Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 20
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 202120 Í lok síðasta mánaðar var kynntur til leiks oddviti Viðreisnar í Norðvest- urkjördæmi en það er Guðmundur Gunnarsson sem mun leiða listann í kjördæminu í kosningunum næsta haust. En uppstillingarnefnd Við- reisnar á enn eftir að kynna listann í heild sinni. Guðmundur þekkir kjördæmið vel, hann ólst upp í Bol- ungarvík en faðir hans er Siglfirð- ingur og mamma hans Ísfirðingur. Skessuhorn heldur áfram kynning- um á væntanlegum frambjóðend- um til kjörs í kosningunum í haust. Blaðamaður heyrði í Guðmundi og fékk að kynnast honum aðeins bet- ur. Tölum um að fara heim Foreldrar Guðmundar voru bæði verkafólk í Bolungarvík. Oddný móðir hans var fiskverkakona en er í dag sest í helgan stein. Gunnar faðir hans var lengst af kaupmaður en hann sá einnig um sundlaugina í Bolungarvík um tíma. Guðmund- ur er giftur kristjönu Millu Snorra- dóttur, mannauðsstjóra hjá Borgar- leikhúsinu. kristjana er iðjuþjálfi að mennt og starfaði áður hjá Heil- brigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Hún ólst að mestu upp í Svíþjóð en bjó lengi á Akureyri og í Reykjavík. kristjana á ættir að rekja í Dýrafjörð og á Ísafjörð, þar sem faðir hennar bjó og hún varði miklum tíma sem unglingur. „Við tölum bæði um að fara heim þegar við förum vestur,“ segir Guðmundur. Guðmundur á 19 ára son, Gunnar Sölva, úr fyrra sambandi en saman eiga þau krist- jana hana Lóu katrínu tíu ára. Sjálfboðastarf í Hondúras Tvítugur fann Guðmundur fyr- ir ævintýraþrá og fór þá til Mið- Ameríku þar sem hann vann sem sjálfboðaliði í Hondúras í eitt og hálft ár og ferðaðist um með bak- poka. „Eftir að hafa búið alla tíð í Bolungarvík langaði mig að skoða heiminn og sjá eitthvað nýtt. Ég ætlaði upphaflega að fara út sem skiptinemi en gerði svo samkomu- lag við pabba um að klára stúdents- próf og fara svo eins langt og eins lengi og ég vildi. Þetta datt svo upp í hendurnar á mér. Það voru alþjóð- leg sjálfboðaliðasamtök að leita að sjálfboðaliðum og mig langaði að læra spænsku og endaði því í Hond- úras,“ segir Guðmundur. Sem sjálf- boðaliði vann hann fyrir götubörn sem bjuggu við mjög slæmar að- stæður og mikla fátækt. „Þetta var mjög lærdómsríkur tími fyrir mig, án efa lærdómsríkasta árið mitt á námsferlinum. Þarna fékk ég blá- kaldan raunveruleikann í andlitið,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann menning- arsjokkið hafa verið mikið þegar hann kom til Hondúras. „Allt sem maður hélt að væri sjálfsagt og eðli- legt var sett í alvöru samhengi fyrir mig þarna og ég sá allt í nýju ljósi. Það sem ég hafði áður litið á sem vandamál voru alls engin vandamál í raun og veru. Þarna horfði mað- ur upp á fólk búa við ömurlegar aðstæður og hrylling,“ rifjar Guð- mundur upp. Hann vann m.a. fyr- ir mannréttindasamtök sem berj- ast gegn barnaþrælkun en það er landlægur vandi á þessum slóðum. „Þetta er sérstaklega slæmt í Hond- úras en þar eru t.d. fataverksmiðjur og melónuakrar sem þræla börnum í vinnu. Ég sem er ljós yfirlitum, hafði betri aðgang inn á þessa staði og vann því við að komast að því hvernig aðstæður voru á þessum vinnustöðum. Þar sá ég margt sem mun sitja í mér alla ævi. Þarna upp- lifði ég hvað grimmdin getur ver- ið mikil á götunni, sérstaklega fyrir börn,“ segir Guðmundur. Flutti til Spánar Guðmundur stoppaði stutt heima á Íslandi eftir dvölina í Mið-Am- eríku. Hann fann að ævintýraþrá- in var enn til staðar svo hann flutti til Spánar. Þar vann hann sem flug- þjónn í tvö ár. „Ég sá auglýst eft- ir spænskumælandi Íslendingi í vinnu fyrir flugfélag sem flaug mik- ið yfir Atlantshaf. Ég var því mikið að þvælast í Brasilíu, Argentínu og á þeim slóðum,“ segir Guðmund- ur og bætir við að þetta hafi trú- lega verið erfiðasta vinna sem hann hefur unnið. „En fríin voru góð og náðu að næra mína ævintýraþrá,“ segir hann og hlær. „Við vorum að stoppa í svona þrjá til fimm daga á hverjum stað svo ég fékk tækifæri til að kynnast landi og þjóð.