást við ólíkustu verkefni til sjávar og sveita. Ég get hins vegar alveg við- urkennt að það er stöðug áskorun fyrir mig að vera feiminn að eðlis- fari og vera starfandi í stjórnmál- um. Vonandi er það ekki augljóst en við feimni hef ég alltaf glímt. Kannski af þeim sökum er ég ekki mikið fyrir að hossa mér og mínum verðleikum, hverjir sem þeir annars eru. Vegna persónueinkenna minna lít ég á mig sem liðsmann sem hef- ur það hlutverk að leiða fólk saman, jafnvel úr ólíkum flokkum, þannig að farsælla lausna sé leitað. er lítið fyrir að kaupa mér vinsældir öðru- vísi en að láta verkin sjálf tala.“ Næg verkefni framundan Aðspurður um verkefni ársins og næsta kjörtímabils vísar Haraldur meðal annars til ummæla Þórdísar Kolbrúnar á netfundum sem féllu á nýliðnum kjördæmadögum. „Hún sagði það verkefni stjórnmálamanna að virkja fólkið í Norðvesturkjör- dæmi í kröftuga viðspyrnu eftir kóvid. Mín skoðun er sú að hvort sem það er á sviði stóriðju, iðnaðar, landbúnaðar, sjávarútvegs, fiskeld- is eða ferðaþjónustu, þá eru verk- efnin mörg og tækifærin sömuleið- is. Við eigum t.d. ekki að vera með neinn heimóttarskap heldur leggja áherslu á að við séum að framleiða heilnæman og góðan mat úr úrvals hráefni. fátt mun hafa meira að segja um lýðheilsu í framtíðinni en fæðan sem við setjum ofan í okkur. Menn sáu það eftir síðasta hrun og það næstsíðasta hversu mikilvægt það er að búa við þokkalega gott fæðuöryggi. Auk fæðuöryggis, höf- um við góð fjarskipti, sterka aðra innviði eins og heilbrigðisþjónustu og góða skóla og marga þá kosti sem þjóðir í hinum vestræna heimi eru að sækjast eftir. Samgöngumál eru reyndar pólitískt landsbyggðar- kjördæmis númer eitt.“ Dugnaður skilar okkur lengst Haraldur segir því ljóst að stjórn- málamenn þurfa að halda bet- ur vöku sinni og hlúa að innlendri framleiðslu, þótt sumir kjósi að nota orðið þjóðremba til að tala slíkt niður. „Segja má að á sama tíma og áhrifa gallaðs tollasamn- ings um aðgang landbúnaðarvara á okkar markað komu fram, þá hrundi ferðaþjónustan. Það hitti því illa á að of mikið var flutt inn af matvælum og hér innanlands var færri munna að metta. Vörubirgð- ir safnast því upp innanlands. Við misstum sjónar á að gæta að grunn- stoð landbúnaðar og hollrar mat- vælaframleiðslu og sjónarmið inn- flutningsaðila urðu fyrirferðarmik- il í umræðunni. en það er unnið markvisst núna að framtíðarstefnu fyrir íslenskan landbúnað. Við eig- um sem þjóð að hlúa að því sem við gerum vel og þannig verðum við áfram sterk á heimsvísu með okk- ar fisk, kjöt og aðrar úrvalsvörur. fjárfesting í nýsköpunarumhverf- inu, en fyrst og fremst dugnaður fólks, mun verða til að bæta hér aft- ur þjóðarhag,“ segir Haraldur að endingu. mm „Vegna persónueinkenna minna lít ég á mig sem liðsmann sem hefur það hlutverk að leiða fólk saman, jafnvel úr ólíkum flokkum, þannig að farsælla lausna sé leitað. Er lítið fyrir að kaupa mér vinsældir öðruvísi en að láta verkin sjálf tala.“

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.