Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er nóg að skipuleggja íbúða-
hverfi og leggja götur og lagnir sem
húsbyggjendur greiða með gatna-
gerðargjöldum. Bæjarfélög í útþenslu
þurfa einnig að hugsa fyrir stoðkerf-
um, ekki síst grunnskólum og leik-
skólum, og oft
einnig stækkun
íþróttamannvirkja
og fleiri innviða.
Þessi kostnaður er
oft vanmetinn en
hann á að greiðast
með fasteigna-
sköttum af nýju
húsunum og út-
svari íbúanna sem
í þau flytjast en
það gerist á mörg-
um árum, kannski áratugum.
Stoðkerfin eru gjarnan byggð upp í
stökkum. Skóli og leikskóli eru
byggðir vel við vöxt og þegar þeir eru
orðnir fullsetnir og kannski vel það
þarf að taka annað stökk.
Skóli kostar 3-4 milljarða
Sú mikla uppbygging íbúðahverfa
sem nú er á Suðurlandi og víðar í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins leiðir
hugann að því hvernig bæjarfélögin
standa að uppbyggingu stoðkerfa. Í
nýju 2.500 íbúa hverfi á Selfossi,
Björkurstykki, er gert ráð fyrir nýj-
um skóla, Stekkjaskóla, enda segir
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Árborgar að skólar bæjarins séu þeg-
ar yfirsetnir. Stekkjaskóli á að taka
við börnum úr hverfinu og einnig ná-
grenninu til að létta á hinum skól-
unum.
Gert er ráð fyrir að skólinn geti
tekið við 600 börnum, fullbyggður.
Unnið er að fyrsta áfanga og er gert
ráð fyrir að hann verði tilbúinn haust-
ið 2022. Skólinn mun þó taka til starfa
í bráðabirgðahúsnæði á komandi
hausti. Með leikskóla er þetta fjár-
festing upp á þrjá til fjóra milljarða
króna.
Gatnagerðargjöld standa undir
gatnagerð og lögnum í götum nýja
hverfisins og Gísli Halldór segir að
þau skili einhverjum fjármunum í
bæjarsjóð umfram það. Það hjálpar
Árborg, því ekki duga gatnagerð-
argjöld alls staðar fyrir þessum
grunnkostnaði.
Vanda þarf áætlanir
Fjölgun íbúa kallar á frekari fjár-
festingar í stoðkerfum, til dæmis við
íþróttamannvirki. Á Selfossi er verið
að byggja fjölnota íþróttahús, hálft til
að byrja með. Segir bæjarstjórinn að
væntanlegir fasteignaskattar og út-
svar nýju íbúanna muni standa undir
fjárfestingunni í skólum og íþrótta-
mannvirkjum en treystir sér ekki til
að áætla á hvað löngum tíma það
muni gerast.
Gísli Halldór leggur áherslu á að
vanda þurfi til áætlana um stofn-
kostnað og íbúafjölgun. Þær geti
vissulega verið vandasamar enda erf-
itt að spá fyrir um hvers konar íbúar
flytjist, til dæmis um barnafjölda, og
hversu hratt tekjurnar skili sér. Um-
sóknir um lán hjá Lánasjóði sveitarfé-
laga til að fjármagna uppbygginguna
grundvallast á þessum áætlunum.
Vilja ekki innviðagjöld
Ef sveitarfélög fara offari í fjárfest-
ingum geta þau lent í fjárhags-
vandræðum, eins og ýmis dæmi
sanna. Afturkippur í efnahagslífinu
getur hægt á uppbyggingu og þá skila
tekjur sér seinna en áætlað var.
Þekktasta dæmið um slík vandræði er
að finna í Hafnarfirði og að hluta til í
Kópavogi eftir bankahrunið. Verktak-
ar höfðu hamstrað lóðir og bæj-
arfélögin lagt í miklar framkvæmdir
við götur og aðra innviði. Reglurnar
voru hins vegar þannig að verktak-
arnir gátu skilað lóðunum og fengið
útlagðan kostnað sinn endurgreiddan
með verðbótum. Það gerðu þeir í
Hafnarfirði og að einhverju leyti í
Kópvogi og urðu bæjarfélögin fyrir
þungu höggi vegna þess. Reglunum
var breytt í kjölfarið og dregur það úr
líkunum á slíkum hamförum í fjár-
málum sveitarfélaga.
Einhver sveitarfélög hafa skoðað
álagningu svokallaðra innviðagjalda
til að standa undir kostnaði við stoð-
kerfi. Það þýðir að kostnaðurinn
leggst á lóðaverðið og nýju íbúarnir
greiða þá hluta kostnaðarins í upphafi.
Það hefur verið gert í Reykjavík og er
ef til vill ástæðan fyrir því að fólk sér
hag í því að flytja í kragann umhverf-
is höfuðborgina, meðal annars á Suð-
urland, þar sem íbúðaverð er skap-
legra og búsetukostir fjölbreyttari.
Fyrir utan land sveitarfélagsins er
einnig uppbygging á einkalandi á Sel-
fossi. Gísli Halldór segir að verktak-
arnir annist sjálfir gatnagerð og lagn-
ir en það sé gert í samræmi við kröfur
sveitarfélagsins. Ekki hafi verið lögð
á þá kvöð um að byggja leikskóla eða
grunnskóla en gert sé ráð fyrir að
bærinn geti fengið lóð fyrir skóla-
mannvirki í hverfinu.