“ Fjölmiðlafræðin Skömmu eftir heimkomu frá Spáni sá hann auglýst nýtt nám í fjöl- miðlafræði við Háskólann á Akur- eyri og ákvað að skrá sig. „Það hafði alltaf blundað í mér þessi fjölmiðla- draumur en ég var meðal þeirra fyrstu sem fóru í þetta nám. Við vorum sjö saman og þetta var alveg frábær tími,“ segir Guðmundur og bætir við að á síðasta árinu í HA, árið 2006, var honum boðin vinna við afleysingar hjá RÚV á Akur- eyri. „Ég var þá það sem hefur ver- ið kallað lopapeysufréttamaður fyr- ir fréttastofur útvarps og sjónvarps. Þetta var mjög lædrómsríkt ár fyrir mig,“ segir Guðmundur. Ári seinna var honum boðið að koma til starfa hjá fréttastofu sjónvarps í Reykjavík og flutti þá suður. Bæjarstjóri á Ísafirði Guðmundur starfaði fyrir RÚV til ársins 2012 sem frétta- og dagskrár- gerðamaður fyrir útvarp og sjónvarp og lauk samhliða því mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum við Háskól- ann í Reykjavík. „Þá fór ég að vinna fyrir Sjóklæðagerðina, 66°Norð- ur, þar sem ég stýrði alþjóðasvið- inu hjá þeim í nokkur ár. Eftir það stýrði ég AFS skiptinemasamtök- unum í fjögur ár,“ segir Guðmund- ur. Hann sá þá auglýst starf bæjar- stjóra á Ísafirði og ákvað að sækja um. Guðmundur fékk starfið og flutti vestur á firði árið 2018. Nú í byrjun þessa árs var gert samkomu- lag um starfslok Guðmundar og lét hann af störfum hjá Ísafjarðarbæ og flutti til Reykjavíkur þar sem hann vinnur að ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög. Um þessar mundir er hann að vinna fyrir Reykjanesbæ að endurskipulagningu velferðarmála í tengslum við þjónustu til farsæld- ar barna. Hjartað slær fyrir Norð- vesturkjördæmi Spurður hvers vegna hann ákvað að fara í framboð fyrir Norðvestur- kjördæmi svarar hann því að hjart- að slái fyrir þann hluta landsins. „Ég er algjör landsbyggðartútta og ég finn að hjartað mitt á heima í Norðvesturkjördæmi,“ segir Guð- mundur. „Ég tel mig hafa margt fram að færa og ég hef sterkar skoð- anir á því sem þarf að gera til að móta og vinna að framgangi heima- haganna. Ég er mikill Vestfirðingur og dreg ekki dul á það þó kjördæm- ið sé stærra. En það er margt sem mig langar að standa fyrir og vinna með góðu fólki að í framfaramál- um, bæði á Vestfjörðum og í kjör- dæminu öllu,“ segir Guðmundur. Að eiga rödd við borðið Spurður hver séu brýnustu málin í Norðvesturkjördæmi segir hann það vera að að jafna grunnþjón- ustu. „Ég lít svo á að stærsta rétt- lætismálið sem við stöndum frammi fyrir núna sé að jafna aðstöðu fólks óháð búsetu, jafna möguleikana til að velja búsetu, sjá sér farborða og stofna fjölskyldu. Við eigum öll að geta gert þessa hluti hvar sem við búum á landinu. Auðvitað verð- ur alltaf munur á aðstöðu eftir bú- setu, það eru kostir og gallar við alla staði en grunnþjónusta á að vera til staðar fyrir alla. Mín rétt- lætiskennd segir að þessi munur hafi verið of mikill of lengi og ég „Ég finn að hjartað mitt á heima í Norðvesturkjördæmi“ Segir Guðmundur Gunnarsson oddviti Viðreisnar í kjördæminu Guðmundur Gunnarsson mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum næsta haust. Guðmundur var sjálfboðaliði fyrir götubörn í Hondúras þegar hann var um tvítugt. Guðmundur með fjölskyldunni. F.v. Guðmundur, Gunnar Sölvi 19 ára, Kristjana Milla Snorradóttir og Lóa Katrín tíu ára.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.