Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Afgreiðslutímar á www.kronan.is Ódýrt Eltu ódýrt merkið! Ódýrt SPARAR þÉR KR Ó N U R N A R Ód ýrt Ódý rt ýrt Ef vara er merkt ódýr þýðir það að þetta sé ódýrasta varan í þessum vöruflokki Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verkefni og útköll sem viðfáum eru jafnan fjöl-breytt og taka svip afþví að Rangárþing eystra er fjölsótt ferðamanna- svæði,“ segir Þorsteinn Jónsson, einn liðsmanna björgunarsveit- arinnar Dag- renningar á Hvolsvelli. „Í fyrra tók kór- ónuveiran að mestu fyrir ferðalög útlend- inga um svæðið. Því fækkaði út- köllum og æf- ingar sveit- arinnar lögðust að mestu af. Nú virðist hins vegar sjá fyrir endann á stríðinu við veiruna og þegar túristar mæta aftur er sennilegt að þeir rati í ógöngur og þurfi að- stoð. Útköll og hjálparbeiðnir þar sem Íslendingar eiga í hlut eru mun færri, enda virðast þeir ein- faldlega gæta sín betur og þekkja staðhætti.“ Útköllin allt að 70 á ári Dagrenning á Hvolsvelli varð 50 ára á síðasta ári eins og minnt er á í kynningu sem sveitin sendi frá sér nú í vikunni. Formlegur stofndagur er 1. mars 1970. Verk- efnin sem liðsmenn hafa sinnt á þessari hálfu öld eru mörg og fjöl- breytt og ófáar eru ferðirnar í Emstrur, í Þórsmörk og fleiri staði í grenndinni. „Svo eru hér í nágrenninu margir vegir og slóðar þar sem ár eru óbrúaðar. Að festa bíl í straumvatni getur verið hættulegt svo bregðast þarf snarlega við og ná bílunum upp. Þetta leiðir til þess að Dagrenning er meðal þeirra björgunarsveita á landinu sem á undanförnum árum hafa verið að fá flest útköll og aðstoð- arbeiðnir eða 50 til 70 á ári,“ segir Þorsteinn sem hefur verið í björg- unarsveitarstarfinu í um áratug. Var byrjaður þegar skall á með eldgosi í Eyjafjallajökli á útmán- uðum 2010, sem fylgdi mikið álag á björgunarsveitina meðan á ósköp- unum stóð. Alls eru um 150 fé- lagsmenn í Dagrenningu og um þriðjungur þeirra á útkallslista. Um 15-20 af þeim svara svo jafnan kvaðningu þegar útköll berast. Smala afrétt og taka grafir Í þessari sveit eru líka ekki alltaf farnar hefðbundnar leiðir í fjáröflunarstarfi. Þannig hafa menn úr sveitinni séð um að smala af- réttinn í Emstrum, inn af Fljóts- hlíðinni, frá árinu 1995, en þar eru upprekstrarlönd jarða í gamla Hvolhreppnum. Einnig er starfi sveitarinnar að taka grafir í tólf kirkjugörðum og einum heimagraf- reit í Rangárvallasýslu – og á þrjá- tíu árum hafa verið teknar um 200 grafir. Síðustu tuttugu árin hefur svo verið starfi sveitarinnar að flytja farangur fyrir gönguhópa Útivistar á milli skála einkum á Laugavegi og Dalastíg, sem er norðan Mýrdalsjökuls. Þetta var mest sumarið 2017 þegar ferðirnar urðu alls 30. „Þátttaka í björgunarsveit hef- ur gefið mér mikið. Sjálfboðaliða- starf er áhugavert; að leggja sitt af mörkum til samfélagsins með þátt- töku í félagasamtökum sem enginn vildi vera án. Slark á fjöllum hefur líka alltaf heillað mig,“ segir Þor- steinn sem er í stjórn Dagrenning- ar, en formaður er Magnús Kristjánsson á Hvolsvelli. Slark á fjöllum í gefandi starfi Dagrenning, björgunar- sveitin á Hvolsvelli, er mikilvægur hlekkur í keðju samfélagsins þar. 50 ár að baki. Mörg út- köll síðustu ár hafa verið þjónusta við erlenda ferðamenn. Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson Fastur Í Rangárþingi þarf víða að aka yfir óbrúaðar ár, svo sem Fiská við Þríhyrning. Hér er bíll í hyl sem Dagrenningarfólk náði á þurrt. Mynd úr safni. Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson Ófærð Aðstæður í björgunaraðgerðum geta oft verið erfiðar og þá reynir á að mannskapurinn hafi verksvit, útsjónarsemi en þó ekki síst þrautseigju. Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson Björgunarsveit Alls eru um 50 manns á útkallslista Dagrenningar en tals- vert færri eru þó virkir í starfinu og mæta þegar þarf í leit eða björgun. Þorsteinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.