Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaið í Mosfellsbæ4 Helgihald Lágafellssóknar verður áfram rafrænt næstu vikur en birtist á heima- síðu og Facebook-síðu Lágafellskirkju. Endilega fylgist með á heimasíðunni okkar vegna breytinga á safnaðarstarf- inu vegna COVID-19 faraldursins. guðsþjónustur/helgihald Vegna faraldursins verða ekki sunnu- dagsguðsþjónustur kl. 11 í kirkjunum okkar en prestar kirkjunnar munu skiptast á að flytja kveðjur á netinu í ýmsu formi. sunnudagaskóli Rafrænn alla sunnudaga kl. 13. æskulýðsfélagið ósoM fyrir 8.–10. bekk Hefst þriðjudaginn 19. janúar kl. 20 – nánara fyrirkomulag og dagskrá er í vinnslu, sjá heimasíðu. Fermingarfræðslan Fermingarbörn í Lágafellssókn mættu aftur á nýju ári til fermingarfræðslu í safnaðarheimilið. Hópunum var skipt upp í 10 hópa og allar þekktar sóttvarnareglur virtar og gekk vel. Fermingarfræðslan hefur farið fram fyrir áramót í gegnum netið. www.lagafellskirkja.is Nafnið tilkynnt í Mosfellingi í dag • Aron Þór fæddist laugardaginn 2. janúar kl. 00.55 fyrsti Mosfellingur ársins 2021 – fær nöfn landsliðsfyrirliðanna Fyrsti Mosfellingur ársins fæddist kl. 00.55 þann 2. janúar. Það er hraustur og flottur drengur sem mældist 50 cm og 3.300 gr. Foreldrar hans eru handbolta- maðurinn Gunnar Malmquist Þór- isson og Elín Huld Sigurðardóttir, drengurinn er þeirra fyrsta barn. „Við ákváðum að nota tækifærið og tilkynna nafnið hans í Mosfellingi þar sem þetta er fyrsti en örugglega ekki síðasti titillinn sem hann fær. Hann heitir Aron Þór Malmquist Gunnarsson, það er í höfðuðið á frændum mínum, landsliðsfyrir- liðunum Aroni Einari knattspyrnu- manni og Arnóri Þór handknatt- leiksmanni. Þórsnafnið er líka í höfuðið á pabba mínum og svo er Þór Akureyri uppeldisfélagið mitt. Fyrsti titillinn kominn í hús Hann átti ekki að fæðast fyrr en 7. janúar en hefur viljað ná þessum titli, ætli hann eigi svo ekki eftir að verða fyrirliði í framtíðinni,“ segir Gunnar stoltur. Fjölskyldan flutti nýverið í Mos- fellsbæ en Gunnar hefur spilað handbolta með Aftureldingu sl. 6 ár. „Það er algjör draumur að búa hérna, ég sá það strax þegar ég byrjaði að spila hér að þetta væri fullkomið samfélag til að ala upp barn, íþróttalífið er frábært, allir vilja gera allt fyrir alla. Aron Þór dafnar vel, hann er ákveðinn og lætur í sér heyra þegar hann er svangur en annars er hann vær og góður,“ segir Gunnar. gunnar malmquist, aron þór og elín huld Mynd/RaggiÓla Í vor verður verður lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2021 hleypt af stokkunum í þriðja sinn frá árinu 2017. Verkefnið tókst mjög vel síðast og þátt- taka íbúa sló Íslandsmet þegar 19,1% íbúa tók þátt í kosningu milli þeirra verkefna sem lögð voru fram til umræðu og út- færslu. upplýst sleðabrekka við varmárskóla Um þessar mundir eru síðustu verkefnin sem íbúar vildu koma í framkvæmd í Okk- ar Mosó 2019 að komast til framkvæmda. Þannig er nú búið að opna sleðabrekku í Ævintýragarði Mosfellsbæjar rétt norðan við Varmárskóla fyrir neðan tjaldsvæðið. Sleðabrekkan er um 100 metra löng og hentar bæði til sleðaferða og skíðaiðkunar um leið og snjórinn lætur sjá sig. Brekkan er upplýst með ljósköstur- um þegar þurfa þykir yfir vetrartímann. Aðkoma að svæðinu er frá bílastæði við Varmárskóla. Einnig hafa nú verið sett upp leiktæki við Miðbæjartorg Mosfellsbæjar. Um er að ræða hengirúm og klifurdýr sem falla vel að umhverfinu og eru til þess fallin að auka aðdráttarafl miðbæjarsvæðisins, sérstak- lega fyrir yngri kynslóðina. Sleðabrekka og leiktæki tilbúin • Síðustu verkefni Okkar Mosó 2019 í framkvæmd Okkar Mosó í þriðja sinn í vor beðið er eftir snjó í nýja sleðabrekku Lionsklúbbar hjálpa Seyðfirðingum Lionsklúbbur Mosfellsbæjar og Lionsklúbburinn Úa Mosfellsbæ ákváðu að rétta Seyðfirðingum hjálparhönd með 300.000 kr. fram- lagi, 150.000 frá hvorum klúbbi. Framlagið var sent til Lkl. Seyðisfjarðar með ósk um að þeir meti hvernig framlaginu er best varið. Lionsfélagar í Mosfellsbæ senda Seyðfirðingum góðar kveðjur með von um að framlagið komi að góðum notum. Einnig er gaman að geta þess að starfsmaður Alþjóðahjálparsjóðs Lions (Lions Clubs International Foundation) hafði samband við umdæmisstjóra Lions fyrir Suður- og Austurland og bauð fram aðstoð sjóðsins. Nú er unnið að umsókn um svokallaðan uppbyggingarstyrk frá sjóðnum og von er á þeim styrk fljótlega. Nýjar takmarkanir hafa tekið gildi Í gær, þann 13. janúar, voru samkomutakmarkanir vegna COVID-19 rýmkaðar. Fjöldatak- markanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíða- svæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda. Fjöldamörk í sviðslistum verða aukin og sama gildir um aðra menningarviðburði. Þetta er megin- efni breyttra reglna sem gilda til 17. febrúar. Sóttvarnalæknir leggur til þessar tilslakanir þar sem vel hafi gengið að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 hér á landi. Hann bendir á að víða erlendis sé faraldurinn í mikilli uppsveiflu, meðal annars vegna nýs afbrigðis veirunnar sem til þessa hafi ekki náð að breiðast út hérlendis. MOSFELLINGUR keMur næst út 11. febrúar mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.