Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 18
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 202118 Sigrún Ríkharðsdóttir gefur venjulega allt í það sem hún tek- ur sér fyrir hendur. Það fer ekki framhjá nokkrum manni þegar hún er mætt á völlinn að styðja Skagamenn í boltanum. Hvatn- ingahróp hennar bergmála í stúk- unni og inn á völlinn. Hún og þéttur kjarni stuðningsmanna hafa haldið hópinn til margra ára og láta vel í sér heyra á öll- um leikjum sem þau mæta á. Þessi hópur er svo sannarlega í farar- broddi stuðningsmanna Skagal- iðsins. Á sama tíma á ört vaxandi starfsemi Fimleikafélags Akraness hug Sigrúnar. Hún er starfsmað- ur félagsins og hefur setið í stjórn þess. Að loknu spjalli við tíðinda- mann Skessuhorns var hún rokin af stað til þess að skipuleggja fjár- öflun sem var að fara af stað hjá fimleikafélaginu. Ólst upp í kringum fótboltann „Það má segja að ég hafi alist upp við að lifa og hrærast í kringum fótboltann. pabbi var auðvitað leikmaður og þjálfari liðsins um árabil og síðan viðloðandi félagið á margan hátt í stjórn og öðrum trúnaðarstörfum. Ég man eftir því að vinkonur mínar í þá daga fóru með foreldrum sínum í úti- legur á sumrin en ég komst auð- vitað ekki þar sem að þetta var háannatími fótboltans og pabbi við þjálfun. Ég var ekkert súr út af þessu, fannst þetta bara forrétt- indi að fá að fylgja honum á leiki. En það var helst að við færum í stutta útilegu þegar keppnistíma- bilinu var lokið eða ef eitthvert hlé varð á sumrin,” sagði Sigrún. Gulir og glaðir Ragnheiður Ríkharðsdóttir elsta systir Sigrúnar lét vel í sér heyra á áttunda áratugnum þegar hún hvatti sína menn til dáða úr stúkunni og gaf ekkert eftir. „Það má alveg segja að ég hafi tekið við keflinu af henni en ég byrjaði með stuðnings- mannahópnum „Gulum og glöð- um“ á sínum tíma um 1980. Þá var mikið fjör enda hressir einstakling- ar í þeim hópi. Í seinni tíð erum við nokkur saman sem reynum að fara á alla leiki og styðja Skagamennina. Þar á meðal má nefna séra Guðna Harðarson og Gísla bróður hans, Brynjólf Þór Guðmundsson frétta- mann á RÚV, Sillu karen og Elfu Björk sem var starfsmaður á skrif- stofu félagsins og að ógleymd- um Ólafi Elíasi Harðarsyni sem er dyggur og ómetanlegur stuðnings- maður og hefur komið með mér á flesta leiki liðsins. Þarna eru aðeins nokkrir nefndir en þetta er allt frá- bær hópur.“ Eftirminnileg ferð til Ísafjarðar Sigrún segir að þau hafi ekkert hik- að við að fylgja liðinu hvert á land sem var. „Við fórum til Ólafsfjarð- ar, Grenivíkur og fram og til baka til Akureyrar á einum degi til að sjá fótboltaleik. En eitt eftirminni- legasta ferðalagið var til Ísafjarð- ar á sínum tíma þegar við lékum í 1. deild og áttum leik í miðri viku. Það var ákveðið með stuttum fyrir- vara að fara og koma aftur til baka um nóttina. En ferðin var algerlega þess virði því við sigruðum BÍ 6:0 fyrir vestan.“ Stig hafði aldrei heyrt jafn háa kvenmannsrödd Sigrún segir að það hafi verið marg- ar skemmtilegar ferðir sem hún hefur farið með Skagaliðinu. Ein þeirra eftirminnilegri var þegar hún sem formaður kFÍA fór með liðinu á Evrópuleik gegn Randers í Dan- mörku árið 2007. „Þrátt fyrir að ég sæti í heiðursstúkunni á leiknum þá lét ég samt vel í mér heyra. Í hálf- leik kom formaður Randers til mín og sagði að það væri hérna maður sem vildi fá að ræða aðeins við mig. Sá var Stig Töfting. Hann átti að baki 41 landsleik með Dönum og lék með Aarhus, Duisburg í Þýska- landi og Bolton Englandi á sínum leikmannsferli. Hann sat hjá mér í síðari hálfleik og sagðist aldrei hafa heyrt svona áberandi og háa kven- mannsrödd á ævi sinni. Höfðum við bæði gaman af þessu. Ungu mennirnir aðalsmerki félagsins En hvernig lýst Sigrúnu á Íslands- mótið sem nú er að hefjast? Svo- kallaðir knattspyrnusérfræðing- ar spá Skagamönnum hreint ekki góðu gengi í sumar. Jafnvel spáð botnbaráttu og einhverjir spá þeim falli úr deildinni. Sigrún hins veg- ar spáir því að Skagamenn verði um miðja deild og tekur ekki undir svartsýnisraddir. „Ég er ekki svo svartsýn. Ég held að Skagamenn verði mun ofar í stigatöflunni en spáð er. Ég hika ekki við það að spá þeim um miðja deild. Ég held að þetta ráðist svo- lítið af því hvernig ungu strákarn- ir standa sig. Það hefur verið okk- ar aðalsmerki hérna á Skaganum að ala upp efnilega stráka og gefa þeim tækifæri. Ef þeir hafa sjálfstraustið til að takast á við liðin í efstu