Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 11
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 2021 11 Stéttarfélag Vesturlands sendir félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum baráttukveðjur á 1. maí alþjóðlegum baráttudegi verkafólks Slagorð dagsins er: Það er nóg til! Stéttarfélag Vesturlands SK ES SU H O R N 2 02 1 BARÁTTUKVEÐJUR S K E S S U H O R N 2 02 0 www.vlfa.is Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakersins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is                Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | skrifstofa@vlfa.is Verkalýð félag Akr ness óskar félagsmönnum sínum, sem og launafólki öllu til hamingju með baráttudag verkalýðsins Það er nóg til Sendum félagsmönnum okkar og landsmönnum öllum baráttukveðjur í tilefni dagsin Heilbrigðisráðuneytið hefur kynnt áætlun um afléttingu inn- anlandstakmarkana vegna Co- vid-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar. Áætl- að er að aflétta megi öllum inn- anlandstakmörkunum síðari hlut- ann í júní þegar um 75% þjóðar- innar hafi fengið a.m.k. einn bólu- efnaskammt. Áætlunin verður birt til umsagnar í samráðsgátt stjórn- valda og lýkur umsagnarfresti 4. maí nk. Afléttingaráætlunin er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Áætlunin er sett fram með hliðsjón af því hve hratt gengur að bólusetja landsmenn og er jafnframt birt með fyrirvara um mat sóttvarnalæknis á aðstæðum og stöðu faraldursins á hverjum tíma. Fyrsta skref afléttingar hefur þegar verið tekið með tilslökun- um á samkomutakmörkunum og í skólastarfi sem tóku gildi 15. apríl síðastliðinn. Þá voru fjöldatakmörk aukin úr 10 í 20 manns, opnað var fyrir starfsemi sundlauga, líkams- ræktarstöðva o.fl. með takmörk- unum, hægt var að hefja sviðslista- starf á ný og sitthvað fleira. Fyrri hluti maí: Fleiri megi koma saman Áætlað er að snemma í maí verði unnt að stíga annað skref til rýmk- unar á innanlandstakmörkunum þegar a.m.k. 35% landsmanna hafa fengið bólusetningu. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hækka fjölda- takmarkanir og er miðað við mörk á bilinu 20 – 200 manns. Einnig er gert ráð fyrir rýmri undanþágu frá nálægðarreglu og fjöldatakmörkun fyrir tiltekna starfsemi. Síðari hluti maí: Ná- lægðarmörk verða 1 metri og fjöldatakmörk rýmkuð enn frekar Síðari hlutann í maí er gert ráð fyr- ir að a.m.k. 50% landsmanna hafi fengið bólusetningu og að bólu- setning einstaklinga með undir- liggjandi sjúkdóma sé komin vel á veg. Þá verði unnt að rýmka fjölda- takmarkanir til muna, sem verði einhvers staðar á bilinu 100 til 1.000 manns. Samhliða verði ná- lægðarmörk færð úr tveimur metr- um í einn. Síðari hluti júní: Öllum takmörkunum aflétt innanlands Gert er ráð fyrir að aflétta megi öllum takmörkunum innanlands seinni hlutann í júní. Á þeim tíma er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja um 75% landsmanna að minnsta kosti einu sinni. Forsendur afléttingaráætlunar- innar eru annars vegar fyrirliggj- andi áætlanir um afhendingar bólu- efna ásamt markmiðum samninga um afhendingu og hins vegar bólu- setningaráætlun embættis land- læknis. mm Það er heiðlóan sem er sigurvegari kosn- ingar um titilinn Fugl ársins 2021. Hún flaug beint á toppinn í atkvæða- greiðslunni og sigr- aði með glæsibrag þar sem hún fékk bæði flest atkvæði sem fyrsta val kjósenda og var einnig með flest at- kvæði samanlagt sem 1.-5. val. Him- briminn veitti henni harða keppni. Alls bárust 2.054 atkvæði og stóð valið um 20 fugla. Velja mátti fimm fugla og raða þeim í sæti 1-5. Það er Fuglavernd sem stend- ur að baki kosningu á Fugli ársins en stefnt er að því að hún verði ár- legur viðburður héðan í frá enda voru viðtökurnar framar vonum. keppnin er haldin í þeim tilgangi að vekja athygli á fuglum og þeim ógnum sem að þeim steðja, þar á meðal röskun búsvæða og loftslags- breytingar. Í hópi fugla sem voru keppendur um titilinn Fugl ársins og eru í miklum vanda á Íslandi eru lundi, kría og send- lingur. Staða heiðlóunn- ar á Íslandi er þó góð og telst stofninn vera hátt í 400 þús- und pör. Hún er al- gengur og útbreidd- ur varpfugl og Ís- land er mjög mikilvægt búsvæði fyrir heiðlóuna því að um þriðjung- ur allra heiðlóa í heiminum verp- ir hér á landi. Heiðlóan er farfugl og flýgur á haustin til Vestur-Evr- ópu, aðallega Írlands en einnig til Frakklands, Spánar, portúgals og Marokkó, þar sem hún dvelur við strendur og árósa. Titillinn Fugl ársins 2021 er enn ein fjöður í hatt heiðlóunn- ar sem einnig sigraði BirdEurovi- sionkeppnina árið 2002 með fögr- um söng sínum. Heiðlóan er gjarn- an kölluð vorboðinn ljúfi og skipar sérstakan sess í hugum landsmanna sem tákn vorkomunnar og er frétt- um af fyrstu komu heiðlóunnar á hverju vori ákaft fagnað. mm Birta áætlun um afléttingu takmarkana í áföngum Heiðlóan er fugl ársins 2021

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.