Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 28
SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Stafræn útgáfa tæknineytendasýn- ingarinnar árlegu (CES) hófst sl. mánudag en hún er vettvangur nýjunga á sviði rafmagns- og raf- eindatækni. Segja aðstandendur hennar að kórónuveirufaraldurinn hafi haft í för með sér stóraukin kaup á rafeindatækjum. Þannig þykir útlit fyrir að velta rafeindatæknivara í Bandaríkj- unum muni nema um 461 milljarði dollara í ár. Sem er 4,3% aukning frá nýliðnu ári, 2020. Endurspeglar það áframhaldandi hneigð fólks til að leggja traust sitt á tæki og tól til að sinna vinnu, námi og félags- legum samskiptum. Streyming sjónvarpsefnis, staf- rænn heilsutæknibúnaður og of- urhröð 5G-netþjónusta eru svið sem talin eru munu skara fram úr á sýningunni, að sögn bandarísku neytendatæknisamtakanna (CTA) sem standa fyrir CES-sýningunni. „Veirufaraldurinn hefur ýtt við fólki sem tekið hefur tæknina kröftuglega í þjónustu sína á heim- ilunum og í vinnunni,“ sagði forseti CTA, Gary Shapiro, við AFP- fréttastofuna. Sýnendur á CES eru 1.800 en sýningin er að jafnaði haldin í höfuðstað veðmála og pen- ingaspila, Las Vegas. Glæsibragur mikill hefur verið yfir henni en í hinum nýja búningi sínum er talið að hún muni ekki njóta sama að- dráttarafls og áður. Sýningin var opnuð með streymi kynningarmyndbanda frá fyrir- tækjum, þar á meðal af stærri og gæðameiri sjónvarpsskjám frá suð- urkóresku fyrirtækjunum LG og Samsung. Stafræni vettvangurinn var nýttur til að tengja sýnendur og neytendur saman í sýndar- veruleika. LG var meðal risafyrirtækja í framleiðslu rafeindatækja sem sýndu háskerpuskjái sem ætlað er að mæta eftirspurn faraldurstím- ans eftir auknu streymi skemmti- efnis frá dreifiveitum á borð við Netflix, Disney+ og Amazon Prime. Meðal framúrstefnulegra myndbrota frá LG var „sýndar- áhrifavaldur“ í formi tölvuþróaðrar konu sem ræddi mjög líflega um nýtt vélmenni sem frumsýnt yrði og „upprúllanlegan“ farsímaskjá sem gæti tekið stærðarbreyt- ingum. Fleiri „bottar“ Þökk sé faraldrinum er svonefnd heilsutækni í sviðsljósinu á CES í ár. Sér í lagi til fjarlækninga, fjar- eftirfylgni og fjargreininga. Einnig tæki og tól til að greina sjúkdóma á frumstigi. Einnig er til sýnis mikið safn apparata til brúks á vinnustað, allt frá snjallhitamælum til lofthreinsitóla og sótthreins- unarvélmenna. Samsung kynnti „bot“ sem styðst við gervigreind til að bera kennsl á fólkið hans og safna gögn- um um ávana og venjur þess til að minna það á hlutina. Verulega fer fyrir tækni til greiningar á kórónuveirunni, Cov- id-19, og mildunar smits af hennar völdum. Fjölda sjálfsótthreinsivél- menna er að finna á CES og önnur hugvitssamleg tæki, þar á meðal íveranleg tól sem fylgjast með mikilvægri líkamsstarfsemi og gætu greint kórónuveirusmit á frumstigi. Sala bandarískra framleiðenda „tengdra heilsufarseftirlitstóla“ tvöfaldaðist næstum á nýliðnu ári frá 2019 og nam 632 milljónum dollara. Áætlað er að seldur verði samsvarandi búnaður fyrir 845 milljónir dollara í ár, 2021, sam- kvæmt greiningu CTA. Íveranlegir félagar Önnur tæki hafa að markmiði að létta fólki dvölina í heimalokun vegna kórónuveirufaraldursins. Þar á meðal eru fylgdarvélmenni og eftirlitstól fyrir eldri borgara sem einir búa. Á dagskrá sýningarinnar eru 300 ræðumenn vegna kynningarstarfs. Þar er vaxandi fókus á málefni á borð við friðhelgi einkalífs og 5G- internetið. Meðal ræðumanna eru Mary Barra, forstjóri General Motors, Hans Vestberg frá Veri- zon og Corie Barry frá Best Buy. Þegar sýndarveruleikasalurinn var opnaður í fyrradag gátu gestir tengt sig við netsýningarbása til að skoða kynningar og viðeigandi spjall. Sumar frumsýningar sem venjulega hafa dregið mikinn fjölda til Los Angeles hugðust í ár notast við sýndarveruleika í stað hefðbundinna aðferða. Audi ætlar til að mynda að halda ótrautt áfram og frumsýna nýjan rafsportbíl. Á dagskrá annarra fyr- irtækja var að afhjúpa tól sem sérþróuð eru fyrir hið ofurhraða og þráðlausa 5G-net sem er að styrkja sig í sessi um grundir víða. Greinendur segja sumir að skortur á viðburðum með þátttöku fólks á CES-sýningunni hafi dæmt margt fyrirtækið úr leik. Aðstand- endur sýningarinnar gera sér vonir um að hafa boðið upp á nýja reynslu sem ætti eftir að gagnast hinum 100.000 eða fleiri netgest- um. „CES er ein mesta prófunar- sýning veraldar þar sem gestir geta séð og snert á markverðum nýjungum,“ segir talsmaður CTA, Jean Foster. „Og þar sem við getum ekki endurskapað töfrana sem spretta fram á sýningunni í Las Vegas munum við færa gestum okkar nýja og einstaka stafræna upplifun í staðinn.“ Tæknisýning í miðju faraldurs  Stafræn útgáfa tæknineytendasýningarinnar árlegu (CES) hófst sl. mánudag í sýndarveruleika vegna kórónuveirunnar  Sýningin er vettvangur nýjunga á sviði rafmagns- og rafeindatækni AFP Sýndarveruleiki Consumer Technology Association-sýningin (CES) fer að þessu sinni fram í sýndarveruleika vegna kórónuveirunnar. Hér er skyggnst að tjaldabaki og svo sem sjá má er þar ekki mannmargt eins og venjulega. Fylgist með Vökul augu vélmennisins frá Misty Robotics. Nytsemi þess er kynnt á CES-sýningunni eins og margra annarra vélmenna sem hafa m.a. haft ofan af fyrir fólki innilokuðu vegna kórónuveirufaraldursins. 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 ATVINNUHÚSNÆÐI SKRIFSTOFUR – IÐNAÐARBIL Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali, leigumiðlari og viðskiptafræðingur BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is Hafðu samband við okkur og við aðstoðum og finnum rétta aðilann fyrir þig eða réttu eignina. Þarftu að selja, kaupa, leigja út eða taka á leigu? Til leigu Sunnukriki 3 – 100 fm Sími 766 6630 Til leigu Ármúli 19 – 190 fm Netverslun www.skornir.is ÚTSALAN ER HAFIN! 30-60%AFSLÁTTUR SMÁRALIND www.skornir.is Útsöluverð 4.998 Verð áður 9.995 Stærðir 36-41 Your shoes leðursandali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.