Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 14.01.2021, Blaðsíða 20
Stefán Ómar Jónsson hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann leiddi lista Vina Mosfellsbæjar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar 2018 og náði kjöri. Þetta var óháð framboð sem á ekki ræt- ur að rekja til hefðbundinna stjórnmála- flokka en sækir styrk sinn til einstaklinga úr ýmsum áttum sem eiga það sameigin- legt að vilja efla hag bæjarins. Stefán Ómar fæddist í Vesturbæ Reykja- víkur 4. mars 1955. Foreldrar hans eru þau Lilja Sigurjónsdóttir húsmóðir og Jón M. Sigurðsson kjötiðnaðarmeistari og kaup- félagsstjóri en þau er bæði látin. Stefán á sjö systkini, Guðríði f. 1943 d. 2012, Lovísu f. 1946, Jón Sævar, f. 1947, Ásthildi f. 1949, Steinar f. 1957, Snorra f. 1959 og Reyni f. 1963. Það var um sannkallaða sveit að ræða „Ég er alinn upp í Mosfellssveit frá tveggja ára aldri og á uppvaxtarárum mín- um var hér um sannkallaða sveit að ræða. Þéttbýli var þó að byrja að myndast þar sem nú er Markholt, Lágholt og Skólabraut. Hlé- garður var á sínum stað, Brúarlandsskóli og Varmárskóli. Það má eiginlega segja að Mosfellssveitin hafi skipst í fjóra parta, niðursveitin þar sem þéttbýlið var, Dalurinn, Reykjahverfið, þyrpingin frá Reykjum að Álafossi og svo Hlíðartúnið.“ Allir vinir í dag eftir víkingabardagann „Það er margs að minnast þegar maður lítur til baka, ég man þegar við bræðurnir fórum í dagsferð, gangandi frá Vesturlands- vegi og niður í voginn þar sem golfskálinn stóð og þar lékum við okkur í fjörunni. Farið var yfir túnin á Bjargarstöðum og yfir girð- ingar og skurði, við borðuðum nesti í fjöru- borðinu og héldum svo heim síðdegis. Ekki má gleyma víkingabar- daganum á Lágafellinu, niður- sveitin gegn Reykjahverfi og Dalnum en það eru allir vinir í dag,“ segir Stefán og brosir. Spilaði með hljómsveitinni Stjörnum „Ég gekk í Brúarlandsskóla og síðan í nýjan Varmárskóla, þar voru fremstir meðal jafningja Tómas Sturlaugsson skólastjóri og Birgir D. Sveinsson. Um þetta leyti var starf skólahljómsveitarinnar að hefjast og þar hóf ég slagverksnám. Ég spilaði svo síðar með félögum mínum í mosfellsku hljóm- sveitinni Stjörnum. Leiðin lá svo aftur í Brúarlandsskóla sem þá var orðinn gagnfræðaskóli, ég lauk prófi þaðan 1972. Þar réð ríkjum Gylfi Pálsson skólastjóri og var samstarf okkar mikið og náið síðustu tvö árin en þá var ég formaður nemendafélagsins.“ Fór til Danmerkur í nám Stefán hóf nám í Verslunarskóla Íslands og fór síðan í Samvinnuskólann að Bifröst og útskrifast þaðan 1976. Eftir útskrift réð hann sig til starfa sem verslunarstjóri hjá Kaup- félagi Rangæinga á Hvolsvelli. Þar var hann í eitt ár en þá lá leið hans til Danmerkur þar sem hann fór í verk- og bóknám í skipulagi matvöruverslana. Þeg- ar hann kom heim tók hann við verslun- arstjórastöðu hjá Kron sem þá rak margar verslanir víðs vegar um Reykjavík. Sá yngsti á landinu Stefán giftist Ástu Sverrisdóttur árið 1977 en hún lést árið 1996. Börn þeirra eru Ásthildur f. 1976 fatahönnuður, Ómar f. 1980 matreiðslumeistari og Arndís f. 1983 hjúkrunarfræðingur. Golf og stangveiði eru aðaláhugamál Stefáns auk þess sem hann hjólar reglulega. Áhugi hans á veiði hefur loðað við hann frá því hann var strákur en hann veiddi mikið við Hafravatn, í Köldukvísl og Varmá. Í árslok 1980 var Stefán ráðinn sveitar- stjóri í Gerðahreppi aðeins 24 ára gamall. Hann er eftir því sem best er vit- að yngstur allra sem hafa gegnt starfi sveitar- eða bæjarstjóra á landinu. Svo skemmtilega vildi til að móðir hans er fædd í Garði. Lang- afi hans, Stefán Einarsson sem hann er skírður í höfuðið á, bjó einnig alla tíð í Garðinum og var þar með útgerð nokkurra áttær- inga eins og það hét í þá daga. Hús sátta þessa örlagaríku nótt Rétt eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar 1982 var Stefán ráðinn bæjarstjóri á Selfossi sem þá var fjögur þúsund manna bær. Áfram hélt eld- skírn sveitarstjórnarmála og verkefnin