Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 10
Mosfellingur ársins 2020 er veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson. Simmi, eins og hann er alltaf kallaður, er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum en hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 2007. „Ég var að leita eftir þessum bæjarbrag og langaði að synir mínir myndu alast upp í svona samfélagi. Ég kann vel við það að þekkja nágranna mína og það fólk sem ég rekst á í búðinni. Það er hluti af því að tilheyra samfélagi að gefa af sér. Ég hef reynt að vera virkur í kringum íþróttastarf strákanna minna og er alltaf opinn fyrir góðum hug- myndum og skemmtilegu samstarfi,“ segir Simmi sem segist alls ekki getað flutt úr bænum núna eftir þessa nafnbót. Út fjölmiðlum í veitingarekstur Simmi hefur verið einn af okkar þekkt- ustu fjölmiðlamönnum til margra ára en að undanförnu hefur hann átt mikilli vel- gengni að fagna í veitingarekstri. „Ég hef brallað ýmislegt í gegnum tíðina en minn fyrsti sjálfstæði rekstur var þegar ég stofnaði Hamborgarafabrikkuna. Ég hef víðtæka reynslu og þegar ég stóð frammi fyrir því ásamt viðskiptafélaga mínum hon- um Óla Val að skipuleggja hvað skyldi gera við gamla Arion banka húsið þá kviknaði sú hugmynd að opna hverfisstað í Mosfellsbæ. Úr varð að við opnuðum Barion í lok árs 2019 ásamt því að reka Hlöllabáta í sama húsnæði. Barion - hverfisstaður Mosfellinga „Úr varð að við ákváðum að fara alla leið með hugmyndina, ég segi alltaf að þú færð ekki annað tækifæri á fyrstu hughrif. Það er skemmst frá því að segja að viðbrögðin við Barion hafa verið fram út björtustu vonum, þrátt fyrir að standa frammi fyrir stórum rekstraráskorunum vegna COVID-19. En í svona aðstæðum er einmitt spurning um að fara í var og bíða af sér storminn eða læra að dansa í rigningunni. Við fórum t.d. í gott samstarf við Aftureldingu. Það var fjár- öflun fyrir félagið, bæjarbúar fengu aukna þjónustu og við náðum að halda dampi.“ Þá hafa Mömmumatur og Þristamús einnig átt vinsældum að fagna auk þess sem afurðir Barion og Hlöllabáta fást nú í verslunum. Líf skapar líf „Við lögðum upp með að skapa stað fyrir alla Mosfellinga, bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil á góðu verði, góða þjónustu ásamt því að standa fyrir alls konar viðburðum. Okkur hefur verið tekið rosalega vel og fyrir það erum við þakklátir. Á árinu opn- uðum við einnig Barion Bryggjuna og Mini- garðinn, en þess má geta að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru og verða í Mosó. Simmi hefur að undanförnu vakið mikla athygli á Instagram þar sem hann er dug- legur að deila frá sínu daglega lífi. „Þetta gerðist nú eiginlega óvart og er bara skemmtileg viðbót við lífið. Ég kalla þetta mínar daglegu stuttmyndir,“ segir Simmi og er þakklátur fyrir viðurkenninguna. - Mosfellingur ársins 10 Sigmar Vilhjálmsson er Mosfellingur ársins • Hefur skapað hverfisstað á skrýtnum tímum Það er hluti af því að tilheyra samfélagi að gefa af sér 2019 Hilmar Elísson Bjargaði sundlaugargesti frá drukkn- un í Lágafellslaug sem var við köfun. 2010 Steinþór Hróar Steinþórsson Steindi Jr. slær í gegn með Steindanum okkar og á vinsælasta lag landsins. 2011 Hanna Símonardóttir Sjálboðaliði hjá Aftureldingu í 14 ár og aðal driffjöðurin í starfi félagsins. 2012 Greta Salóme Stefánsdóttir Ævintýralegt ár hjá söngkonunni sem m.a. keppti fyrir Ísland í Eurovision. 2013 Hljómsveitin Kaleo Skaust upp á stjörnuhimininn eftir sína fyrstu plötu og Vor í Vaglaskógi. 