Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 12

Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Afgreiðslutímar á www.kronan.is Ódýrt Eltu ódýrt merkið! Ódýrt SPARAR þÉR KR Ó N U R N A R Ód ýrt Ódý rt ýrt Ef vara er merkt ódýr þýðir það að þetta sé ódýrasta varan í þessum vöruflokki Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verkefni og útköll sem viðfáum eru jafnan fjöl-breytt og taka svip afþví að Rangárþing eystra er fjölsótt ferðamanna- svæði,“ segir Þorsteinn Jónsson, einn liðsmanna björgunarsveit- arinnar Dag- renningar á Hvolsvelli. „Í fyrra tók kór- ónuveiran að mestu fyrir ferðalög útlend- inga um svæðið. Því fækkaði út- köllum og æf- ingar sveit- arinnar lögðust að mestu af. Nú virðist hins vegar sjá fyrir endann á stríðinu við veiruna og þegar túristar mæta aftur er sennilegt að þeir rati í ógöngur og þurfi að- stoð. Útköll og hjálparbeiðnir þar sem Íslendingar eiga í hlut eru mun færri, enda virðast þeir ein- faldlega gæta sín betur og þekkja staðhætti.“ Útköllin allt að 70 á ári Dagrenning á Hvolsvelli varð 50 ára á síðasta ári eins og minnt er á í kynningu sem sveitin sendi frá sér nú í vikunni. Formlegur stofndagur er 1. mars 1970. Verk- efnin sem liðsmenn hafa sinnt á þessari hálfu öld eru mörg og fjöl- breytt og ófáar eru ferðirnar í Emstrur, í Þórsmörk og fleiri staði í grenndinni. „Svo eru hér í nágrenninu margir vegir og slóðar þar sem ár eru óbrúaðar. Að festa bíl í straumvatni getur verið hættulegt svo bregðast þarf snarlega við og ná bílunum upp. Þetta leiðir til þess að Dagrenning er meðal þeirra björgunarsveita á landinu sem á undanförnum árum hafa verið að fá flest útköll og aðstoð- arbeiðnir eða 50 til 70 á ári,“ segir Þorsteinn sem hefur verið í björg- unarsveitarstarfinu í um áratug. Var byrjaður þegar skall á með eldgosi í Eyjafjallajökli á útmán- uðum 2010, sem fylgdi mikið álag á björgunarsveitina meðan á ósköp- unum stóð. Alls eru um 150 fé- lagsmenn í Dagrenningu og um þriðjungur þeirra á útkallslista. Um 15-20 af þeim svara svo jafnan kvaðningu þegar útköll berast. Smala afrétt og taka grafir Í þessari sveit eru líka ekki alltaf farnar hefðbundnar leiðir í fjáröflunarstarfi. Þannig hafa menn úr sveitinni séð um að smala af- réttinn í Emstrum, inn af Fljóts- hlíðinni, frá árinu 1995, en þar eru upprekstrarlönd jarða í gamla Hvolhreppnum. Einnig er starfi sveitarinnar að taka grafir í tólf kirkjugörðum og einum heimagraf- reit í Rangárvallasýslu – og á þrjá- tíu árum hafa verið teknar um 200 grafir. Síðustu tuttugu árin hefur svo verið starfi sveitarinnar að flytja farangur fyrir gönguhópa Útivistar á milli skála einkum á Laugavegi og Dalastíg, sem er norðan Mýrdalsjökuls. Þetta var mest sumarið 2017 þegar ferðirnar urðu alls 30. „Þátttaka í björgunarsveit hef- ur gefið mér mikið. Sjálfboðaliða- starf er áhugavert; að leggja sitt af mörkum til samfélagsins með þátt- töku í félagasamtökum sem enginn vildi vera án. Slark á fjöllum hefur líka alltaf heillað mig,“ segir Þor- steinn sem er í stjórn Dagrenning- ar, en formaður er Magnús Kristjánsson á Hvolsvelli. Slark á fjöllum í gefandi starfi Dagrenning, björgunar- sveitin á Hvolsvelli, er mikilvægur hlekkur í keðju samfélagsins þar. 50 ár að baki. Mörg út- köll síðustu ár hafa verið þjónusta við erlenda ferðamenn. Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson Fastur Í Rangárþingi þarf víða að aka yfir óbrúaðar ár, svo sem Fiská við Þríhyrning. Hér er bíll í hyl sem Dagrenningarfólk náði á þurrt. Mynd úr safni. Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson Ófærð Aðstæður í björgunaraðgerðum geta oft verið erfiðar og þá reynir á að mannskapurinn hafi verksvit, útsjónarsemi en þó ekki síst þrautseigju. Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson Björgunarsveit Alls eru um 50 manns á útkallslista Dagrenningar en tals- vert færri eru þó virkir í starfinu og mæta þegar þarf í leit eða björgun. Þorsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.