Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 26
Þínar leikreglur
Ef lífið væri leikur, hverjar væru þínar leikreglur? Hvernig myndir
þú setja leikreglurnar ef þú fengir
að ráða þeim alveg sjálf/ur? Myndir
þú vilja hafa allt niðurnjörvað og
skýrt eða myndir þú vilja geta hagað
seglum eftir vindi?
Ég er ekki að spyrja út í loftið. Það hvernig þú vilt lifa lífinu er
lykilatriði þegar kemur að hamingju
þinni og heilsu. Og, að einhverju
leyti, hamingju og heilsu þeirra sem
standa þér næst. Ég spila minn besta
leik þegar leikreglurnar eru fáar, ein-
faldar og mjög skýrar. Einn af þeim
sem standa mér næst í fjölskyldunni
er svipaður mér á meðan hinir vilja
kjósa afslappaðri leikreglur. Hvað
er ég að tala um með leikreglum?
Grunninn að heilbrigði og hreysti
– hreyfingu, svefn og mataræði.
Mér líður best þegar ég hreyfi mig mikið, æfi reglulega, sef
mína 7,5 tíma og borða þrjár góðar
máltíðar á dag – ekkert þar á milli
- og sleppi öllu nammi og draslfæði.
Þegar ég held mig innan þessara
ramma líður mér best. Líkamlega
og andlega. Miklu betur en þegar ég
dett í það mynstur að „leyfa mér“
hitt og þetta. Ég skil hina hliðina.
Að sumir fúnkeri betur þegar rammarnir eru lausari og frelsið
til að leyfa sér er til staðar. Sumum
líður miklu betur þannig. En ég held
að þeir eigi erfiðara með að skilja
okkur sem þrífumst best á einföldu
og skýru leikreglunum. Þeir halda
að við séum að missa af lífshamingj-
unni með því að „neita okkur“ um
það sem er utan rammanna okkar.
En það er ekki þannig. Þvert á móti. Og með því að vera í sífellu
að reyna að hjálpa
okkur að slaka á,
fá okkur nú eina
kökusneið, einn
bjór, einn súkku-
laðimola, er í raun
verið að reyna að
draga okkur út
úr þeim leik sem
okkur líður best í.
Lifum heil!
Heilsumolar gaua
- Nýtt ár26
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
www.fastmos.is
Við áramót
Nýársávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar
M
yn
d/
Ra
gg
iÓ
la
Kæru Mosfellingar!
Við áramót er hefðbundið að líta um öxl, rifja upp það sem
gekk vel og ekki síður velta fyrir sér hvað bíður okkar á nýju ári.
Það er óhætt að segja að árið 2020 hafi verið sögulegt ár og orðið
„fordæmalaust“ sennilega eitt mest notaða orð ársins og „þú ert
á mute“ algeng setning.
Kórónaveiran sem bankaði fyrst rólega en svo óþyrmilega á
dyrnar hjá okkur í lok febrúar einkenndi allt okkar líf á árinu
2020. Daglegt líf okkar hefur einkennst af takmörkunum á flestu
af því sem okkur hefur alltaf þótt sjálfsagt að gera. Koma saman
á vinnustað, heilsast eða faðmast, heimsækja ættingja og vini,
fylgja börnum í skólann, stunda íþróttir og ferðast utan lands
svo nokkuð sé nefnt.
Starfsemi Mosfellsbæjar hefur ekki farið varhluta af þessu.
Við þurftum ítrekað að endurskipuleggja starfsemi leik- og
grunnskóla og loka hefur þurft íþróttamiðstöðvum og bóka-
safni. Á bæjarskrifstofum hefur þurft að koma upp vaktaskipt-
um og fólk hefur þurft að læra ný vinnubrögð og allir eru orðnir
sérfræðingar í notkun fjarfundarbúnaðar. Þá hefur fólk gengið í
störf hvers annars þegar við vorum á neyðarstigi og fólk var að
lenda í sóttkví eða veikindum.
En þrátt fyrir þessar hindranir hefur starfsmönnum Mosfells-
bæjar tekist að halda uppi starfsemi sveitarfélagsins og þjónusta
við íbúana hefur að langmestu leyti verið óskert. Starfsfólk bæj-
arins hefur sýnt dugnað, hugmyndaauðgi
og þrautseigju við að takast á við breyttar
aðstæður og leyst úr málum sem við fyrstu
skoðun virtust nánast óleysanleg. Þá hafa
íbúar staðið með starfsfólki í því að laga sig
að breyttum aðstæðum sem skipti miklu
máli þegar þyngslin í fyrstu bylgju voru
sem mest.
Þjónustan varin og viðspyrna tryggð
Áhrif faraldursins á efnahagslífið eru
mikil, jafnt hér á landi sem á alþjóðavísu.
Atvinnuleysi hefur aukist umtalsvert og
mörg fyrirtæki hafa þurft að leggjast í eins
konar híði til að bíða ástandið af sér. Rík-
issjóður er rekinn með gífurlegum halla og sveitarfélög hafa
orðið fyrir miklum tekjumissi og útgjöld aukist vegna áhrifa
veirunnar á þjónustu þeirra. Að sjálfsögðu kemur þetta niður á
fjárhag Mosfellsbæjar eins og annarra sveitarfélaga.
