Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 21
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 2021 21 Ratleikjaappið er símaapp sem er aðgengilegt bæði á App Store og Google play öllum að kostnaðar- lausu. Það kom út í fyrra frá Sýslu, menningu og listum, sem er lítið sprotafyrirtæki sem hefur verið að vinna með íslenskt hand- og hug- verk þar sem áhersla er lögð á að útbúa spil, leiki, þrauta- og hljóð- bækur og snjallforrit. Ratleikjaapp- ið er auðvelt og skemmtilegt leikja- app fyrir alla fjölskylduna og býður appið upp á ratleik í alls átta bæj- arfélögum á landinu. Þau eru auk Akraness; Vogar, Suðurnesjabær, Reykjanesbær, Reykjavík, Hafnar- fjörður, Stykkishólmur og Selfoss. Markmið ratleiksins er að ferðast um bæinn hvort sem er gangandi eða á hjóli og kynnast skemmti- legum stöðum í bænum ásamt því að safna stjörnum sem birtast í for- ritinu við hin ýmsu kennileiti víðs vegar um bæinn. Til þess að finna ratleikjastoppin og vinna stjörnu þarf að smella á hnappinn „Byrja leitina“. Um leið og smellt er á hnappinn opnast myndavél í sím- anum þar sem þú skannar með sím- anum yfir svæðið þar sem þig grun- ar að rétta stoppið sé. Ef þú hefur valið rétt svæði birtist stjarna og til að halda áfram á næsta stopp þarf að smella á stjörnuna. Leikurinn hleður ekki niður neinum upplýsingum um notend- ur en til að geta spilað leikinn þarf að gefa appinu aðgang að staðsetn- ingu og myndavél símtækisins (það er mjög mikilvægt því annars gerist ekki neitt). Ekki er alveg nauðsyn- legt að vera kunnugur öllum stað- háttum í hverjum bæ fyrir sig þó það hjálpi vissulega. Alltaf er hægt að finna staðsetninguna með GpS korti í leiknum og einnig hægt að fá vísbendingu á hverjum stað í símanum. Appið er afþreying fyrir fólk á öllum aldri en er hugsað fyrir krakka frá á að giska sjö ára aldri og upp úr og er hvatning til útiveru og góðra samverustunda. Hjólatúr á Skaganum Blaðamaður Skessuhorns ákvað að skella sér í þennan ratleik síðasta sunnudag í mildu vorveðri á Akra- nesi í hjólatúr með konunni og ein- um sjö ára gutta sem var aldeilis spenntur. Fyrsta stoppið var Ljós- kerið á Akurshól svo ég gefi smá vís- bendingu þannig að fólk komist nú af stað í leiknum og síðan var mað- ur leiddur á hina ýmsu staði á Akra- nesi, allt frá þekktum kennileitum, flottum listaverkum, styttum, úti- vistarsvæðum og á staði sem mað- ur hafði ekki komið á ansi lengi. Ef maður var ekki alveg viss hvert ætti að fara næst að þá eru allskyns skemmtilegar vísbendingar sem koma upp í appinu til að hjálpa fólki að komast á næsta stað. Eins og t.d. listaverk Margeirs Guðmundsson- ar í hjarta Akraness, „Heimili“ Spi- derman í nálægð við grunnskóla, Hoppað á Neðri-Skaga, leiksvæði tjaldbúa og elsta steinsteypta íbúð- arhúsið á Íslandi. Þá er einnig hægt ef allt þrýtur að nota GpS kortið í leiknum en innfæddum er strang- lega bannað að nota það! Alls eru þetta 20 staðir víðsvegar um bæinn og gefa góða mynd af Skaganum en ég verð þó að segja að ég saknaði þess að fá ekki að kíkja á Breiðina og á Akranesvita og ég er viss um að Hilmar vitavörður er sammála mér þar. Alls tók hjólatúrinn um tvo og hálfan tíma og vegalengdin er rúm- ir 12 kílómetrar og því er upplagt að taka með sér nesti fyrir ferðina eða kíkja í bakarí jafnvel á miðri leið og taka gott nestisstopp til að safna kröftum fyrir seinni hluta ferðarinnar. Ég mæli virkilega með þessum stórskemmtilega ratleik og við fjölskyldan stefnum á að kíkja á fleiri staði í sumar og líklegt að næsti viðkomustaður verði sá fal- legi bær Stykkishólmur. Því segi ég: Gleðilegt ratleikjasumar! vaks Steinn