Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Page 30

Skessuhorn - 28.04.2021, Page 30
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 202130 Hver er þinn uppáhalds fugl? Spurning vikunnar (Spurt í síma) Guðrún Fjeldsted „Það er náttúrulega lóan.“ Helga Ólöf Oliversdóttir „Hrossagaukurinn.“ Erna Kristín Hjaltadóttir „Maríuerla.“ Guðrún Guðbjarnadóttir „Jaðrakan.“ Ingi Hans Jónsson „Uppáhalds fuglinn minn er náttúrulega krumminn.“ Skallagrímur úr Borgarnesi sigraði Snæfell úr Stykkishólmi örugglega 5:1 í Mjólkurbikarleik í knattspyrnu á sunnudaginn. Spilað var í Ólafs- vík. Skallagrímur mætir því kára í Vesturlandsslag í annarri umferð Mjólkurbikarsins í leik sem fram fer í Akraneshöllinni laugardag- inn 1. Maí kl. 14. kári slapp auð- veldlega í gegnum fyrstu umferðina þar sem Vængir Júpíters drógu sig úr keppni áður en leikurinn átti að fara fram. Í leiknum á sunnudag náðu Skallagrímsmenn þriggja marka forystu á fyrsta hálftímanum með mörkum þeirra Snorra kristleifs- sonar, Hervars Gunnarssonar og Sigurjóns Ara Guðmundssonar. En aðeins tveimur mínútum síð- ar misstu Skallagrímsmenn Ástþór Ými Alexandersson af velli með rautt spjald. En það kom ekki í veg fyrir að Skallagrímsmenn bættu fjórða markinu við fyrir leikhlé og var Viktor Már Jónasson þar að verki. Snæfell náði að klóra í bakkann þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik með marki Mateusz Roman kubas en mínútu síðar gulltryggðu Borgnesingar sigurinn með fimmta markinu og var Fabian Jan Zawiszewski þar að verki. se Víða um land var plokkdagurinn haldinn um liðna helgi. Ungir sem aldnir héldu þá út í góða veðrið á gönguskónum vopnaðir pokum, ruslaklemmum og góða skapinu til að hreinsa upp rusl sem einhver hafði „gleymt“ í náttúrunni. Með- al þeirra voru félagar í Hollvina- samtökum Borgarness. Þeir komu saman á laugardagsmorgni í frá- bæru veðri, logni og hlýju, við kaffi kyrrð í Skúlagötu. Skipt var liði og tínt rusl um gamla bæinn. Endaði svo mannskapurinn í kaffi og kakói á kaffihúsinu eftir útiveruna og ruslahreinsun. glh Skallagrímsmenn máttu játa sig sigr- aða gegn Vestra þegar liðin mætt- ust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið, 102-85. Leikið var á Ísafirði. Lið Vestra var sterk- ara liðið á vellinum allan tímann. Snemma í upphafsfjórðungnum voru heimamenn búnir að ná for- skotinu og voru komnir níu stigum yfir gestina áður en leikhlutinn rann út. Í öðrum leikhluta áttu Borgnes- ingar ágætan kafla og náðu aðeins að ógna forskoti heimamanna. En þegar leikhlutinn var hálfnaður voru aðeins tvö stig sem skildu lið- in að. Lið Vestra var engu að síður sterkara liðið og þegar flautað var til hálfleiks voru þeir með 55 stig gegn 49 stigum Skallagríms. Skallagrímsmenn áttu erfitt upp- dráttar eftir hléið og á fimm mín- útna kafla náðu þeir engu stigi og staðan var 73-65 fyrir lokafjórð- unginn. Lokafjórðungurinn byrj- aði aðeins betur hjá Borgnesingum og þeir náðu að halda í við Vestra fyrstu mínúturnar. Um miðjan leikhlutann misstu þeir svo heima- menn frá sér og náðu aldrei að bæta það upp og lokatölur 102-85 fyrir Vestra. Í liði Skallagríms var Nebojsa knezevic atkvæðamestur með 22 stig, kristján Örn Ómarsson var með 15 stig, Marques Oliver með 14 stig og sex fráköst, Davíð Guð- mundsson var með tólf stig, Eyjólf- ur Ásberg Halldórsson skoraði ell- efu stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar, kristófer Gíslason skoraði sex stig, Ólafur Þorri Sig- urjónsson var með fjögur stig og Marinó Þór pálmason skoraði eitt stig. Í liði Vestra var ken-Jah Bos- ley atkvæðamestur með 28 stig og sex fráköst og Nemanja knezevic með 23 stig, 14 fráköst og sex stoð- sendingar. Skallagrímur er nú í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig, eins og Sindri í sætinu fyrir ofan og tveim- ur stigum frá Vestra í sætinu fyrir neðan. Næst mætir Skallagrímur Álfta- nesi í Borgarnesi föstudaginn 30. apríl kl. 19:15. arg keilufélag Akraness mun eiga tvö lið í efstu deild á næsta keppnis- tímabili. Lið ÍA í 2. deild karla sigr- aði á mánudaginn sinn síðasta leik í deildinni og tryggðu sér þá fyrsta sætið og farmiða upp í efstu deild á næsta tímabili. Fyrir var keilufélag Akraness með lið sem er sem stend- ur í öðru sæti í efstu deild og öruggt í úrslitakeppnina. Liðið sem færist nú upp um deild er skipað þeim Ársæli Erlingssyni, Einari Jóel ingólfssyni, Matthíasi Leó Sigurðssyni, Sigurði Þorsteini Guðmundssyni og Valdimar Guð- mundssyni. arg Kári mætir Skallagrími í Mjólkurbikarnum Sigurður Þorsteinn Guðmundsson, Matthías Leó Sigurðsson og Einar Jóel Ingólfs- son. Á myndina vantar Ársæl Erlingsson og Valdimar Guðmundsson. Keilufélagið tryggði sér sæti í efstu deild Nebojsa Knezevic var atkvæðamestur í liði Skallagríms. Ljósm. Skallagrímur Tap hjá Skallagrímskörlum á Ísafirði Plokkað í góða veðrinu F.v. Hafþór Ingi, Katrín Huld, Heiðrún Helga, Ingibjörg, Hekla og Gunnhildur Lind. F.v. Fjóla, Ingibjörg, María Erla, Sigurbjörg og Þórdís Sif sveitarstjóri Borgar- byggðar. En það var víðar flokkað. Í Grundarfirði fór Ingibjörg Eyrún Bergvins- dóttir með strákana sína þrjá út að plokka þó svo að einn þeirra hafi ekki mátt vera að því að sitja fyrir á mynd, en þeir Kristján og Hafþór eru hér með móður sinni en á myndina vantar Hilmar. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.