voru mörg á meðan hann gegndi embættinu. „Meðal verkefna minna var að koma að byggingu Fjölbrautaskóla Suðurlands. Uppbyggingar- og rekstrarsamningur var milli Selfoss og sýslnanna þriggja, Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en þetta var tímamótasamningur og fyrirmynd samskonar samninga víða um land. Samningaviðræður höfðu staðið í marga mánuði án árangurs en loks tókust samningar eftir tæplega sólarhrings fund í Tryggvaskála. Það leiðir hugann að því að Tryggvaskáli var ekki bara fyrrum umferðar- miðstöð Suðurlands heldur á þessum tíma fundarstaður bæjarstjórnar Selfoss og hús sátta þessa örlagaríku nótt.“ Kom á legg dreifingarmiðstöð „Árið 1987 hóf ég störf í einkageiran- um, Valur heitinn Arnþórsson þá kaup- félagsstjóri KEA bað mig að koma á legg dreifingarmiðstöð fyrir nokkur norðlensk matvörufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég tók verkefnið að mér sem átti að vera til eins árs en árin urðu fimm, fyrirtækið var meðal þeirra stærstu á svæðinu þegar ég ákvað að komið væri nóg. Þá hélt ég til Danmerkur til framhaldsnáms í viðskipta- lögfræði og lauk mastersgráðu árið 1998. Eftir heimkomu hóf ég störf hjá Land- símanum, fyrst sem fjármálastjóri og ári síðar varð ég einn af sex þáverandi fram- kvæmdastjórum Símans.“ Viðfangsefnin eru oft á tíðum lík „Haustið 2001 var ég ráðinn sem bæj- arritari Mosfellsbæjar en stöðuheitinu var síðar breytt í framkvæmdastjóri stjórn- sýslusviðs. Þá var ég aftur kominn til starfa í opinbera geiranum eftir mikla og góða skólun í einkageiranum. Ég hef oft sagt að munurinn á þessum geirum sé að í einkageiranum lærir maður að hámarka hagnað og fara með fé hluthaf- anna en í opinbera geiranum þarf maður að hámarka velferð og umhyggju íbúanna og fara vel með fé þeirra. Viðfangsefnin eru oft á tíðum ansi lík. Frá því ég lauk störfum hjá Mosfellsbæ 2014 hef ég rekið mitt eigið fyrirtæki í stjórn- sýsluráðgjöf og í þeim störfum einna mest fyrir sveitarfélög þar sem ég hef getað notað uppsafnaða þekkingu til margra ára.“ Opnuðum kosningahöll í gámi „Í aðdraganda sveitarstjórnarkosning- anna 2018 ákvað ég að gefa kost á mér til starfa í bæjarstjórn. Fyrir valinu var að fara fram með landsóháðan lista, Vini Mosfells- bæjar, og kjörorðið fólk en ekki flokkur. Það er skemmst frá því að segja að und- irtektir voru undraverðar því með aðeins fjögurra vikna fyrirvara varð til 18 manna listi. Komið var upp kosningahöll í gámi og einum einblöðungi var dreift í hús. Niður- staðan varð einn bæjarfulltrúi og rétt um 11% atkvæða. Starf bæjarfulltrúans er að vinna að hags- munum allra bæjarbúa og gæta þar réttlætis og jafnræðis, þessu má maður ekki gleyma. Starfið hefur gengið vel í það heila, auðvitað skarast stefnur og áherslur en aðalatriðið er að allar skoðanir njóti gagnkvæmrar virð- ingar,“ segir Stefán að lokum. Starfið í bæjarstjórn hefur gengið vel í það heila en aðalatriðið er að allar skoðanir njóti gagnkvæmrar virðingar. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is HIN HLIÐIN Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Flugmaður. Fallegasta bygging á Íslandi? Af mynd- um að dæma er það stílhrein bygging hótels Retreat Blue Lagoon í Grindavík. Besti helgarmaturinn? Lambakjöt með brúnuðum kartöflum og Ora rauðkáli. Hvað gleður þig mest? Þegar réttlætið sigrar. Uppáhaldsverslun? Hún hefur ekki opnað ennþá en það styttist í það. Hver er þín óvenjulegasta lífsreynsla? Þegar ég var óvænt ráðinn sveitarstjóri 24 ára gamall. Fullkominn laugardagur? Hringur með golffélögunum. Besta lykt í heimi? Hangikjötslykt á jóladag. Fjölskyldan 1993. Ásta, Ómar, Arndís, Ásthildur og Stefán Ómar. Ekki má gleyma hverra hagsmuna maður gætir Stefán Ómar Jónsson viðskiptalögfræðingur og stjórnsýsluráðgjafi er bæjarfulltrúi og oddviti Vina Mosfellsbæjar með foreldrum og systkinum 7 ára að brúarlandi útskriftarmynd 1976 - Mosfellingurinn Stefán Ómar Jónsson20 Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.