Sá afgangur sem áformaður var í rekstri fyrir árið 2020 mun
breytast í töluverðan halla og verður sveiflan væntanlega allt
að 800 m.kr. Fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár gerir ráð
fyrr töluverðum halla eða um 560 m.kr. Við þessar aðstæður er
gott að sveitarfélagið hafi staðið styrkum fótum áður en þessi
efnahagskreppa skall á. Samfélagið í Mosfellsbæ býr að því að
töluverður afgangur hefur verið af rekstri bæjarins undanfarin
ár og skuldahlutfallið lækkað ár frá ári.
Vegna þessarar stöðu er unnt að veita viðspyrnu með því að
reka bæjarfélagið með tímabundnum halla og verja þjónustuna
án þess að stefna fjárhag sveitarfélagsins í hættu. Skuldir munu
aukast á meðan þetta ástand varir því reksturinn skilar litlum
fjármunum upp í fjárfestingar en við þær aðstæður er gott að
hafa búið okkur í haginn.
Í Mosfellsbæ einkenndist árið 2020 af miklum framkvæmdum
og fjölgun íbúa. Mosfellingar urðu rúmlega 12.500 talsins í lok
ársins og hefur fjölgað um tæp 5% á árinu. Það er mikil fjölgun
og ein sú mesta á meðal sveitarfélaga og sýnir hversu vinsælt
sveitarfélagið er til búsetu.
Stærsta einstaka framkvæmdin á nýliðnu ári var bygging
Helgafellsskóla en þar er unnið að því að ljúka seinni tveim
áföngum skólans. Þá fóru fram miklar endurbætur á húsnæði
Varmárskóla sem voru endurnýjun ytra byrðis yngri deildar og
viðgerðir í kjölfar rakaskemmda. Allt skólahúsnæði bæjarins
hefur nú verið skimað fyrir rakaskemmdum. Komu þar fram
nokkur úrbótatækifæri en á heildina litið er skólahúsnæði
bæjarins í góðu ásigkomulagi.
Í íþróttamiðstöðinni að Varmá voru töluverðar framkvæmd-
ir í gangi á árinu og má þar sérstaklega nefna endurbætur á
búningsklefum og lagnakerfum. Á haustmánuðum var tekin
í notkun ný skrifstofu- og félagsaðstaða fyrir Aftureldingu í
millibyggingu við fimleikasalinn. Á árinu 2020 var fyrsta heila
rekstrarár Fellsins, nýja fjölnota íþróttahússins okkar. Má með
sanni segja að Fellið sé mikil lyftistöng fyrir íþróttalíf í bænum
og þá einkum knattspyrnu.
Metnaðarfull fjárhagsáætlun
Þrátt fyrir þau efnahagslegu áföll sem dunið hafa á okkur að
undanförnu einkennist fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið
2021 af miklum metnaði. Við höldum áfram þeim uppbygging-
arverkefnum sem í gangi hafa verið, stöndum ekki bara vörð
um þá þjónustu sem veitt er til íbúanna heldur bætum við á
nokkrum sviðum.
Á árinu 2021 munu álögur á íbúa og fyr-
irtæki ekki hækka að raungildi og lækka í
nokkrum tilfellum. Síðustu tveir áfangar
Helgafellsskóla verða teknir í notkun næsta
haust og þá verður rými fyrir alla árganga í
skólanum.
Loks er í undirbúningi bygging nýs leik-
skóla í Helgafellshverfi til að mæta þörfum
fyrir leikskólapláss í stækkandi bæjarfélagi.
Á árinu verður bætt við 30 nýjum plássum á
ungbarnadeildum leikskólanna okkar. Allt er
þetta gert til að mæta þörfum íbúa núna og til
framtíðar, byggja upp öflugt og gott samfélag
og auka lífsgæði og velferð íbúa.
Hér hef ég stiklað á stóru um hvað dreif á daga okkur á liðnu
ári og það sem fram undan er. Árið 2020 var skrýtið ár, ár sem
við sjálfsagt munum seint gleyma og verður skráð í sögubækur.
Nýtt ár felur í sér ný tækifæri til að blómstra.
Bólusetning er hafin og raunhæfar vonir
uppi um að það takist að bólusetja nógu
marga á fyrri hluta ársins þannig að líf
okkar færist í sem eðlilegast horf og
atvinnulífið geti tekið við sér að nýju.
Framtíðin er björt í Mosfellsbæ og
með gildin okkar góðu VIRÐINGU
– JÁKVÆÐNI - FRAMSÆKNI og UM-
HYGGJU að leiðarljósi eru okkur sem
fyrr allir vegir færir. Ég vil nota tæki-
færið og þakka ykkur öllum fyrir
gott samstarf, samskipti, vináttu
og stuðning á árinu 2020 og ég
er viss um að nýrunnið ár muni
færa okkur gæfu og gleði.
Haraldur Sverrisson
Bæjarstjóri
Starfsfólk bæjarins
hefur sýnt dugnað,
hugmyndaauðgi og
þrautseigju við að takast
á við breyttar aðstæður
og leyst úr málum sem
við fyrstu skoðun virtust
nánast óleysanleg.
flugeldasýning
á þrettándanum