Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 31
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 2021 31 Skallagrímskonur unnu góðan úti- sigur á kR þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik á laugardaginn, 80-88. Í fyrri leik vikunnar sigruðu Skalla- grímskonur keflvíkinga sem fram fór á heimavelli á miðvikudaginn. Úrslitin 76-64. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Borgnesingar stjórnina í sínar hendur og sigruðu leikinn. kR konur voru með forystuna fyrstu mínútur leiksins á laugardaginn en áttu svo tæplega þrjár stigalausar mínútur sem Borgnesingar nýttu vel og komust sjö stigum yfir eft- ir rúmlega sjö mínútna leik. Vest- urbæingar gíruðu þá upp og náðu að minnka muninn í eitt stig, 16-17, rétt áður en fyrsti leikhluti klárað- ist. Í öðrum leikhluta voru Borg- nesingar áfram með forystuna en heimakonur fylgdu þeim fast á eft- ir. Skallagrímskonur spiluðu vel og voru fimm stigum yfir þegar flautað var til hálfleiks, 34-39. Heimakonur virtust ekki eiga nein ráð við leik Skallagríms eftir hléið og gestirnir spiluðu mjög vel og voru með 62 stig gegn 53 stigum Vesturbæinga fyrir lokafjórðung- inn. Lítið markvert gerðist síðustu mínútur leiksins. Borgnesingar voru með leikinn í höndum sér og kR konur eltu. Lokatölur í Vestur- bænum voru 80-88 Skallagríms- konum í vil. keira Robinson var atkvæðamest í liði Skallagríms með 37 stig og átta fráköst, Sanja Orozovic var með 19 stig og sex fráköst, Embla kristín- ardóttir skoraði 13 stig, tók sjö frá- köst og gaf fimm stoðsendingar, Maja Michalska skoraði níu stig, ingibjörg Rósa Jónsdóttir var með fimm stig, Arna Hrönn Ámunda- dóttir skoraði þrjú stig og Gunn- hildur Lind Hansdóttir skoraði tvö stig og tók níu fráköst. Í liði kR var Annika Holopainen atkvæðamest með 30 stig og sex fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon skoraði 23 stig og gaf sex stoðsendingar. Skallagrímur situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig, sex stigum minna en Fjölnir í sætinu fyrir ofan og sex stigum meira en Breiðablik í sætinu fyrir neðan. Næst mætir Skallagrímur Vals- konum á Hlíðarenda í kvöld, mið- vikudaginn 28. apríl, kl. 20:15. arg ÍA og kR áttust við í æfingaleik í knattspyrnu á sumardaginn fyrsta og lauk leiknum með sigri Vest- urbæinga; 3-0. Mikill hiti var í leiknum og leikmönnum ansi heitt í hamsi og ákvað dómari leiksins, Þórður Már Gylfason, að flauta leikinn af á 75. mínútu. Samkvæmt fótbolta.net vildu leikmenn halda leik áfram en dómarinn var ekki á sama máli. Ísak Snær Þorvalds- son, leikmaður ÍA, var sakaður um að hafa „misst hausinn“ í leiknum og kýlt leikmann kR en vísaði því á bug í viðtali eftir leik: „Ég kýli aldrei leikmann kR, hann ætlaði að keyra inn í mig vegna þess að hann var eitthvað pirraður yfir ein- hverju sem gerðist áður í leiknum. Ég hoppa fyrir aftan hann og reyni að ýta honum frá mér, ef ég fór í andlitið á honum að þá var það ekki ætlunin. Ég ætlaði bara að skokka í stöðuna mína og halda áfram með leikinn en þá koma tveir kR-ing- ar hlaupandi að mér og byrja að ýta í mig. Eina sem ég geri er að svara