Steinar. Ratleikjaappið er hvatning til útiveru og góðra samverustunda Ljóskerið á Akurshól. Heimili Köngulóarmannsins. Lóa Katrín með mömmu sinni, Krist- jönu, í bátsferð. trúi því að einn af lykilþáttum þess að bæta þessa stöðu sé að landsvæð- in eigi sér málsvara og rödd við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Við tölum ekki alltaf fallega um kjördæmapot en ég held að við þurfum að snúa því við, það þurfa allir hópar að eiga sína rödd og þar finn ég að ég hef eitthvað að gefa,“ segir Guðmundur. „Ég hef mikinn áhuga á byggðamálum almennt og hvernig samfélögin tikka, verða til og eflast,“ bætir hann við. Fjölbreyttara atvinnulíf Guðmundur segist vilja sjá aukna fjölbreytni og nýsköpun á lands- byggðinni svo minni þorp hafi fleiri en eina atvinnustoð. „Þegar atvinnustoðirnar eru fáar eru sam- félögin veikburða og völt. Ég vil sjá okkur byggja upp fjölbreytt- ari atvinnu á landsbyggðinni þar sem við vinnum markvisst að því að efla atvinnuuppbyggingu,“ seg- ir Guðmundur. „Síðustu áratugi hafa samfélög úti á landi mikið ver- ið að reiða sig á eitt gullegg en við þurfum að setja eggin í fleiri körf- ur,“ bætir hann við. Þá segir hann samgöngumál vera ofarlega á lista yfir það sem þurfi að koma í lag í Norðvesturkjördæmi. „Það er eitt- hvað sem öll sveitarfélögin á þessu svæði eiga sammerkt. Við þurfum líka að horfa til þess að samgöngur eru ekki bara fyrir ferðaþjónustu, við megum ekki gleyma fólkinu sem býr og starfar á þessum svæð- um. Það þarf líka að fara í heljarinn- ar uppbyggingu í samgöngumálum innan sveita. Það væri nú bara til að æra óstöðugan að telja upp allt sem þarf að bæta í samgöngum í kjör- dæminu. Þarna eru svæði sem hafa verið svelt í þessum efnum alltof lengi,“ segir Guðmundur. Fjölmenningin styrkir samfélögin Heilbrigðismálin segir Guðmundur einnig vera honum ofarlega í huga. „Við þurfum að gera framtíðarplan í heilbrigðismálum á landsbyggð- inni. Það hefur verið skorið niður lengi og er enn verið að skera nið- ur. Það þarf að snúa þessu við,“ seg- ir hann og bætir við að þetta sé bara lítið brot af því sem þurfi að gera til að bæta kjör íbúa á landsbyggðinni. „Grunnþjónusta er víða á lands- byggðinni mjög skert og það þarf að breytast. Það eru grunnstoðirn- ar sem ég vil fyrst og fremst verja minni orku í að berjast fyrir. Ég hef líka mikinn áhuga á fjölmenningar- málum og finnst við þurfa að setja meiri fókus á þau auðæfi sem fel- ast í fjölmenningu. Fjölmenning- in styrkir samfélögin en við þurf- um líka að huga vel að fólkinu. Við þurfum að gæta þess hvernig skóla- kerfið tekur á móti fólki og hvergi þjónustu við bjóðum upp á fyrir fólk sem kemur annars staðar frá,“ segir Guðmundur. Viðreisn samrýmist skoðunum hans Aðspurður segist hann hafa valið að ganga til liðs við Viðreisn því mál- efni flokksins samrýmist því sem hann standi fyrir. „Hjá Viðreisn er rauði þráðurinn að almannahags- munir trompi sérhagsmuni og allt sem við stöndum fyrir snýr að því að stuðla að réttlæti og jafnrétti. En ég hef líka sterkar skoðanir á að við þurfum að efla alþjóðasam- starf. Það skiptir ekki máli hvar þú átt heimili eða hvar þú byggir upp þína fjölskyldu, vaxtaumhverfi okk- ar og þessi örgjaldmiðill gerir okk- ur öllum þyngra að koma þaki yfir höfuðið og bítur jafn sárt hvort sem þú átt heima í Bolungarvík eða Garðabæ. Þetta þarf að breytast. Við þurfum að gera öllum kleift að eignast heimili,“ segir Guðmund- ur Gunnarsson oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. arg/ Ljósm. aðsendar Guðmundur og Lóa Katrín tíu ára dóttir hans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.