Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 14
 - Fréttir úr bæjarlífinu14 Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 18. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35. Útskriftarefnum var skipt í tvo hópa vegna sóttvarna og fjöldatakmarkana og athöfninni streymt beint á vefnum. Aðstandendur nemenda og kennarar skólans gátu því fylgst með athöfninni í beinni útsendingu. Að þessu sinni var þrjátíu og einn nemandi brautskráð- ur. Af félags- og hugvísindabraut voru brautskráðir fimm nemendur og tveir af náttúruvísindabraut. Af opinni stúd- entsbraut voru brautskráðir tuttugu og fjórir nemendur, þar af 15 af almennu kjörsviði, einn af hestakjörsviði og einn af íþrótta- og lýðheilsukjörsviði. Verðlaun frá Mosfellsbæ fyrir hæstu einkunn á stúd- entsprófi fékk Emese Erzsebet Jozsa en hún fékk einnig verðlaun fyrir besta árangur í ensku og spænsku. Verð- laun fyrir góðan árangur í listgreinum fékk Alexandra Björg Vilhjálmsdóttir og verðlaun fyrir góðan árangur í dönsku hlaut Arna Haraldsdóttir. Birna Kristín Hilmarsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í umhverfisfræði og fyrir góð- an árangur í kvikmyndafræði fékk Gunnar Helgi Björnsson verðlaun. Fyrir góðan árangur í íslensku og sögu fékk Margrét Rós Vilhjálmsdóttir verðlaun og Sigurbjörg Sara Finnsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í uppeldisfræði. Ragna Katrín Björgvinsdóttir hlaut verðlaun fyrir störf í þágu nemendafélags. Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ streymt beint • Emese Erzsebet Jozsa með hæstu einkunn 31 nemandi brautskráður frá FMOS

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.