Skessuhorn - 17.02.2021, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 2021 31
Skallagrímur spilaði tvo leiki í 1.
deild karla í körfubolta í vikunni
sem leið. fyrst mættu strákarn-
ir Álftanesi á útivelli á föstudag-
inn. Álftnesingar reyndust of erf-
iðir fyrir borgnesinga sem töpuðu
með 61 stigi gegn 87. borgnesing-
ar komu öllu sterkari til leiks í fjós-
inu á mánudaginn þegar þeir sigr-
uðu breiðablik örugglega með 100
stigum gegn 88. Heimamenn voru
öflugri á vellinum strax í fyrsta leik-
hluta og voru komnir í 7-0 eft-
ir þrjár mínútur. Gestirnir gáfu þá
aðeins í og náðu að minnka for-
ystuna en staðan í lok fyrsta leik-
hluta var 18-16 borgnesingum í
hag. Jafnræði var með liðunum í
öðrum leikhluta og þegar flautað
var til hálfleiks var breiðablik með
þriggja stiga forystu, 46-43. eftir
leikhlé voru gestirnir í forystu all-
an þriðja leikhluta og voru komn-
ir níu stigum yfir fyrir lokaleikhlut-
ann, 74-65. Skallagrímsmenn voru
fljótir að jafna í lokaleikhlutanum
og náðu að sigla fram úr gestunum
síðustu mínútur leiksins og sigra að
endingu með 12 stigum.
Í liði Skallagríms var Marinó Þór
Pálmason atkvæðamestur með 24
stig og sjö stoðsendingar og þeir
Davíð Guðmundsson og benedikt
Lárusson voru næstir með 14 stig
hvor. Aðrir skoruðu minna. Í liði
breiðabliks var Samuel Prescott Jr.
stigahæstur með 19 stig. arg
Sundkonan knáa brynhildur
Traustadóttir frá Akranesi stund-
ar nú nám og sund í University of
Indianapolis. Hún tók þátt í The
Great Lakes Valley Conferance
Championships um helgina og var
kosin; „The freshman of the year“
eftir mótið. Í frétt frá gömlu liðs-
félögum brynhildar í Sundfélagi
Akraness kemur fram að brynhild-
ur er nú í mjög góðu formi. Hún
var mikilvægur hluti af liði sínu ytra
þegar það setti mótsmet og skóla-
met í 4x200 boðsundi. Hún stóð sig
sömuleiðis vel í einstaklingsgrein-
um og bætti sig um tæpar 17 sek-
úndur í 1000y skriðsundi á tíman-
um 10.08.59 sem skilaði henni 5.
sæti á mótinu. Í 500y skriðsundi
bætti hún sig um 7 sek. á tíman-
um 4.56.73 og lenti í 6. sæti. Loks
í 200y synti hún á tímanum 1.51.67
sem er bæting um 1,5 sek og varð í
7. sæti. Þá keppti hún í fyrsta skipti
i 1650y, (ca 1500m) og varð þar í
5. sæti á tímanum 17.04.61. „Við
hjá sundfélaginu erum afar stolt af
þessari frábæru fyrirmynd okkar,“
segir í tilkynningu frá Sundfélagi
Akraness. mm
Golfklúbburinn Jökull stóð fyr-
ir opnu húsi síðastliðinn laugar-
dag. Tilefnið var að kynna og opna
formlega innanhúsaðstöðu klúbbs-
ins á Hellissandi. Að sögn Jóns
bjarka Jónatanssonar formanns
klúbbsins var áætlað að opna í
október á síðasta ári en því varð að
fresta sökum sóttvarnaráðstafanna.
Nú þegar búið er að slaka aðeins á
var hægt að gera þetta.
Í nýja húsnæðinu er púttaðstaða
og golfhermir og verður aðstaðan
öllum opin og ekki neinn sérstakur
opnunartími. Verður fyrirkomulag-
ið þannig að félagar í golfklúbbn-
um geta skráð sig á skjal til að kom-
ast í golfherminn og fá þá sérstaka
kóða til að opna lyklabox sem veitir
þeim aðgang að húsnæðinu. einnig
verður hægt fyrir aðra að nýta að-
stöðuna og þurfa þeir að hafa sam-
band við gjaldkera golfklúbbsins.
