Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 38

Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI BJB-Mótorstilling býður upp á mikið úrval af öllum tegundum af dekkjum NÚ ER TÍMINN FYRIR DEKKJAVEISLU FÓLSKBÍLADEKK, JEPPADEKK, SENDIBÍLADEKK, FJÓRHJÓLADEKK, LYFTARADEKK ALLT AÐ 30% AFSL. AF ÖLLUM DEKKJUM SUMAR-, VETRAR-, NAGLA- OG HEILSÁRSDEKK DAGANA 11.–15. JAN. Frír þvottur hjá Lindin Bílaþvottastöð fylgir öllum keyptum Continental dekkjum Wintrac Pro Nordfrost 200 Eurofrost 6 Alnac 4G Winter Alnac 4G Allseason Quatrac Pro VikingContact 7 Continental PremiumContact 6 CrossContact LX Sport Ultrac Vorti Eurovan WinterSnow Grabber Plus *Sam kvæ m tvetrardekkjakönnun FÍB árið 2019. Í grein Hannesar Lárussonar sem birtist í Morgunblaðinu 8. jan- úar sl. eru bornar þung- ar sakir á samtökin Landvernd, Héraðs- nefnd Árnesinga sem og látna Íslendinga sem sinntu málefnum þess- ara aðila fyrir áratug- um. Það hefur ekki tal- ist stórmannlegt að bera opinberlega sakir á og sverta minningu genginna Íslendinga. Rétt er þá að hafa í huga að niðurstaða Hæstaréttar árið 1982, um eignar- hald á landi Alviðru og Öndverðar- ness II undir Ingólfsfjalli við Sogið, féll á þann veg að núverandi eigendur eru óumdeilanlega Héraðsnefnd Ár- nesinga og Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands. Í dóminum geta þeir sem hafa hug á að kynna sér staðreyndir málsins leit- að upplýsinga. Ósannindi í grein Hannesar eru það mörg að þau er ekki hægt að leiðrétta í stuttri blaða- grein. Eftirfarandi er kjarni málsins: Jarðirnar sem um ræðir eru opnar almenningi, gönguleiðir merktar og við haldið og eru jarðirnar mikið not- aðar til útvistar. Um langt árabil hef- ur verið rekið þar fræðslusetur um umhverfi og náttúru og á tímabili sóttu yfir 2.000 gestir staðinn heim árlega í nafni þeirrar starfsemi. Í fjármálakreppunni veiktist fjárhagur starfseminnar svo um nokkurt skeið hefur hún legið niðri. Eins og Hannes bendir réttilega á varð þetta ástand til þess að ýmis úrbóta- verkefni söfnuðust upp. Að þeim er nú unnið með skipulögðum hætti. Meira en 4 m.kr. var var- ið til úrbóta á síðasta ári. Á liðnu ári var fræðslu- starfið endurvakið, en að takmörkuð leyti, m.a. vegna sóttvarnaaðgerða. Væntingar standa til þess að starfsemin verði öflugri á þessu ári sem nú er að hefjast, frekari úrbætur verði gerðar á húskosti og landi, skógrækt efld, votlendi endur- heimt svo staðurinn nái hægt og bít- andi aftur fyrri reisn, og verði eigend- um sínum til sóma. Gerðir hafa verið samningar bæði við Kolvið um skóg- rækt og Landgræðsluna um endur- heimt votlendis og nýir öflugir aðilar koma að því að nýta veiðiheimildir í Soginu. Undanfarin misseri hafa staðið deil- ur um lóð sem á stendur gamall sum- arbústaður við Sogið sem er kominn að hruni og gengur undir nafninu Laxabakki. Bústaðurinn hefur bæði menningarsögulegt og fagurfræðilegt gildi. Því var það ánægjulegt að hann var friðlýstur á sl. ári. Bústaðurinn hefur verið í einkaeign, en landið er eign almennings, íbúa Árnessýslu og félaga í Landvernd. Félagið Íslenski bærinn ehf. telst eigandi bústaðarins sjálfs, þ.e. húsakostsins eins. Íslenski bærinn hefur einnig talið sig eiganda landsins undir og umhverfis bústaðinn. Fyrir því liggja þó engar framkomnar heimildir eða yfirlýsingar. Það er mjög miður fyrir alla aðila og hefur sett góð áform Íslenska bæjarins ehf. um endurbyggingu Laxabakka í uppnám. Þess má geta að á landi Alviðru og Öndverðarness II eru fimm aðrir bú- staðir, fjórir á eignarlandi og einn á leigulandi. Liggja öll nauðsynleg gögn fyrir um stöðu þeirra. Hvorki gjafabréfið sem fylgdi þeg- ar Landvernd og Árnesingar