deild þá geta þeir látið mikið að sér kveða en ef ekki þá óttast ég að þeir gætu orðið okkar helsti veikleiki. Þá hef ég trú á því að endurkoma Arnars Más Guðjónssonar í liðið eigi eftir að styrkja okkur mikið. En auðvitað hef ég mestar áhyggjur af sóknar- línunni. Við höfum misst Tryggva Hrafn Haraldsson og Stefán Teit Þórðarson sem komu að stærstum hluta að markaskoruninni í fyrra. En ég treysti Jóhannes karli til þess að ná því besta út úr Viktori Jóns- syni og nýja leikmanninum Hákoni inga Jónssyni. Þá fannst mér allt annað að sjá til Arons kristófers Lárussonar þegar hann var færður framar á völlinn. Hann getur skap- að usla með hraða sínum. Þá hef- ur vörnin verið styrkt með komu Finnans Elias Tamburini og Skot- anum Alex Davey. Ég sagði fyr- ir tveimur árum síðan á uppskeru- hátíð ÍA að ég vildi sjá Skagamenn verða Íslandsmeistara árið 2021 og fagna þar með 70 ára afmæli fyrsta Íslandsmeistaratitils okkar Skaga- manna árið 1951. En ég þori samt ekki að vera svo bjartsýn í ár. Það verður væntanlega að bíða aðeins lengur,” segir Sigrún. Hlutastarfið hefur undið upp á sig Sigrún hefur tekið virkan þátt í starfsemi Fimleikafélags Akraness og hefur setið í stjórn félagsins og nú sem starfsmaður þess. „Þetta byrjaði þannig að Ninja dóttir mín hóf að æfa með félaginu og ég fylgdi henni eftir og fór í stjórn og síðan í hlutastarf hjá félaginu sem hefur undið upp á sig. Ég sé um reksturinn á félaginu, samskipti við foreldra og að skipuleggja mót svo eitthvað sé nefnt. Í dag er Þórdís Þráinsdóttir yfirþjálfari hjá okkur og hefur staðið sig frábærlega. Við erum með alls um 30 þjálfara hjá okkur, þar af tvo í fullu starfi. Fimleikafélagið með flesta iðkendur iðkendur eru tæplega sex hundruð og er Fimleikafélag Akraness orð- ið það félag innan ÍA sem er með flesta iðkendur í dag. „Síðan verður alger bylting með tilkomu nýja fim- leikahússins við Vesturgötu. Húsið er afar vel heppnað og get ég ekki beðið eftir því að sýna almenningi þetta glæsilega hús þegar aðstæður leyfa. Húsið er mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið í bænum.“ Íslandsmót á Akranesi í byrjun júní Framundan er stórt verkefni hjá fé- laginu sem er Íslandsmótið í hóp- fimleikum sem fram fer á Akranesi 4.-6 .júní næstkomandi. „Þá var Gk mótið í hópfimleikum haldið hérna á Akranesi í vetur og tók ÍATV að sér að senda beint frá mótinu og voru um ellefu þúsund manns sem horfðu á þessa útsendingu, sem er ótrúlegur fjöldi og sýnir áhugann fyrir þessari íþrótt. Þetta var frá- bært framtak hjá forsvarsmönn- um ÍATV. Þá er félagið með árlega sýningu iðkenda sem var í íþrótta- húsinu og verður svo í nýja húsinu í framtíðinni. Við höfum fyllt hús- ið tvisvar á þessum sýningum ár hvert. Það er selt inn á sýninguna og er um leið fjáröflun hjá okkur. Þátttakendur hjá félaginu eru frá fimm ára aldri og upp úr. Við erum núna komin með meistaraflokk sem er farinn að keppa við Stjörn- una og Gerplu í 1. deild. Við höf- um nú eignast okkar fyrstu lands- liðsstúlku, sem er Guðrún Júlianne Unnarsdóttir, og er hún í unglinga- landsliðinu. Hún varð síðan þriðja í kjöri íþróttamanns Akraness í fyrra. Þannig að framtíðin er björt hjá fimleikafólki á Akranesi,“ segir Sig- rún Ríkharðsdóttir að endingu. se Kunnugleg sjón á pöllunum. „Stig Töfting sat hjá mér í síðari hálfleik og sagðist aldrei hafa heyrt svona áberandi og háa kvenmannsrödd á ævi sinni.“ „Brenn fyrir fótboltanum og fimleikafélaginu“ segir Sigrún Ríkharðsdóttir - einn harðasti stuðningsmaður Skagamanna Sigrún Ríkharðsdóttir. „Ég man eftir því að vinkonur mínar í þá daga fóru með foreldrum sínum í útilegur á sumrin en ég komst auðvitað ekki þar sem að þetta var háannatími fótboltans og pabbi við þjálfun,“ rifjar Sigrún upp. Við látum hér fylgja með mynd úr safni Skessuhorns. „Á kynslóðaleiknum vorið 2008 var pabbi fremstur og leiddi nafna sinn og son minn. Ég felldi tár, mér fannst þetta svo stórkostleg stund,“ sagði Sigrún. Ljósm. mm. Helgina 20.-21. febrúar síðastliðinn var GK mót í hópfimleikum haldið á Akranesi. Var það jafnframt fyrsta fimleikamótið sem haldið er í nýja fimleikahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. „Húsið er afar vel heppnað og get ég ekki beðið eftir því að sýna almenningi þetta glæsilega hús þegar aðstæður leyfa,“ segir Sigrún. Sigrún með vini sínum Ólafi Elíasi Harðarsyni á heimaleik ÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.