Vel var mætt á opna húsið en á
milli 20 og 30 gestir komu til að
skoða. Voru allir sammála um að
aðstaðan væri öll hin glæsilegasta
en hún mun bæta til muna aðstöðu
golfara til að stunda íþrótt sína
á veturna. Aðstaða mun svo enn
batna þegar nýr golfvöllur verður
tekin í notkun en vinna við hann
hófst síðasta sumar.
þa
bikarglíma Íslands fór fram í Ak-
urskóla 13. febrúar. Níu keppend-
ur tóku þátt á mótinu fyrir hönd
Glímufélags Dalamanna og varð
Jóhanna Vigdís Pálmadóttir bikar-
meistari hjá 15 ára stelpum, Dagný
Sara Viðarsdóttir varð í 3. sæti og
birna Rún Ingvarsdóttir í 4. sæti.
fjórir keppendur kepptu í flokki
stelpna 14 ára. embla Dís björg-
vinsdóttir varð í 4. sæti, Krist-
ey Sunna björgvinsdóttir varð í 5.
sæti og Jasmin Hall Arnarsdóttir
og Kristín Ólína Guðbjartsdóttir
deildu 6. sætinu. Mikael Hall varð
í 4. sæti í flokki 12 ára stráka. Guð-
björt Lóa Þorgrímsdóttir tók þátt
á mótinu eftir nokkurra ára hlé frá
keppni og stóð sig mjög vel. Hún
sigraði í báðum flokkunum sem
hún keppti í; opna flokkinn og +70
kg.
mm/ SHH
fjórar mæður í Dölunum opn-
uðu í janúar íþróttaskóla á Laug-
um í Sælingsdal. Þær Guðbjört
Lóa Þorgrímsdóttir, Íris Dröfn
brynjólfsdóttir, Rúna blöndal og
Sara Kristinsdóttir eru allar mæð-
ur með börn á aldrinum upp í fimm
ára. Þeim þótti vanta afþreyingu
fyrir börn á þessum aldri í Dala-
byggð og ákváðu því sjálfar að opna
íþróttaskóla. Skólinn er opinn ann-
an hvern laugardag frá kl. 10:30 til
11:30 í íþróttasalnum á Laugum.
„Við setjum upp þrautabrautir
og leikjastöðvar og svo förum við í
leiki, syngjum og dönsum og fleira
skemmtilegt,“ segir Guðbjört Lóa
í samtali við Skessuhorn. Íþrótta-
skólinn hefur nú verið tvo laugar-
daga og segir Guðbjört þátttökuna
lofa góðu. „Ég hlakka bara til fram-
haldsins,“ segir hún. Hægt er að
kaupa klippikort fyrir tíu skipti þar
sem aðeins er klippt einu sinni fyr-
ir hvern systkinahóp, séu fleiri en
eitt barn á þessum aldri í einni fjöl-
skyldu. Íþróttaskólinn er ekki rek-
inn í hagnaðarskyni og er öll vinna,
skipulag og undirbúningur, unnin í
sjálfboðavinnu. Peningur sem safn-
ast fyrir sölu á klippikortunum fer
í búnaðarkaup fyrir íþróttaskól-
ann. „Við fengum fjárhagsstyrk frá
tveimur ungmennafélögum hérna
í sveitinni sem við gátum notað til
að koma okkur af stað. Það mun-
ar miklu að vera fjórar saman í
þessu, það er ekki eins mikil bind-
ing og þægilegt að geta skipt með
sér verkum,“ segir Guðbjört Lóa.
Þá segir hún að einnig sé hægt að
koma í stakan tíma og hvetur hún
foreldra úr nágrannasveitarfélög-
um að mæta með sín börn og hafa
gaman.
arg
Marinó Þór skoraði tólf stig í leiknum. Ljósm. Skallagrímur.
Góður sigur Skallagríms í Fjósinu
Guðbjört Lóa
Þorgrímsdóttir og
Ásmundur Hálfdán Ás-
mundsson, en þau unnu
bæði tvöfalt á mótinu.
Guðbjört Lóa og Jóhanna
Vigdís bikarmeistarar í glímu
Hópurinn frá GFD.
Mikið fjör í íþróttaskólanum á
Laugum. Ljósm. aðsend.
Opnuðu íþróttaskóla í Dölum
Brynhildur kosin
Freshman of the year
Búið að opna golfæfinga-
aðstöðu á Hellissandi