2014 Jóhanna Elísa Engelhartsd. Snéri við blaðinu og varð fyrsti sigurvegari Biggest Loser á Íslandi. 2005 Sigsteinn Pálsson Stórbóndi á Blikastöðum sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á árinu. 2006 Hjalti Úrsus Árnason Kraftakarl sem frumsýndi heimildar- myndina um Jón Pál Sigmarsson. 2007 Jóhann Ingi Guðbergsson Sundlaugarvörður í Lágafellslaug sem bjargar lífi tveggja ára stúlku. 2008 Albert Rútsson Athafnamaður sem opnaði glæsilegt hótel í Mosfellsbæ, Hótel Laxnes. 2009 Embla Ágústsdóttir Lætur fötlun ekki stöðva sig í að lifa lífinu. Miðlar af reynslu sinni og lífssýn. 2015 Sigrún Þ. Geirsdóttir Vann þrekvirki að verða fyrst íslenskra kvenna til að synda yfir Ermarsundið. 2016 Guðni Valur Guðnason Kringlukastari og Ólympíufari sem náði miklum árangri á stuttum tíma. 2017 Jón Kalman Stefánsson Einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar til fjölda ára. Orðaður við Nóbelinn. 2018 Óskar Vídalín Kristjánsson Einn af stofnendum Minningarsjóðs Einars Darra eftir fráfall sonar hans. Simmi Vill tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings. Styttan er eftir leirlistakonuna Þóru Sigurþórsdóttur. Mosfellingum gafst kostur á að tilnefna þá sem þeim þóttu verðugir að hljóta nafnbótina Mosfellingur ársins. Fjöldi tilnefninga barst í gegnum heimasíðu blaðsins Mosfellingur.is. Mörg skemmtileg ummæli fylgdu með, eins og sjá má hér til hliðar. Mosverjar og Dagga – Settu af stað Tindaárskorun til að stuðla að betri líkamlegri og andlegri heilsu Mosfellinga. Einnig hafa skátarnir stikað öll fellin okkar ásamt því að gera aðgengið að Úlfarsfelli algjörlega frábært. Arndís Linn – Hefur verið ötul í öllu starfi innan kirkjunnar og er alltaf til staðar fyrir alla. Hún á skilið að vera Mosfellingur ársins. Hilmar Gunnarsson - Það segir bara sjálft! Löngu kominn tími á það. Hvar værum við án hans? Hvert bæjarfélag ætti að eiga einn slíkan. Bryndís Haralds – Hefur barist fyrir mörgum góðum málum á Alþingi okkar Íslendinga. Við Mosfellingar getum verið stolt af þessu fulltrúa okkar. Elísabet Kristjánsdóttir – Stendur enn vaktina í skógræktinni og kveikti áhuga hjá mörgum með matreiðslu- kennslu í gaggó Mos. Alexander Kárason – Lexi hefur endalausa orku í að bæta aðstöðu krakka í bænum í alls konar útivist og afþreyingu. Gaui og Vala – Framúrskarandi leiðsögn og stuðningur fyrir meðlimi ketilbjölluhópsins í gegnum erfitt ár. Ása Dagný – Hefur unnið mikið fyrir Aftureldingu, hún er mikið skipu- lagsgúru og Afturelding og samfélagið í kringum félagið notið krafta hennar. Hanna Björk Halldórsdóttir – Hún hefur sem íþróttafulltrúi Afturelding- ar haldið íþróttastarfinu gangandi í alls konar takmörkunum og veseni. Kristján Magnússon – Fiskikóngur Mosfellsbæjar, hefur séð bæjarbúum fyrir ferskum fiski og ýmsum varningi í mörg ár. Birgir Sveinsson – Fyrir margra ára óeigingjarnt starf í þágu Mosfellinga. Farsæll skólastjóri, var potturinn og pann- an í öflugri lúðrasveit bæjarins og er með skemmtilegan myndadálk í Mosfellingi. Starfsmenn leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar – Hafa séð til þess að krakkarnir okkar haldi rútínu á fordæma- lausum tímum og haldið bæjarfélaginu gangandi. Leifur Guðjónsson – Hann er mikill Mosfellingur og lætur sig málin varða, alltaf tilbúinn að leggja til hugmyndir og athugasemdir til að gera bæinn okkar betri. Fjöldi tilneFninga

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.