Morgunblaðið - 14.01.2021, Page 22

Morgunblaðið - 14.01.2021, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 ÚTSALA 50% AFSLÁTTUR AF UMGJÖRÐUM LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flytja þurfti þrjá slasaða göngu- menn með þyrlu af Kerhólakambi og úr hlíðum Móskarðshnjúka á sunnu- daginn var. Hættulegar aðstæður sköpuðust þá víða á vinsælum gönguleiðum fjalla á höfuðborg- arsvæðinu eins og svo oft á vetrum. Fjallgöngur hafa notið mikilla vin- sælda og margir stundað útivist í faraldrinum sér til heilsubótar og ánægju. Mikilvægt er að vera rétt útbúinn fyrir aðstæður á fjöllum. Árni Tryggvason, hönnuður og ljósmyndari, hefur stundað fjalla- mennsku í meira en 40 ár og m.a. verið leiðsögumaður í fjallaferðum. Hann setti færslu á Facebook um notkun mannbrodda og vetrar- fjallaferðir í kjölfar slysanna um helgina sem vakið hefur mikla at- hygli. Árni sagði of marga fara van- búna á fjöll. „Síminn hefur verið rauðglóandi eftir að ég birti þessa færslu,“ segir Árni. „Tveir söluaðilar útivistarbún- aðar eru búnir að hafa samband og ætla að bæta merkingar og fræða fólk um að hálkubroddar eru ekki fjallgöngubúnaður.“ Réttur búnaður mikilvægur Svonefndir „Esjubroddar“, mann- broddar með teygju utan um skóinn, hafa verið vinsælir. Árni vill helst eyða þessu heiti úr málinu og segir að slíkir broddar geti gert gagn í göngu á jafnsléttu eða í litlum halla en henti engan veginn í fjallgöngur og brattlendi. Hann sagði að slys hefði til dæmis orðið þegar teygja broddanna hefði smokrast af skóm við átak og fólk runnið af stað. „Ef þú ert kominn í mikinn halla, sérstaklega hliðarhalla, með svona búnað geta skórnir misst gripið og þú ferð af stað. Ég hef séð svona brodda krullast af fótunum á fólki. Vinur minn úr hjálparsveitinni sagði að hálkubroddar hentuðu vel ef þú dyttir bara á rassinn. En ef hætta er á að þú rennir af stað og lendir í vandræðum eftir byltuna þá skaltu ekki vera á hálkubroddum,“ sagði Árni. „Fjallabroddarnir eru með 10- 12 stóra gadda allan hringinn og eru reimaðir fastir við skóna. Þeir losna ekki af. Það er lykilatriði.“ Keðju- broddar eru oft með níu litla brodda langt inni á sólanum. Árni segir að hálkubroddar og göngustafir geti verið afleit blanda í vetrarferðum á fjöllum. „Að vetri á fólk að vera á fjallabroddum og með ísöxi. Það er minni hætta á að renna af stað ef þú ert með volduga brodda.“ Hann segir mikilvægt að fólk sem fær sér fjallabrodda og ísöxi fái tilsögn og læri að nota bún- aðinn rétt. Ýmsar hættur á fjöllum Árni útbjó upplýsingaskilti fyrir Ferðafélag Íslands sem var sett upp við þrjár vinsælar gönguleiðir á Esju og Móskarðshnjúka og sýnir hverju má búast má við þar á hverj- um árstíma. Eins skilti eru við fleiri fjöll. Hann segir að fólk verði að muna það að Esjan og mörg önnur vinsæl fjöll geti verið stórhættuleg. Í Esju og víða annars staðar getur t.d. skapast mikil snjóflóðahætta eins og mörg dæmi sanna, að ekki sé talað um svell og hálku. „Ég hef tekið þátt í því sem björg- unarsveitarmaður að bera lík niður af Esjunni. Ég hef líka tekið þátt í að bera marga með snúna eða brotna ökkla niður fjallið. Það var yfirleitt fólk sem var vanskóað,“ segir Árni. „Fyrir mér er þetta alvörumál og Esjan í júlí er allt annað fjall en Esj- an í janúar. Fólk verður að átta sig á því. Aðalsmerki góðra fjallamanna er að vita hvenær á að snúa við og stundum er skynsamlegast að gera það áður en í óefni er komið.“ Ljósmynd/Árni Tryggvason Fjallamaður Árni Tryggvason með nýliðum í Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem voru í þjálfun á Sólheimajökli. Skýringarmynd/Árni Tryggvason Mannbroddar Mikill munur er á hálkubroddum og fjalla- broddum og hann getur skipt sköpum í bratta og fjalllendi. Skilti/Árni Tryggvason Upplýsingaskilti Göngufólk er minnt á helstu öryggisreglur og að vera rétt útbúið áður en haldið er á Esjuna og fleiri fjöll. Réttur fótabúnaður skiptir sköpum  Fjallamaður segir hálkubrodda ekki henta í fjallgöngu  Esjan er allt önnur í janúar en í júlí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.