Morgunblaðið - 14.01.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 14.01.2021, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 4. J A N Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  11. tölublað  109. árgangur  GIRNILEG TILBOÐ Í NETTÓ! Ungnautahakk 1.329KR/KG ÁÐUR: 1.899 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 14.—17. janúar -30% -50% Bleikjuflök Sjávarkistan 1.200KR/KG ÁÐUR: 2.399 KR/KG Kúrbítur 405KR/KG ÁÐUR: 579 KR/KG Eggaldin 531KR/KG ÁÐUR: 759 KR/KG -30% MUN FLEIRI ENSK ORÐ NÚ EN ÁÐUR FEMINÍSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ OPNA Í RÚBLUNNI UM LEIÐ OG VÍÐIR LEYFIR RVK FFF HEFST 56 MÁL OG MENNING 10SLANGUR UNGLINGA 6 Þóroddur Bjarnason thoroddur@mbl.is Jakob Einar Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar við Lækjargötu segir að sóttvarnareglur, sem í tilfelli Jómfrúarinnar heimili, að uppfylltum skilyrðum, tvö aðskilin hólf, með tutt- ugu gestum í hvoru hólfi, leiði til auk- ins rekstrarkostnaðar. „Það væri betra ef þetta væri eitt 40 manna hólf og menn virtu tveggja metra regluna. Slíkt gæfi betri nýtingu mannaflans auk þess sem það rímar betur við þær takmarkanir sem gilda t.d í leikhús- um, bíóhúsum, tónleikastöðum og sundstöðum þar sem mun fleiri mega koma saman en á veitingastöðum.“ Í gær urðu þær breytingar á sóttvarna- reglum að gestir veitingahúsa mega vera 20 í stað 15 áður. SFV, Samtök fyrirtækja á veitinga- markaði, sendu í gær frá sér harðorða áskorun til stjórnvalda um að bregð- ast tafarlaust við stöðu veitingageir- ans áður en fleiri veitingastaðir gefast upp og falla með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Helmingur svarenda í skoðanakönnun samtakanna telur rekstur sinn ekki lifa út febrúar 2021. Chandrika Gunnur Gunnarsson eigandi Austur-Indíafjelagsins og Hraðlestarinnar segir að einkum þrennt hafi fleytt henni í gegnum síð- ustu mánuði; traustur viðskiptavina- hópur, þekkt vörumerki og matur sem ferðast vel í heimsendingu. Þá hafi brotthvarf ferðamanna ekki skipt sköpum þar sem heimamenn séu stærstur hluti viðskiptavinahópsins. Árið í heild sinni hafi þó verið mesta áskorunin á 27 ára ferli. Tónlistar- og athafnamaðurinn Helgi Björnsson, sem ásamt Guðfinni Karlssyni veitingamanni ætlaði að opna veitingastað á Hótel Borg á síð- asta ári, hefur frestað sínum fyrirætl- unum um óákveðinn tíma. Glórulaust sé að opna við núverandi aðstæður. MTilslakanir nægja ekki … »32 Reglur auka kostnaðinn  Helmingur fyrirtækja á veitingamarkaði gæti farið í þrot í febrúar  2020 mesta áskorun á 27 ára ferli Chandriku Gunnar Gunnarsson  Helgi Björns bíður átekta Veitingastaðir » Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 22 og gestir mega að hámarki vera 20. » Heimilt verður að hleypa inn nýjum viðskiptavinum til kl. 21 og heimilt að selja mat úr húsi til kl. 23. » Gæta skal að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt er að hafa grímu þar sem því verður ekki viðkomið.  „Rannsóknir benda til þess að þeir sem eru lágir í D-vítamíni við komu á sjúkrahús vegna Covid-19 fari venjulega verr út úr sjúkdómn- um. Það eru meiri líkur á að þeir deyi og þeir eru venjulega með al- varlegri sjúkdóm,“ sagði dr. Hann- es Hrafnkelsson heimilislæknir. Hann telur verulegar líkur á því að D-vítamín veiti ákveðna vernd gegn Covid-19. Hannes tekur þátt í mál- þingi um D-vítamín og áhrif þess á Læknadögum í næstu viku. Hann segir að þetta þýði ekki að það að gefa D-vítamín hafi einhver áhrif, en samkvæmt The Lancet sé mögulega mikið að vinna en nánast engu að tapa við að taka D-víta- mínið í ljósi Covid-19. The Lancet fjallar í nýlegum leið- ara um D-vítamín og faraldurinn. Það spyr hvers vegna ágreiningur sé um áhrif D-vítamíns. »36 D-vítamín virðist veita ákveðna vernd Alls voru teknir út 23 milljarðar af séreignasparnaði landsmanna á tíma- bilinu apríl til desember sl. vegna sér- stakrar heimildar í tengslum við kór- ónuveirufaraldurinn skv. upplýs- ingum skattsins í gær. Á nýliðnu ári afgreiddi skatturinn alls um 42.600 beiðnir um endur- greiðslu virðisaukaskatts og námu endurgreiðslurnar samtals um 19 milljörðum króna. Beiðnum um end- urgreiðslur virðisaukaskatts fjölgaði um 290% á síðasta ári. Alls námu endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða 234 milljónum kr. í fyrra og 4,9 milljarðar voru end- urgreiddir vegna endurbóta og við- halds á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Búið er að greiða rúma 11,7 millj- arða í stuðning vegna hluta launa- kostnaðar á uppsagnarfresti og tæp- lega 1.500 rekstraraðilar hafa fengið greidda lokunarstyrki upp á rúmlega 1,7 milljarða. omfr@mbl.is »4 23 milljarðar teknir út Aðgerðir vegna kórónuveiru Greiðslur í ma.kr. 19 12 23 Heimild: Skatturinn Laun á upp- sagnarfresti Endurgreiðsla á VSK Úttekt á séreignar sp. Líkamsræktarstöðvar voru opnaðar að nýju í gær þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tók gildi. Leyfilegt er að bjóða upp á hóptíma þar sem 20 eða færri koma saman en eirðar- lausir korthafar líkamsræktarstöðva verða að bíða lengur eftir að geta verið einir síns liðs í tækjasölum stöðvanna. Ljósmyndari fékk að kíkja á æfingu hjá Hress í Hafnarfirði og náði þessari mynd af heilsuhraustum hópi í ham. Morgunblaðið/Eggert Koma saman og hamast í hóptímum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.