Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 6
Vinstri græn halda forval í Kraganum Kjördæmisþing Vinstri hreyfingar- innar græns framboðs í Suðvest- urkjördæmi (Kraganum) hefur ákveðið að hafa forval í efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar fyrir Alþingis- kosningarnar 25. september. VG í Suðvesturkjördæmi kaus sér stjórn um síðustu helgi. Björg Sveinsdóttir, Hafnarfirði, er nýr formaður kjör- dæmisráðsins, en aðrir í stjórn eru Ásbjörn Þ. Björgvinsson, Kópavogi, Ástvaldur Lárusson, Hafnarfirði, Egill Arnarsson, Seltjarnarnesi, Gunnsteinn Ólafsson, Garðabæ og Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir, Mosfellsbæ. Stjórninni var falið að ákveða hvenær og hvernig forvalið verður útfært. - Bæjarblað allra Mosfellinga6 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2021. Sækja skal um starfið á ráðningarvef Mosfellsbæjar, www.mos.is/storf. Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Pétur J. Lockton fjármálastjóri í síma 525 6700. Um framtíðarstöðu er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni. Aðalbókari óskast í fjármáladeild Mosfellsbæjar VIÐ LEITUM AÐ DRÍFANDI OG METNAÐARFULLUM EINSTAKLINGI Í STARF AÐALBÓKARA Fjármáladeild Mosfellsbæjar er stoðdeild sem sér um umsýslu fjármála bæjarins. Deildin sinnir bókhaldi, greiðslu reikninga, innheimtu og álagningu gjalda. Fjármáladeild hefur með höndum verkstjórn við fjárhagsáætlanagerð, árshlutauppgjör og gerð ársreiknings. Í deildinni starfa fjármálastjóri, verkefnastjóri, innheimtufulltrúi, aðalbókari og bókari. Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi Mosfellsbæjar, stýrir bókhaldsvinnu sveitarfélagsins og gerð uppgjörs. Fjárhagskerfi fjármáladeildar er Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV). Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Menntunar- og hæfnikröfur: • Viðskiptafræðimenntun af fjármála- eða endurskoðunarsviði og/eða meistarapróf í reikningsskilum er skilyrði • Þekking á lögum og reglum um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga ásamt lögum um virðisaukaskatt og reglum um undanþágur fyrir sveitarfélög • Þekking og reynsla á færslu, skipulagningu og uppgjöri bókhalds er skilyrði • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur • Gerð verkferla og samþætting Dynamics BC (NAV) við önnur kerfi • Samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun • Nákvæmni í vinnubrögðum og talnagleggni • Frumkvæði sjálfstæði og skipulagshæfni • Mjög góð tölvukunnátta og færni í Excel • Mjög góð þekking og reynsla af Dynamics BC (NAV) er kostur • Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg Framkvæmdum við tvöföldun Vesturlands- vegar á kaflanum milli Skarhólabrautar og Langatanga lauk nú fyrir jól. Um er að mikilvæga framkvæmd fyrir Mosfellinga og landsmenn alla þar sem oft hafa myndast raðir í og úr bænum á annatímum. Hluti framkvæmdarinnar er jafnframt auknar hljóðvarnir í formi nýrra hljóðveggja, stærri hljóðmana og biðstöð strætisvagna norðan vegarins. Öflugri lýsing og betri hljóðvist Vegfarendur hafa væntanlega tekið eftir því að lýsingin á veginum er öflugri en áður en um LED-lýsingu er að ræða sem gefur betri birtu fyrir vegfarendur og jafnframt ættu íbúar í aðliggjandi hverfum að hafa tekið eftir betri hljóðvist en áður. Í vor lýk- ur svo endanlegum frágangi á gróðri auk timburklæðningar á hluta hljóðveggja sem mýkir ásýnd þeirra. Tvöföldun Vesturlandsvegar á kaflanum milli Skarhólabrautar og Langatanga er lokið Tvöföldunin Tilbúin mikilvæg framkvæmd fyrir mosfellinga Fljótum og njótum í Varmárlaug Undanfarin tvö ár hefur Ágústa Hjaltadóttir boðið upp á notalega flotviðburði í Varmárlaug, sem hún kallar Fljótum og njótum. Eins og allir vita þá hefur ekki verið hægt að bjóða upp á þessa viðburði undan- farna mánuði en nú ætlar hún að byrja aftur og verður fyrsti við- burðurinn á dagskrá sunnudaginn 17. janúar kl. 16.30. Tímarnir hafa verið í boði á sunnudögum eftir lokun og er þá laugin hituð upp í ca. 35-37° svo laugin er virkilega heit og notaleg til að fljóta í. Flotslökun dregur úr streitu, bætir svefn, gefur innri ró og frið og styrkir ónæm- iskerfið. Gæðastund í Varmárlaug og boðið upp á létt nudd, ilmsánu andlitsmaska, heilsute og notalega samveru. Skráning fer fram í gegn- um netfangið agusta@heilogsael. is og verður næsta flot 17. janúar en það er fyrsta og þriðja hvern sunnudag í mánuði. Skora á Gleðisprengjur að ganga 1.000 km Þær Berta Þórhalladóttir og Halla Karen Kristjánsdóttir halda utan um Gleðisprengjurnar sem er hópur 67 ára og eldri. Nú skora þær á hópinn sinn að ganga samanlagt 1.000 km næsta mánuðinn. Áskorunin hófst 7. janúar og stendur til 7. febrúar. „Okkur langaði að senda þeim hrós fyrir góðar undirtektir,“ segir Berta en þegar þetta er skrifað er hópur- inn kominn upp í 413 kíkómetra. „Okkur langaði líka að vekja athygli allra Mosfellinga á áskoruninni og hvetja okkur hin til að vera duglegri að hreyfa okkur. Við hlökkum til að sjá hversu langt við komumst saman.“

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.