Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 10

Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 10
Það hefur spurst út að til stæði að opna staðinn og hefur tónlistarfólk verið mjög áhugasamt, segir Garðar. Sem fyrr segir verður lifandi tónlist í boði öll kvöld, t.d. djass eitt kvöld í viku. Búið er að koma upp öflugu hljómkerfi og fjárfesta í flygli sem kominn er í hús. Tónlistarfólkið verð- ur í mikilli nálægð við gestina. Uppistandarar verða með sýningar reglulega og boðið upp á ljóðalestur um helgar. Þá mun myndlistarfólk verða með sýningar í húsinu. Bókabúð Máls og menningar hefur verið rekin á Laugavegi 18 í áratugi en rekstrinum var hætt í október í fyrra. Bækur verða áberandi á hinum nýja stað. Bókabúð verður á 1. hæð og í kjallaranum verður Ari Gísli Bragason, kaupmaður í Bókinni við Klapparstíg, með fornbækur til sölu. Þá geta gestir komið og lesið bækur á staðnum. „Við viljum að fólk upplifi þennan stað sem innlegg í menningu okkar, með bækur, lifandi tónlist og mynd- list,“ segir Garðar. Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg í Reykjavík var lengi vel með stærstu bókabúðum landsins. Búðin var stofnuð 1940, segir í al- fræðiritinu Wikipediu. Mál og menn- ing var útgáfufélag og bókaforlag sem var stofnað árið 1937. Félagið var lengi tengt við sósíal- ista á Íslandi og virðist hafa fengið fjárstyrki frá Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins, segir í alfræðiritinu. Forlagið hafði lengi aðsetur á Lauga- vegi 18, í húsi sem reist var þar 1970 og oft nefnt Rúblan vegna orðróms- ins um „rússagullið“. Hús Máls og menningar við Laugaveg teiknaði Sigvaldi Thordar- son arkitekt og hann hannaði einnig flesta innanstokksmuni, t.d. skrifborð og hillur í versluninni sem síðar voru fjarlægð. Nokkur útibú forlagsins voru stofnuð síðar, hið stærsta þeirra við Síðumúla. Garðar hefur látið stækka myndir af helstu listamönnum þjóðarinnar og munu þær prýða húsið innan sem ut- an. Margar af þessum myndum eru eftir hinn kunna ljósmyndara Morgunblaðsins, Ólaf K. Magnússon. Lifandi tónlist á Laugavegi  Bókabúðir Máls og menningar verða opnaðar um leið og Víðir leyfir  Verður „Græni hattur“ höfuðborgarinnar  Lifandi tónlist öll kvöld og aðrir menningarviðburðir  Fornbækur í kjallaranum Morgunblaðið/Árni Sæberg Veitingamaðurinn „Við viljum að fólk upplifi þennan stað sem innlegg í menningu okkar, með bækur, lifandi tónlist og myndlist,“ segir Garðar Kjartansson. Salurinn Bækur setja svip sinn á staðinn. Gestirnir verða í mikilli nálægð við tónlistarfólkið. Skreytingar Ljósmyndir af helstu listamönnum þjóðarinnar prýða húsið, utan sem innan. VIÐTAL Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Boðið verður upp á lifandi tónlist öll kvöld vikunnar á nýjum veitinga- og skemmtistað sem verið er að innrétta í hinu sögufræga húsi, Laugavegi 18, sem á árum áður gekk undir heitinu Rúblan. Staðurinn mun heita Bóka- búðir Máls og menningar og verður með leyfi fyrir 300 manns. Opið verð- ur frá klukkan 12 alla daga. „Við opnum um leið og Víðir leyf- ir,“ segir Garðar Kjartansson veit- ingamaður sem mun reka staðinn. Hann verður meirihlutaeigandi. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík samþykkti á fundi í síðustu viku leyfi til breytinga á innra skipulagi á Laugavegi 18. Félagið MMT ehf. sótti um leyfi til að koma fyrir nýjum snyrtingum á 1. og 2. hæð, nýrri af- greiðslu á 1. hæð þannig að við rekst- ur bókabúðar á báðum hæðum og veitingastaðar í flokki II á 2. hæð bætist veitingastaður í flokki II á 1. hæð hússins. Tvær kaffiteríur verða í húsinu, á 1. hæð og efsta palli. Reynslumikill veitingamaður „Fyrst tónlistarstaðurinn Græni hatturinn gengur svona glimrandi vel á Akureyri hlýtur að vera hægt að reka svona stað í miðbæ Reykjavík- ur,“ segir Garðar. Hann þekkir vel til í veitingageiranum eftir að hafa rekið veitinga- og skemmtistaði um 16 ára skeið, m.a. Nasa, Apótekið, Hótel Borg og Þrastarlund. Garðar hefur starfað við fasteignasölu síðustu sjö árin en snýr sér nú alfarið að veit- ingarekstri á ný. „Ég hef haft augastað á þessu húsi í 10 ár, tel að það smellpassi sem mið- stöð fyrir tónlist og menningu. Ég hef mikla trú á húsinu og staðsetningunni við Laugaveg,“ segir Garðar. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Þegar frost er á fróni Þinn dagur, þín áskorun 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.