Eiga ekki val
Ef aftur er vikið að uppbygging-
unni í Árborg segir Gísli Halldór að
fjölgun íbúa hjálpi til við að standa
undir fleiri fjárfestingum, eins og til
dæmis fráveituframkvæmdum við
Ölfusá. Raunar þurfi íbúunum að
fjölga meira en nú er í kortunum til
þess að auðvelda allar fjárfesting-
arnar og telur Gísli Halldór að grund-
völlur sé fyrir áframhaldandi upp-
byggingu.
En hvar á að stoppa? Gísli Halldór
telur að sveitarfélagið eigi ekkert val.
Það verði að taka vel við þeim íbúum
sem þangað vilja koma og veita þeim
góða þjónustu. Það kalli aftur á að
fleiri vilji koma.
Reyndur sveitarstjórnarmaður
bendir á að ef einhver bæjarstjórn
telur að íbúafjöldinn sé kominn í hæfi-
lega stærð miðað við nýtingu þeirra
stoðkerfa sem fyrir hendi eru og
ákveður að úthluta ekki fleiri lóðum
megi hún búast við að falla í næstu
kosningum. Íbúar vilji sjá hreyfingu á
hlutunum því það styrki samfélögin til
framtíðar að fá fleiri íbúa, þjónusta
verði til dæmis fjölbreyttari.
Þá er það spurningin um hvaða
stærð er hagkvæmust. Margir hafa
velt henni fyrir sér og svörin geta orð-
ið mismunandi, eftir aðstæðum á
hverjum stað. Er nóg að fjöldi íbúa sé
8-12 þúsund, eins og er á Akranesi, í
Árborg og Mosfellsbæ? Þarf hann
kannski að vera 17-20 þúsund eins og
í Garðabæ, á Akureyri og í Reykja-
nesbæ? Eða er hagkvæmasta stærðin
ef til vill 30-40 þúsund íbúa byggð eins
og er í stærstu sveitarfélögunum á
höfuðborgarsvæðinu, utan Reykja-
víkur, það er að segja Hafnarfirði og
Kópavogi? Allar þessar íbúatölur eru
langt frá því lágmarki sem stjórnvöld
stefna að, 1.000 íbúa markinu.
Stoðkerfi greiðast á löngum tíma
Mikil uppbygging fylgir í kjölfar nýrra íbúðahverfa Kostnaður við skóla og íþróttamannvirki
greiðist með fasteignasköttum og útsvari nýrra íbúa Ekki val um að hætta uppbyggingu
Gísli Halldór
Halldórsson Morgunblaðið/Sigmundur G. Sigurgeirsson
Björkurstykki Uppbygging er í fullum
gangi í nýja hverfinu á Selfossi og
styttist í að fyrstu íbúarnir flytji inn.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Úrval aukahluta:
Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur,
Minniskort, USB lyklar og fleira
VIÐ GERUM VIÐ
allar tegundir síma,
spjaldtölva, tölva og dróna
Bolholt 4
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Afturköllun á vottunum á kolmunna
mun leiða til lægra verðs á mjöli og
lýsi úr kolmunna og getur hugsan-
lega haft sölutregðu í för með sér, að
mati Jóns Más Jónssonar, formanns
Félags íslenskra fiskimjölsframleið-
enda. Vottun frá MSC og Marine
Trust á kolmunna féll niður um ára-
mót. Ekkert hefur verið selt af afurð-
um sem framleiddar eru eftir þann
tíma, en Jón Már reiknar með að
fyrstu áhrif af þessum breytingum
komi í ljós á næstu vikum.
Í fóður fyrir eldislax
Mest af kolmunnamjöli er nýtt í
fóður fyrir eldislax og mikið af því er
selt til Noregs, Danmerkur og Skot-
lands. Ferli við laxeldi í þessum lönd-
um er að stórum hluta vottað og því
eru gerðar kröfur um að afurðir sem
eru nýttar í eldinu séu einnig vott-
aðar, að sögn Jóns Más. Þá hafi við-
horf neytenda breyst og á betur
borgandi mörkuðum, t.d. í Vestur-
Evrópu, hafi kröfur þeirra aukist.
Á síðasta ári veiddu Íslendingar
rúm 244 þúsund tonn af kolmunna og
auk þess lönduðu erlend skip rúmlega
10 þúsund tonnum. Úr þessu hráefni
gætu hafa fengist rúm 50 þúsund tonn
af mjöli og 4-5 þúsund tonn af lýsi.
Hátt verð hefur verið fyrir þessar af-
urðir síðustu misseri og áætlar Jón
Már að útflutningsverðmæti mjöls og
lýsis af kolmunna á síðasta ári hafi
verið um 12 milljarðar króna.
Ábyrgð og sjálfbærni
Meginástæða þess að kolmunni og
norsk-íslensk síld misstu MSC-vottun
um síðustu áramót er að kröfur um
úrbætur hafa ekki verið uppfylltar
þar sem veiðar hafa verið umfram
ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins,
ICES. Í byrjun árs 2019 missti mak-
ríll þessa vottun, en ekki eru í gildi
heildarsamningar um stjórnun veiða á
deilistofnum í NA-Atlantshafi.
Í samtali við Morgunblaðið í októ-
ber sagði Gísli Gíslason, svæðisstjóri
Marine Stewardship Council (MSC)
fyrir Ísland, Færeyjar og Grænland,
að kröfur frá neytendum hefðu síð-
ustu ár gert vottun nauðsynlegri en
áður og stórmarkaðir gerðu margir
auknar kröfur um vottun. Umhverfis-
vitund almennings hefði vaxið og kröf-
ur aukist um ábyrgð og sjálfbærni.
Lægra verð fyrir
mjöl án vottana
Um 12 milljarðar fyrir afurðir kolmunna