Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2021, Page 22

Skessuhorn - 17.02.2021, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 202122 Harpa Dögg bergmann Heiðars- dóttir og Þytur frá Stykkishólmi sigruðu á dögunum í Hrímnisfjór- gangi í fyrstu keppni vetrarins í Meistaradeild Líflands og æskunn- ar. Harpa Dögg er 14 ára gömul, nemandi í 10. bekk, og efnilegur knapi. Hún kemur af miklu hesta- fólki og hefur verið á kafi í hesta- mennsku allt sitt líf. „Ég var bara mjög lítil þegar ég byrjaði að ríða út. Svo þegar ég var orðin aðeins eldri fór ég að keppa og hef mikið verið að keppa síð- ustu ár,“ segir Harpa í samtali við Skessuhorn. Hún mætir á hverjum degi í hesthúsið strax eftir skóla og sinnir þjálfun á átta hrossum. „Ég fer bara í allt það sem þarf að gera í hesthúsinu; moka, gef þeim og þjálfa en við fjölskyldan erum öll í þessu saman. Svo er ég líka að vinna hjá honum Lárusi Ástmari Hannessyni og er þar eiginlega all- an daginn,“ segir Harpa. „Þar er ég að vinna við að þjálfa hesta, bæði fara á bak á þeim og vinna með þá í hendi,“ bætir hún við. Síðustu þrjú sumur hefur hún að auki verið að vinna á Skáney í borgarfirði. Á Meistaramóti Líflands og æsk- unnar er Harpa bæði að keppa í einstaklingskeppni og í liðakeppni en hún er í Icewear liðinu ásamt þeim Kolbrúnu Kötlu Halldórs- dóttur, Kolbrúnu Sif Sindradóttur og Kristínu Karlsdóttir, en þeirra lið var í öðru sæti í liðakeppninni á síðasta móti. Aðspurð segir hún næsta mót verða um næstu helgi þar sem keppt verður í fimmgangi. „Þar verð ég með annan hest,“ seg- ir Harpa. Aðspurð segir hún nóg að gera í hestamennskunni en vetur- inn er þétt skipaður af mótum og í sumar taka við útimót. „Það er nóg að gera,“ segir hún og hlær. arg breytingar á bakvaktarsvæðum sjálf- stætt starfandi dýralækna á landinu tóku gildi um áramótin. Símanúm- er sjálfstætt starfandi dýralækna á bakvakt fyrir neyðartilfelli eru að finna á vef Matvælastofnunar undir Dýr í neyð eða hér: Dýralæknar á vakt Vaktsvæði dýralækna eru nú skil- greind í reglugerð sem hér greinir: Vaktsvæði 1: Garðabær, Hafn-• arfjarðarkaupstaður, Kjósar- hreppur, Kópavogsbær, Mos- fellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Grindavík- urbær, Reykjanesbær, Sand- gerðisbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar. Vaktsvæði 2: Akraneskaupstað-• ur, borgarbyggð, Hvalfjarðar- sveit og Skorradalshreppur. Vaktsvæði 3: eyja- og Mikla-• holtshreppur, Grundarfjarðar- bær, Helgafellssveit, Snæfells- bær og Stykkishólmsbær. Vaktsvæði 4: Dalabyggð, • Reykhólahreppur, Strand- abyggð, Árneshreppur, Kald- rananeshreppur og fyrrum bæjarhreppur. Vaktsvæði 5: Vesturbyggð, • Tálknafjarðarhreppur, Ísa- fjarðarbær, bolungarvíkur- kaupstaður og Súðavíkur- hreppur. Vaktsvæði 6: Húnaþing vestra • (nema fyrrum bæjarhreppur), Húnavatnshreppur, blönduós- bær, Skagabyggð og Sveitarfé- lagið Skagaströnd. Vaktsvæði 7: Akrahreppur og • Sveitarfélagið Skagafjörður. Vaktsvæði 8: Akureyrarbær, • Dalvíkurbyggð, eyjafjarð- arsveit, fjallabyggð, Grýtu- bakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur. Vaktsvæði 9: Langanesbyggð, • Norðurþing, Skútustaða- hreppur, Svalbarðshreppur, Tjörnes-hreppur og Þingeyj- arsveit. Vaktsvæði 10: fjarðabyggð, • fljótsdalshreppur, Múlaþing (norður af Djúpavogi) og Vopnafjarðarhreppur. Vaktsvæði 11: Sveitarfélagið • Hornafjörður og Múlaþing (Djúpivogur og suður af hon- um). Vaktsvæði 12: Mýrdalshreppur • og Skaftárhreppur. Vaktsvæði 13: Ásahreppur, • bláskógabyggð, flóahrepp- ur, Grímsnes- og Grafnings- hreppur, Hrunamannahrepp- ur, Hveragerðisbær, Rangár- þing eystra, Rangárþing ytra, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveit- arfélagið Ölfus og Vestmanna- eyjabær. Um bakvaktir dýralækna „Til að tryggja velferð dýra og al- menna þjónustu við dýraeigendur skal dýralæknir jafnan vera á bak- vakt utan venjulegs dagvinnutíma á hverju vaktsvæði, sbr. lög um dýra- lækna og heilbrigðisþjónustu við dýr. Héraðsdýralæknar, hver í sínu umdæmi, skipuleggja bakvaktir í samráði við sjálfstætt starfandi dýra- lækna sem þar starfa. fyrir bakvakta- þjónustu er greitt samkvæmt samn- ingi Dýralæknafélags Íslands við at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið og fjármála- og efnahags- ráðuneytið. Dýralæknar, sem stunda almennar dýralækningar, eiga rétt á og þeim ber skylda til að taka þátt í vaktafyrirkomulagi sem skipulagt er á viðkomandi vaktsvæði nema þeir séu sjálfir sjúkir eða hindrað- ir af öðrum meira aðkallandi emb- ættisstörfum,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. mm Á dögunum kom frá Noregi skip til Ísafjarðar. flutti það laxafóð- ur fyrir vestfirsku laxeldisfyrirtæk- in. Skipið fór ekki tómt þaðan og til Noregs því á Ísafirði var skip- að um borð 100 rúmmetra tanki til undirkælingar (Sub chilling) á laxi með viðeigandi búnaði, pöllum og böndum frá Skaganum 3X. Það er vestfirski fréttamiðillinn bb.is sem greinir frá: „Sub Chill búnaður- inn á að afkasta um 30 tonnum á klukkustund og fer hann í eitt af stærstu laxasláturhúsum í Noregi sem vinnur úr um 70.000 tonn- um af laxi á ári. Þessi tankur er sá stærsti sinnar tegundar sem fyr- irtækið Skaginn 3X hefur fram- leitt. Þetta er fjórða kerfið af þess- ari gerð sem fyrirtækið selur til Noregs og verða því að uppsetn- ingu þess lokinni um 10% af öllum eldislaxi í Noregi undirkældur að lokinni slátrun í vinnslukerfum frá Skaganum 3X.“ Sub-chilling tæknin hefur ótví- ræða kosti, en hún minnkar stór- lega kolefnisfótspor laxeldisins. Með því bæði lengist líftími afurð- ar og hægt er að flytja laxinn ís- lausan á markað. mm Harpa Dögg og Þytur frá Stykkishólmi sigruðu í Hrímnisfjórgangi í fyrstu keppni vetrarins í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Ljósm. Óla myndir. Harpa sigraði í Hrímnisfjórgangi Harpa Dögg. Ljósm. tfk. Búnaðurinn hífður um borð í skipið. Ljósm. bb.is Stærsta undir- kælingartæki Skagans 3X flutt til Noregs Kynna breytingar á bakvaktarsvæðum dýralækna

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.