Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 8
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 20218 Laus hross á Uxahryggjarvegi VESTURLAND: Á sunnu- dag tilkynnti vegfarandi Neyð- arlínu um átta laus hross á Ux- ahryggjavegi, á móts við Gröf. Að sögn lögreglu er talsvert um laus hross á vegum og þarf ekki að fjölyrða um þá hættu sem skapast við slíkt. -frg Ofsaakstur með kerru og vélsleða VESTURLAND: Um kvöld- matarleyti á sunnudag barst lögreglu tilkynning um ofsa- akstur bifreiðar með kerru í eft- irdragi sem á var vélsleði. Fylgdi tilkynningunni að um ítrekað- an framúrakstur hefði verið að ræða, meðal annars á blindhæð. Bifreiðin fannst ekki við leit. -frg Brúnn Audi á ógnarferð VESTURLAND: Tilkynnt var um ofsaakstur brúnnar bifreiðar af gerðinni Audi á öfugum veg- arhelmingi á Vesturlandsvegi síðdegis á sunnudag. Átti at- vikið sér stað á móts við Forna- hvamm í Norðurárdal. Svo ofsafenginn var aksturinn að tilkynnandinn sem mætt hafði hinum brúna Audi þurfti snar- lega að aka út af veginum. Þegar lögregla kom á staðinn sást hvar útafaksturinn hafði átt sér stað og einhverjar skemmdir á hinni útafeknu bifreið. Brúni bíllinn fannst hins vegar ekki. -frg Aflatölur fyrir Vesturland 17. til 23. apríl. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu. Akranes: 19 bátar. Heildarlöndun: 90.109 kg. Mestur afli: Jónína Brynja ÍS-55: 19.713 kg. í þremur löndunum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 9 bátar. Heildarlöndun: 289.862 kg. Mestur afli: Sigurborg SH-12: 79.797 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 19 bátar. Heildarlöndun: 373.097 kg. Mestur afli: kristinn HU-812: 64.974 kg. í þremur löndunum. Rif: 16 bátar. Heildarlöndun: 316.833 kg. Mestur afli: Esjar SH-75: 55.960 kg. í fjórum löndunum. Stykkishólmur: 10 bátar. Heildarlöndun: 25.461 kg. Mestur afli: Fjóla SH-707: 7.095 kg. í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Sigurborg SH-12 GRU: 79.797 kg. 19.apríl. 2. Hringur SH-153 GRU: 69.769 kg. 21.apríl. 3. Farsæll SH-30 GRU: 68.068 kg. 19.apríl. 4. Runólfur SH-135 GRU: 61.083 kg. 19.apríl 5. Örvar SH-777 RIF: 35.937 kg. 19.apríl. -frg Stjórn Íslenskrar getspár samþykkti nýverið að greiða út 200 milljónir króna til eigenda sinna vegna góðr- ar afkomu fyrirtækisins af sölu lottó- miða. Eignaraðilar að Íslenskri getspá eru Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands sem á 46,67% hlut, Öryrkja- bandalag Íslands sem á 40% og Ung- mennafélag Íslands sem á 13,33% hlut. Þetta er önnur stóra aukagreiðsl- an frá Íslenskri getspá sem greidd er út á innan við ári. Í fyrrahaust greiddi fyrirtækið eigendum sínum 300 millj- ónir króna. Í frétt frá UMFÍ vegna þessa kem- ur fram að það sem féll félaginu í skaut á síðasta ári hafi verið greitt út til sambandsaðila UMFÍ. Þar af er 21 íþróttahérað og sex ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 450 fé- lög innan UMFÍ með rúmlega 270 þúsund félagsmenn. Á stjórnarfundi UMFÍ 16. apríl sl. var svo ákveðið að greiða féð sem UMFÍ fær til sam- bandsaðila UMFÍ. „Ljóst er að gríðar- lega miklu máli skiptir fyrir íþróttalíf á Íslandi að kaupa lottó og styðja með því móti við íþrótta- og ungmenna- félagshreyfinguna um allt land,“ segir í tilkynningu frá UMFÍ. mm Nýr ungmennavefur Alþingis hef- ur verið opnaður á slóðinni www. ungmennavefur.is. Vefurinn er ætl- aður nemendum í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum – og auðvitað er öllum öðrum einnig velkomið að nýta sér hann til að afla upplýsinga um starfsemi Alþingis, segir í tilkynningu frá Alþingi. Í hugtakasafni er hægt að fletta upp helstu hugtökum sem gagn- legt er að þekkja til að skilja betur störf Alþingis. Sýnt er á myndræn- an hátt hvernig frumvarp verður að lögum, með sýnidæmum úr þrenn- um mismunandi lögum. Hægt er að velja lagafrumvarp