Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 5
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 2021 5 Skaga menn umhv erfis jörð ina Taktu þátt! 3.- 30 . maí Heilsueflandi samfélag á Akranesi stendur fyrir hreyfingarátakinu Skagamenn umhverfis jörðina Brottför eru þann 3. maí næstkomandi og heim- koma væntanleg 30. maí. Teknar hafa verið saman gagnlegar upplýsingar fyrir þátttakendur: Hversu langt er ferðalagið? Já það er ekki nema 40.075,017 km. Hvernig ferðast ég? Þú reimar á þig góðan skóbúnað og klæðir þig eftir veðri og ferð út að ganga, hlaupa eða hjóla. Öll hreyfing utandyra telur! Hvernig skrái ég hreyfinguna? Þú byrjar á því að sækja appið Strava í símann þinn. Þar er hópur sem heitir „Skagamenn umhverfis jörðina". Stillir forritið á „run" og leggur af stað. Saman söfnum við kílómetrum og förum umhverfis jörðina á 27 dögum. Hvert er markmiðið? Það er að ganga frá Akranesi og umhverfis jörðina í því markmiðið að efla lýðheilsu skagamanna. Taktu þátt í skemmtilegu ferðalagi og förum SAMAN umhverfis jörðina! Akranes SK ES SU H O R N 2 02 1 Óskað er eftir tillögum um bæjar- listamann Akraness árið 2021 Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2021. Menningar- og safnanefnd mun fara yfir allar tillögur sem berast og verða niðurstöður kynntar á Þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní. Frestur til að skila inn tillögu er til og með 23. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar má finna á www.akranes.is Nýverið auglýsti Heilbrigðisstofn- un Vesturlands laust til umsóknar starf yfirmanns sjúkraflutninga hjá stofnuninni. Gísli Björnsson hef- ur gegnt starfinu frá því HVE varð til við sameiningu átta heilbrigðis- stofnana árið 2010 en lætur nú af störfum. Sjö umsóknir bárust um starfið og var ákveðið að ráða Þórð Guðnason á Akranesi. Byrjar hann störf 13. júní næstkomandi. Margar starfsstöðvar Hjá Heilbrigðisstofnun Vestur- lands eru nú átta starfsstöðvar þar sem sjúkrabílar eru staðsettir og 55 starfsmenn sem standa vaktir og sinna akstri samtals 16 sjúkra- bíla. Auk þess eru sex svokallaðar hjálparstöðvar á fámennari stöðum og sjötíu bakverðir til taks á þeim ef eitthvað kemur uppá. Yfirmaður sjúkraflutninga hjá HVE hefur um- sjón með hjálparstöðvunum. Þær eru á Reykhólum, Flatey, Húsafelli, Reykholti, Hvanneyri og Laugar- gerðisskóla. Starfið er því býsna víðfeðmt landfræðilega og um- fangsmikið hvað mannaforráð og tækjabúnað snertir. Gísli Björnsson hóf störf hjá Sjúkrahúsinu á Akra- nesi árið 1995 og gegndi í upp- hafi starfi deildarstjóra. Vann þá að flutningi sjúkrabílaþjónustunn- ar frá lögreglunni til sjúkrahússins á Akranesi. Árið 2010 þegar Heil- brigðisstofnun Vesturlands varð til var hann ráðinn sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá stofnuninni og hefur gegnt því starfi síðan. Hann segir ánægjulega þróun hafa átt sér stað á síðasta ári þegar fjórir nýir og vel búnir Benz sjúkrabílar komu í flota HVE og leystu af hólmi bíla sem voru komnir „fram yfir síðasta söludag,“ svo ekki sé fastar kveð- ið að orði. Gísli segir að von sé á fjórum nýjum bílum á þessu ári og verði það mikill léttir að þá verður helmingur sjúkrabílaflotans búinn að fara í gegnum endurnýjun. Björgunarmaður Þórður Guðnason kveðst afar ánægður að taka við nýju starfi og fullur tilhlökkunar. Hann telur sig vera að taka við góðu búi hjá Gísla og þekkir auk þess vel til starfsum- hverfisins. Þórður hefur undanfar- in ár átt og rekið verktakafyritækið Íslandsgáma, ásamt Guðna Þórðar- syni föður sínum, en hyggst hætta þeim rekstri nú. Þórður hefur aflað sér víðtækrar reynslu sem björgun- armaður. Verið í sjúkraflutningum, virkur í björgunarsveit og slökkvi- liðsmaður frá 2010. „Ég byrjaði sem sjúkraflutningamaður hér hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og var ýmist í föstu- eða hlutastarfi. Þá starfaði ég m.a. í tvö ár við sjúkra- flutninga í Osló. Ég hef aflað mér réttinda sem EMT-i sjúkraflutn- ingamaður, en það stendur fyrir Advanced emergency medical tec- hnician intermediate. Eftir björg- un á dreng úr sprungu í Langjökli 2010, sem björgunarsveitarmaður, var mér boðið til Sviss árið eftir þar sem ég fékk að starfa í þyrlusveit við björgun á fólki. Þar eru þyrlur notaðar nær eingöngu sem sjúkra- flutningatæki, afar hentugar til að komast í fjöllin. Loks hef ég ýmsa aðra reynslu og hef lokið nám- skeiðum sem snerta starf björgun- arsveita, slökkviliða og bráðaliða. Allt er þetta reynsla sem nýtist vel í því starfi sem ég er nú að taka að mér,“ segir Þórður. mm Þórður ráðinn yfirmaður sjúkraflutninga hjá HVE Þórður Guðnason tekur í júní við starfi Gísla Björnssonar sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá HVE. Lagnaþjònusta Vesturlands ehf. Alhliða þjónustufyrirtæki á sviði pípulagna Sendu okkur verkbeiðni à lagnavest@gmail.com eða hafðu samband við okkur í síma 787-2999

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.