tóku á móti þeirri miklu gjöf sem Alviðra og Öndverðarnes II eru, né almenn lög og reglur heimila Landvernd og Hér- aðsnefnd Árnesinga að gefa út afsal til Íslenska bæjarins ehf. fyrir umrædda landspildu. Hins vegar hefur Íslenska bænum ehf. verið boðinn leigusamn- ingur til 50 ára, með hóflegri landleigu með möguleika á framlengingu, en jafnframt með því skilyrði að ákvæð- um gjafabréf landsins yrði fylgt. Því tilboði hefur Íslenski bærinn hafnað. Að svo komnu máli telja þeir sem fara með umboð landeigenda heppilegast fyrir alla aðila að gera tilraun til að ljúka málinu fyrir dómstólum. Í kjöl- far dómsúrskurðar verður vonandi hægt að ganga til samninga svo óum- deildum menningarverðmætum verði bjargað. Þangað til er affarasælast að málsaðilar sýni hófstillingu og dreifi ekki rógi, hálfsannleika og illmælum um Íslendinga sem hafa kvatt eða aðra þá sem að málinu koma. Sjálfur óska ég Íslenska bænum heilla í sínu mikilvæga starfi og vona að þetta fari allt vel að lokum. Laxabakki við Sogið – kjarni málsins Eftir Tryggva Felixson »Deilur um land undir friðlýstum sumar- bústað við Sogið, Laxa- bakka, er hægt að leysa, ef farið er að lögum og reglum og háttvísi sýnd í samskiptum. Tryggvi Felixson Höfundur er formaður Landverndar og stjórnar Alviðrustofnunar. tryggvi@landvernd.is Nú er hafin leit að loðnu að tilhlutan Hafró af sömu aðilum og tortímdu henni fyr- ir fjórum árum með því að veiða hana áður en hún hrygndi og gat af sér afkvæmi. Allar lífverur á þessari plánetu geta af sér afkvæmi til að viðhalda tegund sinni. Spendýr með lifandi ungum, fuglar með eggjum, fiskar með hrognum og jurtir með fræj- um. Þetta vita allir, nema sjávar- útvegsráðherra, Hafró og stór- útgerðarmenn. Þó voru innan Hafró einhverjir fyrir mörgum árum sem höfðu vit á að gefa þorskinum frið frá veiðum til að hrygna, því þorskstofninn var þá kominn í lágmark vegna ofveiði. Við þessa friðun var stofninn ótrú- lega fljótur að ná aftur veiðanlegri stærð. Samfara framangreindum stað- reyndum finnst mér furðulegt hvernig stórútgerðarmenn fá að haga sér í stærstu auðlind þjóð- arinnar. Þeir fá ennþá að veiða með veiðarfæri sem alls staðar er verið að banna; botnvörpu/ flotvörpu, sem stórskemmir lífríki hafsins og hafsbotnsins. Þetta veið- arfæri er yfir 20 tonn að þyngd, dregið af skipinu eftir hafsbotn- inum á 4-5 mílna ferð (1 sjómíla = 1.852 m). Stórútgerðarmenn eiga þessi skip og hafa veiðiheimild á yfir 85% botnfisks, þ.e. þorsks, ýsu og annars botnfisks. Þessi skip eru 2-3 þús- und brúttótonn að stærð, með 2-3 þúsund hestafla vélarafl og eyða gífurlega mikilli olíu við þessar veiðar. Allflestar botnfisks- tegundir sem veiðast hér við land er hægt að veiða á vistvænan máta með línuveiðum, þ.e. krókaveiðum. Veiðiheimildir nú eru 273.000 tonn af þorski, ýsu 41.000 tonn og ufsa 80.000 tonn, samtals 394.000. Það væri lítill vandi fyrir sjávarbyggðir um allt land að veiða á vistvænan máta stóran hluta þess botnfisks sem leyfilegt er að veiða í dag. Dæmi eru um að plastbátar með línubeitningarvél veiði 1-2 þúsund tonn á ári. Hjá þessum bátum er margfalt minni eyðsla á olíu (meng- un) á hvert landað fiskitonn en hjá stórum togurum. Fyrir ónotaðar fiskvinnslustöðvar úti um land, t.d. á Akranesi, ætti að vera auðveld- ara að afla hráefnis til vinnslu. Tilgangur minn með þessum skrifum er að reyna að bjarga líf- ríki sjávar, stærstu auðlindar þjóð- arinnar, því græðgi stórútgerðanna er brjálæði, samanber veiðarnar á loðnunni. Loðnan Eftir Hafstein Sigurbjörnsson »Um sjávarútvegs- mál, vistvænar veiðar og skaðsemi togveiða. Hafsteinn Sigurbjörnsson Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.