til að máta við ferlið, sjá hvernig það hefur far- ið í gegnum þingið og hvaða breyt- ingum það hefur tekið á leiðinni. Á söguás er stiklað á helstu tíma- mótum í sögu Alþingis og raktar mikilvægustu breytingar sem orðið hafa á Alþingi og umhverfi þess frá stofnun til samtíma. Sögu Alþing- ishússins og Alþingisgarðsins er einnig gerð skil og bent er á ýms- ar leiðir til að fylgjast með störfum Alþingis og hafa áhrif á gang mála. Loks eru á vefnum þrautir og verk- efni fyrir nemendur til að spreyta sig á, til stuðnings við kennslu í samfélagsfræði, sögu og stjórn- málafræði. mm Verkefnastjórn sem heilbrigðisráð- herra skipaði til að greina rekstrar- kostnað hjúkrunarheimila í landinu hefur skilað ráðherra skýrslu sinni. Greiningin byggist einkum á svör- um rekstraraðila um reksturinn, kostnaðar- og tekjuliði, þjónustuna sem veitt er, notendur þjónustunn- ar, auk ýmissa fleiri breyta sem áhrif hafa á reksturinn. Greiningin nær yfir gögn frá árinu 2017 og fram á mitt ár 2020. Upphaflega stóð til að hún tæki til reksturs allra hjúkrunarheim- ila en verkefnisstjórnin hvarf frá því og var ákveðið að horfa eink- um til hjúkrunarheimila sem rek- in eru fyrir daggjöld. Svör bárust frá 40 slíkum, þar af 19 sem rekin eru af sveitarfélögum og 21 hjúkr- unarheimili sem rekið er á félaga- formi, þ.e. af sjálfseignarstofnun- um, einkahlutafélögum eða félaga- samtökum. Greiningin nær því ekki til hjúkrunarheimila sem rekin eru sem hluti af heilbrigðisstofnunum á föstum fjárlögum. Nokkur munur er á hjúkrunar- heimilum og íbúum þeirra eft- ir landshlutum. Heimilin eru flest stærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og þar er elsti hóp- urinn hlutfallslega fjölmennastur og hjúkrunarþyngd meiri en ann- ars staðar. Stærri heimilin á höf- uðborgarsvæðinu ráða betur við mikla hjúkrunarþyngd en þau sem eru lítil og á stóru heimilunum er jafnframt best aðgengi að sérhæfðri læknisþjónustu segir í skýrslunni. Fram kemur að nokkur munur er á rekstrarkostnaði fyrir hvert hjúkr- unarrými eftir stærð heimila og er hann mestur hjá stærstu heimilun- um. Að mati skýrsluhöfunda skýrist það af meiri hjúkrunarþyngd íbúa á þessum heimilum en hjá litlum heimilum. Tekjur Langstærstur hluti tekna heimil- anna er vegna daggjalda frá rík- inu eða 84% árin 2017 til 2019. Að auki námu greiðslur húsnæðisgjalds frá ríki 6%. Þriðji stærsti liðurinn var kostnaðarþátttaka íbúa, 4%, og sá fjórði framlög sveitarfélaga, 3%. Tekjur á hvert rými eru nokk- uð misjafnar en það skýrist fyrst og fremst af hjúkrunarþyngd. Að með- altali voru tekjur á hvert rými 13,9 milljónir króna á ári. Gjöld Rekstrargjöld heimila sem fá dag- gjaldagreiðslur voru samtals 31,1 milljarðar króna árið 2019. Lang- stærsti útgjaldaliðurinn var launa- greiðslur og voru laun og launa- tengd gjöld 24 milljarðar króna eða 77% af heildarrekstrarkostnaði heimilanna. Önnur rekstrargjöld skiptust á fjölmarga liði og var hús- næðiskostnaður stærstur þeirra, 2.830 milljónir króna og stoðþjón- usta næststærsti liðurinn, 2.488 milljónir króna. Rekstur Skýrsluhöfundar segja að rekst- ur heimilanna hefur gengið mis- vel þau ár sem voru til skoðunar en flest þeirra hafa þó verið rekin með halla. Samtals voru heimilin rekin með halla sem var frá 200 og upp í 700 milljónir króna á ári, minnst- ur árið 2018 en svipaður árin 2017 og 2019. Mikilvæg gögn til að ákveða næstu skref Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra sagði í tilefni birtingar skýrslunnar að hún feli í sér mik- ilvæg gögn til að byggja á næstu skref. „Það gengur ekki að hjúkr- unarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum.“ mm Nýr ungmennavefur Alþingis Landsmenn freista gæfunnar í lottói sem aldrei fyrr Velflest hjúkrunarheimili landsins rekin með halla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.