Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 18
 - Fréttir úr bæjarlífinu18 Bókasafn Mosfellsbæjar var opnað á ný 18. nóvember eftir sex vikna lokun. Gestir eru hvattir til að sinna erindum sínum hratt og skilmerkilega svo fleiri komist að, en einung- is 20 gestir mega vera í safninu hverju sinni. Börn fædd 2005 og síðar telja ekki með í gestafjölda. Grímuskylda er í safninu. Frátektir eru sóttar við inngang safnsins. Gögn eru í umbúðum sem eru merktar lán- þega og hefur verið gengið frá láninu. Bókasafn Mosfellsbæjar 20 manns í Bókasafninu og grímuskylda Föstudaginn 8. janúar hófst nýtt sýningarár í Listasal Mosfellsbæjar með sýningunni Tilverur. Verkin á sýningunni eru eftir Sindra Ploder, sem er 23 ára gamall lista- maður með Downs heilkenni, og er þetta hans fyrsta einkasýning. Verk Sindra bera sterk höfundareinkenni hans. Hann vinnur í ýmsa miðla en við- fangsefnið er alltaf það sama: óskilgreindar verur sem minna á margt en eru ekki eitt- hvað eitt ákveðið. Sindri og aðstandendur hans fundu því upp á nýyrðinu tilverur. Fjöldi fólks mætti fyrsta sýningardaginn og myndaðist stundum röð fyrir utan Bóka- safnið því að sjálfsögðu var öllum sóttvarn- arreglum fylgt og aðeins 10 manns hleypt inn í rýmið hverju sinni. Síðasti sýningardagur er 5. febrúar. Opið er kl. 12-18 virka daga og kl. 12-16 á laugar- dögum. Listasalur Mosfellsbæjar Líf hjá Tilverum sindri ploder við opnun sýningarinnar Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Mikill eldur kom upp í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi þann 8. janúar. Stöðvarstjóri segir að töluverður hiti hafi verið í lífrænum úrgangi á svæðinu undanfarna daga en varnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir stærri eld. Mikla lykt lagði yfir nærliggjandi hverfi í Leirvogstungu og voru íbúar hvattir til að loka gluggum. Vinnuvélar höfðu í nógu að snúast við að moka yfir eldinn en engin hætta var talin á ferð. Eldur í urðunarstöð í Álfsnesi RÖSK vinnustofa Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum - púdar - veggplattar - ísskápsseglar - Kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com lykt lagði yfir Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.