Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 34

Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Reiði vegna árásarinnar á þing- húsið beinist ekki bara að Trump Bandaríkjaforseta. Þannig hafa háværar raddir verið um að refsa beri með einhverjum hætti þeim þingmönnum repúblikana, sem neituðu að staðfesta kjörmenn Arizona- og Pennsylvaníuríkja í umræðunni í síðustu viku, jafnvel eftir að árásin var orðin að stað- reynd. Hefur reiðin einkum beinst að öldungadeildarþingmönnunum Ted Cruz frá Texas og Josh Haw- ley frá Missouri, en þeir voru í forystu þeirra þingmanna sem vildu gera athugasemdir við kjör- mennina. Hafa þeir verið hvattir til að segja af sér, og jafnvel heyrst raddir innan þingsins um að vísa þeim af þinginu, en ólík- legt er að 2⁄3 hluti öldungadeild- arinnar myndu samþykkja slíka tillögu. Hins vegar er talið líklegt að einfaldur meirihluti myndi samþykkja vítur á þá. Vilja að forsprakkar segi af sér ÓLGA Á BANDARÍKJAÞINGI Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í gærkvöldi að ákæra ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta til embættismissis í annað sinn eftir að áhrifamiklir repúblikanar í deildinni lýstu því yfir í fyrrinótt að þeir hygð- ust greiða atkvæði með tillögunni. Liz Cheney, þriðji háttsettasti fulltrúi repúblikana og dóttir Dicks Cheney, fyrrverandi varaforseta, var þar fremst í flokki, en hún sagði að árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið hefði verið að undirlagi og með stuðningi forsetans. „Aldrei í sögunni hefur forseti Bandaríkjanna svikið embætti sitt og eið sinn að stjórnarskránni með meiri hætti,“ sagði Cheney í yfirlýsingu sinni, og bætti við að uppreisnin hefði valdið áverkum, dauðsföllum og eyðilegg- ingu á helgasta stað lýðveldisins. Er þetta í fyrsta sinn frá Water- gate-málinu 1974 sem fulltrúar úr flokki forseta styðja við málshöfðun á hendur honum. Ákæran var sett á dagskrá full- trúadeildarinnar eftir að Mike Pence varaforseti staðfesti við Nancy Pel- osi, forseta deildarinnar, að hann hygðist ekki virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar til að lýsa því yfir að Trump væri ekki hæfur til þess að gegna embættinu, þar sem viðauk- inn væri hugsaður fyrir þau tilfelli þegar heilsa forsetans meinaði hon- um að gegna störfum sínum. Pelosi sagði hins vegar við upphaf þingstarfa í dag að Trump yrði að víkja, þó að innan við vika sé eftir af kjörtímabili hans, þar sem hann væri „skýr og stöðug ógn“ við öryggi Bandaríkjanna. Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana, sagði að Trump bæri ábyrgð á árásinni, en vildi frek- ar að hann yrði víttur af deildinni. Óvíst um öldungadeildina Demókratar hugðust vísa málinu til öldungadeildarinnar um leið og ákæran yrði samþykkt í fulltrúa- deildinni, en ekki er víst hvenær réttarhöldin yfir Trump geta hafist, þar sem deildin er nú í hléi og á ekki að koma saman fyrr en 19. janúar, daginn fyrir innsetningu Joes Biden, verðandi forseta, í embætti. Samkvæmt reglum deildarinnar getur hún ekki komið úr slíku hléi nema með samþykki allra öldunga- deildarþingmannanna hundrað, en Mitch McConnell, leiðtogi repúblik- ana í deildinni, sagði Chuck Schum- er, leiðtoga demókrata, að stuðn- ingsmenn Trumps í deildinni myndu ekki samþykkja það. Mögulegt er þó að Schumer geti gripið til neyðarákvæðis frá árinu 2004, þar sem heimilt er að kalla deildina aftur úr hléi undir vissum kringumstæðum ef leiðtogar beggja flokka eru sammála um það. Óvíst er hvernig McConnell myndi taka í slíka beiðni ef hún bærist, en heimildir New York Times hermdu í fyrrinótt að McConnell væri ekki mótfallinn því að sakfella Trump þegar ákæran bærist til öldunga- deildarinnar, en hann yrði fyrst að sjá hvernig hún yrði orðuð frá full- trúadeildinni. Hermdu heimildir blaðsins að McConnell sæi embættissviptingu Trumps sem leið til þess að losa Repúblikanaflokkinn undan áhrifum hans, en McConnell mun vera reiður forsetanum fyrir að hafa eyðilagt sigurvonir repúblikana í seinni um- ferð þingkosninganna í Georgíuríki, sem tryggði að demókratar munu taka yfir meirihlutann í öldunga- deildinni eftir innsetningu Bidens. Öryggisgæsla í hámarki Undirbúningur fyrir innsetning- arathöfnina er nú í fullum gangi. Bandaríska leyniþjónustan, sem sér um að verja líf forsetans, stýrir þeim undirbúningi, en athöfnin á að fara fram við þinghúsið. Öryggisgæsla við athöfnina verð- ur í algjöru hámarki, en bandaríska alríkislögreglan hefur varað við því að hætta sé á mótmælum í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna þennan dag og helgina á undan. Hafa því að minnsta kosti 20.000 þjóðvarðliðar verið kallaðir út til þess að sinna ör- yggisgæslu við þinghúsið, og verður hluti þeirra undir vopnum. Trump ákærður í annað sinn  Forsetinn sagður hafa ýtt undir árásina á þinghúsið í ákæru fulltrúadeildarinnar  Liz Cheney með- al repúblikana sem studdu við ákæruna  McConnell sagður samþykkur því að svipta Trump embætti AFP Allt í hers höndum Bandarískir þjóðvarðliðar sjá nú um öryggisgæslu í Washingtonborg eftir óeirðirnar í síðustu viku. Þeir hafa þurft hvíla sig á gólfum þinghússins og nærliggjandi bygginga og verður varla þverfótað fyrir þeim. Embættissvipting » Alls hafði 221 demókrati kosið með ákærunni þegar Morgunblaðið fór í prentun, auk tíu repúblikana. » 197 repúblikanar höfðu kos- ið gegn ákærunni. » Einn demókrati og fjórir repúblikanar höfðu ekki kosið. » Trump er fyrsti forsetinn til að vera ákærður tvisvar. Fífa THERMORE® Kápa kr. 29.990.- N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.