Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 26
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 202126 Lið Umf. Reynis Hellissands í knattspyrnu, sem leikur í fjórðu deildinni í sumar, lék á mánudags- kvöldið í fyrstu umferð Mjólkurbik- arsins og fór leikurinn fram á Hell- issandi. Andstæðingurinn var lið Aftureldingar sem leikur í Lengju- deildinni, sem er næstefsta deild Ís- landsmótsins. Heimamenn áttu í fullu tré við Mosfellinga og stað- an var markalaus í hálfleik. Á 58. mínútu komst Afturelding yfir með marki Valgeirs Árna Svanssonar og hann var aftur á ferðinni á 90. mín- útu og lokastaðan því 0-2. Leikurinn var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var fyrsti leikur Reynis Hellissands í Meistaraflokki á Íslandsmóti frá upphafi og var þetta sömuleiðis vígsluleikur þeirra á hinum glæsilega heimavelli þeirra á Hellissandi og því mikið um dýrð- ir í bænum. Þjálfari liðsins og for- sprakki er Sandarinn kári Viðars- son sem hefur vakið mikla athygli fyrir stofnun og rekstur Frystiklef- ans í Rifi og ljóst að það verður meira en bara menning á Hellis- sandi í sumar. Mikil og góð stemning var á vellinum fyrir leikinn en þetta var fyrsti opinberi heimaleikur Reynis frá því að völlurinn var vígður árið 1994. En sem viðbót við hefðbund- inn fótboltaleik voru tekin upp at- riði í kvikmyndina Heimaleikurinn. karlakórinn kári söng fyrir leikinn lagið Ég er kominn heim. Fjölmargir áhorfendur mættu á leikinn og hvöttu sína menn áfram. Ekki var annað að sjá en að Reynis- menn börðust til hinsta blóðdropa og með hinum sanna ungmenna- félagsanda að vopni og höfðu gam- an af. af/vaks/ Ljósmyndir Alfons Finnsson. Karlakórinn Kári söng Ég er kominn heim, áður en leikurinn hófst. Ekki er útsýnið á Hellissand- svelli að skemma fyrir. Fyrsti opinberi leikurinn á Hellissandsvelli Afturelding sótti án afláts en Reynismenn tóku vel á móti í sóknum þeirra. Vörn Reynismanna var ekkert til að leika sér að. Leikgleðin skein úr heimamönnum og meðal liðsmanna var Aron Baldursson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands. Stuðningsmenn Reynis mættu vel dúðaðir á leikinn og tóku vel þátt í leiknum fánum prýddir. Áhorfendur streyma á völlinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.