Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 12
 - Bæjarblað allra Mosfellinga12 Cecilía Rán Rúnarsdóttir knattspyrnukona og Kristófer Karl Karlsson kylfingur efst í íþróttakjöri Mosfellsbæjar Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2020 Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mos- fellsbæjar fór fram við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Blik miðvikudaginn 6. janúar 2021 í beinni útsendingu í gegnum YouTube. Þetta var í 29. skipti sem Mosfellsbær heiðrar sitt besta og efnilegasta íþróttafólk. Að þessu sinni voru 13 konur og 16 karlar tilnefnd til kjörsins og hafa aldrei verið fleiri. Vegna COVID-19 var athöfnin held- ur óhefðbundin í ljósi fjöldatakmarkana, sóttvarnareglna og til að tryggja fjarlægð- armörk. Markvörður og kylfingur og þjálfari Íþróttakona Mosfellsbæjar 2020 var kjör- in Cecilía Rán Rúnarsdóttir knattspyrnu- kona í Fylki. Cecilía er 17 ára og var valin í öll verkefni A-landsliðsins á árinu auk þess sem hún varð yngsti markvörður í sögunni, aðeins 16 ára, til að spila A-landsleik. Cec- ilía spilaði alla leiki Fylkis á árinu og var kosin efnilegasti leikmaður Pepsi Max deildarinnar á tímabilinu. Íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020 var kjörinn Kristófer Karl Karlsson kylfingur í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Kristófer er einn af allra bestu kylfingum landsins. Hann varð Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik 19-21 árs og stigameistari GSÍ. Þá varð hann klúbbmeistari GM og valinn í A-landslið Íslands sem lék á Evrópumótinu í Hollandi. Sú nýjung var gerð í kjörinu í ár að heiðraður var þjálfari ársins sem að þessu sinni var valinn Alexander Sigurðsson fim- leikaþjálfari frá Aftureldingu. Alexander er einn af fremstu fimleikamönnum Íslands. Hann æfir sjálfur hjá Gerplu en þjálfar hjá Aftureldingu með frábæru og uppbyggjandi starfi. Iðkendur hans hafa varla misst úr æfingu þrátt fyrir takmarkanir vegna COV- ID-19, þökk sé nútímatækni. M yn di r/ Ra gg iÓ la Ég vil vinna fyrir þig! - fagleg og persónuleg þjónusta Hringdu í 897-1533 davíð Ólafsson lög. fast. david@fastborg.is GleðileGt nýtt ár! Bein útsending íþróttakjörs frá Blik þjálfari ársins, alexander sigurðsson cecilía rán og kristófer karl Bílaverkstæði Edda K Allar almennar viðgerðir Desjamýri 1 s. 564-3272 og 663-2572

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.