Morgunblaðið - 14.01.2021, Page 39

Morgunblaðið - 14.01.2021, Page 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Á embætismönnum og forsvarsmönnum stofnana eða félaga- samtaka sem nær ein- gönu eru rekin fyrir opinbert fé hvílir skylda bæði gagnvart landslögum og siða- reglum, auk þess sem gengið er út frá því að þessir starfsmenn hafi í frammi almenna mannasiði í samskiptum. Ef opin- berir starfsmenn verða uppvís að því að halda fram gegn betri vitund röngum málflutningi sem til þess er fallinn að rýra orðstír eða valda þriðja aðila beinum skaða má með gildum rökum halda því fram að um sé að ræða afglöp í opinberu starfi. Þau Auður Magnúsdóttir fram- kvæmdastjóri Landverndar og Ey- þór H. Ólafsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, sem má með réttu kalla opinbera starfsmenn hafa á undan- förnum árum tekið höndum saman í valdníðslumáli sem gengur út á það að ná yfirráðum yfir landskika sem er í þinglýstri eigu þriðja aðila og með framgögnu sinni markvisst unnið að niðurlægingu einstakra menningarverðmæta. Gerð hefur verið grein fyrir þessu yfirgengi- lega máli og forsögu þess í tveimur nýlegum greinum. Önnur greinin, Tannhjól, birtist í Dagskránni á Suðurlandi 6.janúar: https:// www.dfs.is/2021/01/06/tannhjol/ og hin, Aalto, innbrot og hlandkoppar, birtist í Morgunblaðinu 8. janúar. Allt sem kemur fram í þessum greinum er stutt gögn- um, skjölum og rann- sóknum. Viðbrögð við þess- um upplýsingum voru síðan höfð eftir þeim Auði og Eyþóri í Morgunblaðinu 9. jan- úar, en þau og sá fé- lagsskapur sem þau eru í forsvari fyrir, Landvernd og Héraðs- nefnd Árnesinga, eru beinir aðilar og ger- endur í umræddum málum, það eru Alviðrumálið og Laxabakkamálið sem greinarnar fjalla um. Í stuttu máli eru nær allar stað- hæfingar sem hafðar eru eftir þess- um aðilum rangar og í sumum til- fellum beinlínis verið að halda fram algerum fjarstæðum sem túlka má sem þverbrot á þeirri upplýsinga- skyldu sem að öllu jöfnu hvílir á opinberum starfsmönnum. Á grundvelli siðareglna blaðamanna er mér nú sem fulltrúa eigenda gefinn kostur á að leiðrétta yfir- gengilegustu rangfærslurnar sem hafðar eru í frammi.  Íslenski bærinn keypti Laxa- bakka ekki af „þrotabúi“ heldur af Lögheimtunni ehf. Lögheimtan ehf. er ekki þrotabú.  Sagt er að með kaupum á Lax- abakka hafi ekki fylgt eignarhald á lóð. Hið rétta er að í þinglýstu af- sali er tilgreind 10.0000 m2 lóð sem tilheyrir Laxabakka, sú lóð sem var afmörkuð 1942 þegar kaup á lóð- inni milli Árna í Alviðru og Ósvald- ar Knúdsen voru handsöluð. Af þessari lóð hafa jafnan verið greidd fasteignagjöld.  Eyþór og Auður segja hróðug frá því að hafa boðið eigendum Laxabakka, Íslenska bænum ehf., að leigja þá lóð sem Íslenski bær- inn er sjálfur þinglýstur eigandi að. Hér er um að ræða algera fjar- stæðu sem lagalega er með öllu óframkvæmanleg, þ.e. að reyna að þvinga eigendur lóðar til þess að leigja eigin eignarlóð af sjálfum sér! Til að leysa málið hafa þau Auð- ur reynt að þvinga forsvarsmenn Íslenska bæjarins til þess að gefa sér lóðina sem tilheyrir Laxabakka svo hægt verði að leigja þeim hana aftur fyrir umtalsverða upphæð.  Auður og Eyþór hafa enga heimild til neinna leyfisveitinga í þessu sambandi eins og þau halda fram í Morgunblaðinu 9. janúar. Engin byggingarleyfi hafa fengist til uppbyggingar og varðveislu hins friðlýsta húss að Laxabakka, enda skipulagsnefnd nær eingöngu skip- uð fulltrúum héraðsnefndarinnar.  Íslenski bærinn hefur aldrei aðhafst eða áformað neitt varðandi uppbyggingu og nýtingu lóðar og mannvirkja fram yfir það sem til- greint er í friðlýsingu mennta- málaráðherra á húsum og lóð. Allar aðgerðir og áætlanir hafa ávallt verið unnar í nánu samráði við sér- fræðinga Minjastofnunar Íslands. Að halda öðru fram eins og Auður Magnúsdóttir gerir í Mbl. 9. janúar eru ósannindi, algjörlega úr lausu lofti gripin. Íhlutun og afskipti Auðar og Eyþórs og skjólstæðinga þeirra af nýtingu og uppbyggingu lóðar í einkaeign eru með öllu óvið- eigandi og ólíðandi.  Það er rangt sem Auður held- ur fram að eigendur Laxabakka hafi kært Landvernd til lögreglu. Hið sanna er að húsbrot, listverka- þjófnaður og varsla á þýfi var kært. Samkvæmt rannsókn og minn- ispunktum lögreglu kom síðan í ljós að Einar Bergmundur Arnbjörns- son, fyrverandi stjórnarmaður Landverndar, var viðriðinn þetta afbrot ásamt hinni svokölluðu Al- viðrunefnd sem sá um vörslu þýf- isins við herfileg skilyrði.  Að vitna í „gjafagerning“ Magnúsar í Alviðru er í þessu sam- hengi afar óviðfelldið, enda flest ákvæði þessa gjafagernings verið þverbrotin frá upphafi. Í landi Önd- verðarness 2 eru þrjár litlar sumar- bústaðalóðir sem var búið að marka áratugum áður en sýslunefndin og Landvernd náðu til sín „gjöfinni“ með bolabrögðum og gátu þess vegna ekki fallið undir þessa meintu gjöf. Ein þessara lóða til- heyrir Laxabakka eins og öllu upp- lýstu fólki er vel kunnugt um.  Síðan Íslenski bærinn varð lögmætur eigandi að Laxabakka með það markmið að bjarga ein- stökum menningarverðmætum hef- ur öllum umleitunum fulltrúa og lögmanna eigenda um samtal, sam- ráð og fundi verið svarað með útúr- snúningum, rangfærslum og dóna- skap. Rangfærslur, valdníðsla og embættisafglöp Eftir Hannes Lárusson »… eru nær allar staðhæfingar sem hafðar eru eftir þessum aðilum rangar og í sum- um tilfellum beinlínis verið að halda fram algerum fjarstæðum. Hannes Lárusson Höfundur er myndlistarmaður og staðarhaldari Íslenska bæjarins. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendi- kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. SMARTLAND MÖRTU MARÍU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.