fyrir mig, ég leyfi ekki neinum að valta yfir mig. Einn af þeim sem kom hlaupandi að mér baðst síð- an afsökunar og við sættumst. Ég ber virðingu fyrir því,“ sagði Ísak að lokum. Fyrsti leikur Skagamanna í pepsí Max deildinni verður föstudaginn 30. apríl kl. 20 gegn Valsmönnum á útivelli. vaks Snæfell spilaði tvo leiki í Dom- ino‘s deild kvenna í körfuknatt- leik í vikunni. Fyrst mættu stelp- urnar Haukum í Stykkishólmi á miðvikudaginn. Þar höfðu gestirn- ir betur og sigruðu með 92 stigum gegn 72 stigum Snæfells. Þá máttu Hólmarar sætta sig við tap gegn keflvíkingum þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn, 91-67. Leikið var í keflavík. Snæfellskonur komu sterkar til leiks og voru fljótlega komnar níu stigum yfir heimakonur, 3-12. Þá virtust keflvíkingar taka við sér og minnkuðu muninn niður í eitt stig rétt fyrir lok upphafsfjórðungsins, 18-19. Í öðrum leikhluta sigldu keflvíkingar fram úr Snæfelli sem náði ekki stigi síðustu fjórar mín- útur fyrri hálfleiks. Staðan var því 45-28 þegar gengið var til klefa í hálfleik. Snæfellskonur voru lengi í gang í upphafi síðari hálfleiks og tæpar tvær mínútur voru liðnar þegar þær náðu í fyrstu stigin. Lítið gekk upp hjá Hólmurum í þriðja leik- hluta og keflvíkingar héldu áfram að auka forskotið jafnt og þétt og staðan 66-43 fyrir lokafjórðung- inn. Lítið markvert gerðist í loka- leikhlutanum og keflvíkingar sigr- uðu örugglega með 24 stigum, 91-67. Í liði Snæfells var Haiden Den- ise palmer atkvæðamest með 22 stig og tíu fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 18 stig og tók níu fráköst, Emesa Vida var með 14 stig og 13 fráköst, Tinna Guð- rún Alexandersdóttir skoraði átta stig og Rebekka Rán karlsdóttir var með fimm stig. Í liði keflavík- ur var Daniela Wallen Morillo at- kvæðamest með 36 stig, 15 fráköst og átta stoðsendingar. Snæfell situr í sjöunda og næst neðsta sæti deildarinnar með fjög- ur stig, eins og kR í botnsætinu og sex stigum minna en Breiða- blik í sætinu fyrir ofan. Næsti leik- ur Snæfells er við kR í kvöld, mið- vikudaginn 28. apríl, kl. 19:15. arg Það voru ótrúlegar tölur sem litu dagsins ljós í 1. Umferð Mjólkur- bikars karla í knattspyrnu í Ólafsvík á laugardaginn. Þá sigraði lið Vík- ings Ó lið Gullfálkans frá Reykja- vík með markatölunni 18:0, hvorki meira né minna. Það voru þeir kareem isiaka og Harley Willard sem skoruðu sex mörk hvor. Þorleifur Úlfarsson og Bjartur Bjarmi Barkarson skoruðu tvö hvor og Hlynur Sævar Jónsson skoraði eitt mark og eitt mark var sjálfsmark Gullfálkans. Víkingur Ó mætir Þrótti Reykjavík á útivelli í næstu umferð laugardaginn 1. Maí kl.13.00. se/ Ljósm. af. Kareem Isiaka við það að skora eitt af sínum sex mörkum. Víkingur Ólafsvík skoraði 18 mörk í Mjólkurbikarleik Þrumufleygur frá Harley Willard en boltinn hafnaði í netinu. Frá leik Skallagríms og KR fyrr í vetur. Ljósm. Skallagrímur. Skallgrímur tók tvennuna Frá leik Snæfells og Hauka í síðustu viku. Ljósm. sá. Snæfell tapaði báðum leikjum sínum í vikunni Leikur flautaður af þegar fimmtán mínútur voru eftir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.