Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 6
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 20216 Ógætilegur akstur AKRANES: Um miðnæt- urbil á fimmtudagskvöld í síðustu viku barst Neyðar- línu kvörtun vegna ógæti- legs aksturslags á Vesturgötu á Akranesi. Tilkynnandi gat gefið upp bæði bíltegund og lit en þrátt fyrir leit lögreglu fannst bíllinn ekki. -frg Eldur í gröfu S T Y K K I S H Ó L M U R : Síðdegis á föstudag barst Neyðarlínu tilkynning um að kviknað hafi í tröppum gröfu sem stóð við Nesveg. Þar hafði komið upp eldur í hleðslutæki sem þó átti sam- kvæmt framleiðanda að þola rigningu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. -frg Þreyttur á sam- ferðamanni VESTURLAND: Á föstu- dag í síðustu viku stóð lög- regla ökumann að fram- úrakstri á gatnamótum Akra- fjallsvegar og Vesturlands- vegar. Ökumaðurinn brot- legi var stöðvaður og kvaðst hann einfaldlega hafa verið orðinn þreyttur á hægakstri ökumannsins fyrir fram- an hann og því tekið framúr honum. -frg Ungmenni stukku á flótta VESTURLAND: Aðfarar- nótt laugardags barst Neyð- arlínu tilkynning um að hús- ráðandi í sumarbústað við kiðárbotna í Húsafelli hefði vaknað upp við að einhverj- ir væru komnir á pallinn hjá honum. Þegar húsráð- andi síðan fór út á pallinn reyndist vera um ungmenni að ræða sem þegar stukku á flótta. -frg Krossarar á reiðvegi VESTURLAND: Um há- degisbil á laugardag barst lögreglu tilkynning um tvö óskráð torfæruhjól, svokall- aða krossara, sem ekið væri um reiðvegi við Akrafjalls- veg. krossararnir fundust ekki þrátt fyrir leit. -frg Grjóthrun í Svínadal VESTURLAND: Á sunnu- dagsmorgun var Neyðarlínu tilkynnt um grjóthrun á veg- inn um Svínadal í Dölum. Barst tilkynningin frá vegfar- anda sem ók um Svínadalinn frá Búðardal. Var um talsvert grjóthrun að ræða og meðal annars var það stórt grjót á veginum að stórvirka vinnu- vél þurfti til að fjarlægja það. Vegagerð var látin vita og fjarlægðu starfsmenn hennar grjótið. -frg Meðalíbúðin kostar nú tólfföld lágmarkslaun RVK: „Ekkert lát er á hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæð- inu og ekki verða greind teikn um að þeirri þróun verði snúið við á næstunni,“ segir í frétt frá sviði stefnumótunar og grein- ingar hjá Alþýðusambandi Ís- lands en þar er reglulega fjallað um þróun húsnæðismarkað- ar hér á landi. „Þrátt fyrir tals- verða hækkun launa hefur verð á húsnæði farið vaxandi umfram tekjuþróun og er nú svo kom- ið að 85 fermetra íbúð á höfuð- borgarsvæðinu kostar um tólf- föld árslaun þeirra sem lægstar tekjur hafa borið saman við tí- föld árslaun árið 2011. -mm Tekinn á 132 HVALFJ.SV: Á miðvikudag- inn í síðustu viku var ökumað- ur stöðvaður á 132 kílómetra hraða á Akrafjallsvegi, á móts við kirkjuból. Sektin fyrir slíkt brot er 120 þúsund krónur auk tveggja punkta í ökuferilsskrá. -frg Kvartað yfir malarflutningum AKRANES: Að sögn lögreglu hefur verið talsvert um kvart- anir vegna malarflutninga í og við ný íbúðahverfi Akraness. kvartanirnar hafa meða annars lotið að símanotkun við akstur vörubíla auk hraðaksturs. Hef- ur kveðið svo rammt að þess- um kvörtunum að bæjaryfirvöld höfðu samband við lögreglu. Lögregla hefur í kjölfarið haft samband við verktaka á svæðinu og óskað eftir að rætt yrði við ökumenn vörubíla á svæðinu. Stutt er síðan barn varð fyrir vörubíl í nýju hverfi á Akranesi. -frg Laust fyrir klukkan 10 í gærmorg- un kom upp eldur í þaki verslun- ar og veitingarstaðar N1 í Borg- arnesi. Tilkynnt var um reyk úr þaki hússins og talið að eldurinn hafi kviknað þegar unnið var við að hita þakpappa við framkvæmd- ir á þaki. Slökkvistarf gekk vel, að sögn Heiðars Arnar Jónssonar va- raslökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Borgarbyggðar. Þó reyndist snú- ið fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldsupptökum í þakinu og þurfti að rífa hluta af nýrri klæðningu. Samhliða var húsnæðið reykræst til að draga úr skemmdum af völd- um reyks. Húsið var rýmt á með- an slökkvistarf stóð yfir og því var enginn í hættu. mm/ Ljósm. glh Vorverkin eru hafin hjá starfsmönn- um Vegagerðarinnar á Snæfells- nesi, eins og annarsstaðar. Nýttu þeir góðviðrisdag í síðustu viku til að fylla í holur í malbikinu. Þetta eru kannski ekki einungis vorverk enda hafa þeir farið reglulega til að fylla í holur í vetur þar sem vetur- inn hefur verið óvenju mildur þetta árið. Það má segja að vegir á Snæ- fellsnesi koma þokkalega undan vetri en komið er að töluverðu við- haldi á sumum köflum. Á myndinni er Haukur Berg Guðmundsson að holufylla í Staðarsveitinni. þa Eldur kom upp í þaki N1 í Borgarnesi Hefðbundin vorverk vegagerðarfólks

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.