Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 13
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 2021 13 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Sérfræðingar í uppsetningu og viðhaldi loftræstikerfa! Eigum allar helstu pokasíur á lager• Veitum ráðgjöf og gerum tilboð• www.blikkgh.is blikkgh@blikkgh.is Akursbraut 11b • 431-2288 Starfsmannafélag Dala– og Snæfellsnessýslu Sendum félagsmönnum okkar og öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins. Það er nóg til! Stofnað 8. mars 1987 SK ES SU H O R N 2 02 1 Gatnaviðhald 2021 Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í viðhald gatna á Akranesi. Um er að ræða viðgerðir steyptra gatna, yfirlögn með malbiki og gerð gönguþverana á Garðagrund, Leynisbraut, Smiðjuvöllum, Hagaflöt og Holtsflöt. Helstu magntölur: Uppbrot steypu 1.000 m• 2 Malbikun 2.800 m• 2 Útboðsgögn eru einungis afhent á stafrænu formi, með því að senda tölvupóst á netfangið akranes.utbod@mannvit.is, þar sem fram kemur nafn bjóðanda ásamt netfangi, nafni og símanúmeri tengiliðs. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 18. maí 2021 kl. 11:00. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Hermína kristín Lárusdóttir hefur verið ráðin nýr leikskólastjóri við leikskóla Snæfellsbæjar en frá þessu er greint í frétt á vef sveitarfélags- ins. Hermína tekur við starfinu af ingigerði Stefánsdóttur 1. júní næstkomandi. Í fréttinni er sagt frá því að Hermína, sem er fædd og uppalin í Snæfellsbæ, hefur starfað við leikskólann í Ólafsvík frá árinu 2003. Hún var fyrst leikskólakenn- ari við skólann í þrjú ár en hef- ur verið aðstoðarleikskólastjóri frá árinu 2006. Að auki hefur hún verið aðstoðar- og sérkennslustjóri síðan árið 2008. „Hún útskrifaðist sem leikskólakennari frá kennarahá- skóla Íslands árið 2004 og sem sér- kennari frá Háskóla Íslands árið 2018. Auk þess er hún með leyfis- bréf sem grunnskólakennari,“ segir í fréttinni á vef Snæfellsbæjar. arg kjörnefnd kaus á sunnudaginn séra Hildi Björk Hörpudóttur í starf sóknarprests í Reykholts- og Hvanneyrarprestakalli og hefur sr. Agnes M Sigurðardóttir bisk- up Íslands staðfest ráðningu henn- ar. Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu og miðað við að viðkom- andi gæti hafið störf sem fyrst eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að ákvörðunum um ráðningu lægi fyrir. Starfi sóknarprests í Reyk- holti fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæm- inu, við Þjóðkirkjuna – Biskups- stofu, þ.á.m., vegna umsýslu jarðar- innar Reykholts. prestssetur verður í Reykholti. Í Reykholtsprestakalli eru sex sóknir; Bæjarsókn, Fitja- sókn, Hvanneyrarsókn, Lundar- sókn, Reykholtssókn og Síðumúla- sókn. 1. desember 2019 var heild- arfjöldi íbúa í prestakallinu 988. prestakallið var auglýst með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupa- fundur legði tillögur fyrir kirkju- þing er snertu m.a. Reykholts- prestakall og sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla í pró- fastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings. Sr. Hildur Björk er fædd í Reykja- vík 1980. Hún starfar nú sem sviðs- stjóri fræðslusviðs Biskupsstofu. Hún lauk mag. theol prófi frá Háskóla Ís- lands 2015 og MA-gráðu í praktískri guðfræði frá sama skóla árið 2017. Þá lauk hún námi árið 2019 frá Clif- ford College í „Family Ministry.“ Jafnframt er hún með kennslurétt- indi og meistarapróf í mannauðs- stjórnun. Hildur Björk er einnig með próf í sáttamiðlun, áfallafræð- um og hefur réttindi sem alþjóðleg- ur jógakennari. „Sr. Hildur Björk á fimm börn. Hún hefur margháttaða starfsreynslu á sviði félags, kirkju- og mannúðar- mála. Hún hefur meðal annars ver- ið formaður Jafnréttisnefndar þjóð- kirkjunnar, átt sæti í stjórn Félags prestvígðra kvenna, setið í stjórn Skálholtsútgáfunnar og verið aðal- maður í Vernd, félags um fanga- hjálp. Hildur Björk var vígð til þjón- ustu í Reykhólaprestakalli og var þar sóknarprestur frá 2016-2019,“ segir í tilkynningu frá Biskupsstofu. mm Hermína Kristín Lárusdóttir tekur við sem leikskólastjóri við leikskóla Snæfells- bæjar 1. júní næstkomandi. Ljósm. Snæfellsbær Hermína hefur verið ráðin nýr leikskólastjóri í Snæfellsbæ Hildur Björk ráðin sóknarprestur í Reykholt Séra Hildur Björk Hörpudóttir verðandi sóknarprestur í Reykholti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.