Morgunblaðið - 14.01.2021, Page 40

Morgunblaðið - 14.01.2021, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 ✝ Gunnar A. Þor-mar tann- læknir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1932. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 3. janúar 2021. Foreldrar hans voru Andrés G. Þormar, f. 29. jan- úar 1895, d. 30. desember 1986, að- algjaldkeri Landssímans, og kona hans, Guðlaug Gunn- arsdóttir, f. 15. apríl 1905, d. 15. september 1974. Bróðir Gunn- ars var Birgir A. Þormar lög- fræðingur, f. 15. maí 1939, d. 11. janúar 1996. Gunnar kvæntist 26. ágúst 1960 Sveinbjörgu Sigurð- ardóttur, f. 23. mars 1938, d. 27. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Kr. Svein- björnsson, f. 13. nóvember 1908, d. 25. janúar 1999, frkv.stj. og kona hans Ingibjörg Ingimund- ardóttir, f. 16. febrúar 1908, d. 26. nóvember 1989. Þau skildu árið 1968. Börn þeirra eru Kristín Inga, f. 7. júlí 1962, skrifst.stj. sem var gift Einari H. Reynis, þau skildu. Börn þeirra eru Bryndís Inga, f. 1994, og Jósef Andri, f. 1996. Áður átti Kristín Þóreyju, f. 1981, gift Jóhanni Þór Sveins- í Grímsnesi, skólabarna í Vík í Mýrdal 1970-86 og sá lengi um tannlæknisþjónustu á vegum Styrktarfélags vangefinna. Einnig var hann tannlæknir Kópavogsdeildar Landsp. og stundakennari við Þroskaþjálfa- skóla Íslands 1977-93. Gunnar var alla tíð virkur í Tannlæknafélagi Íslands og gegndi stöðu formanns, endur- skoðanda og gjaldkera og sat í stjórn, sáttarnefnd, gerðardómi, fræðslu- og skemmtinefnd, stjórn styrktarsjóðs, nefndum um málefni þroskaheftra og í skólanefnd Tannsmíðaskóla TFÍ. Árið 2012 var hann kosinn heiðursfélagi TFÍ. Hann var fyrsti formaður Landsamt. Þroskahjálpar og var sæmdur gullmerki þeirra 1991. Sat í stjórn Skandinavíska tann- læknafélagsins og Nordisk For- ening for Handicaptvård frá stofnun og heiðursfélagi frá 1991. Sat í framkvæmdanefnd landsöfnunar Rauðu fjaðr- arinnar 1976, var varaformaður Styrktarfélags vangefinna, sat í stjórnum Skálatúnsheimilisins og Dentalíu hf. Útför Gunnars fer fram hjá Fossvogskirkju í dag, 14. janúar 2021, kl. 13 að viðstöddum nán- ustu ættingjum og vinum. Hægt verður að fylgjast með útförinni á https://www.streyma.is Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat syni, börn þeirra eru Rakel Emma, f. 2009, Ísey Gunnur, f. 2013, og Elvar Nóel, f. 2018. Andr- ea, f. 22. apríl 1964, list- og safnafræð- ingur, gift Atla Má Jósafatssyni. Börn þeirra eru Elísabet, f. 1994, Thelma Rós, f. 1996, og Gunnar Már, f. 1998. Ólafur, f. 6. apríl 1967, starfsmaður hjá Lindex, og Sveinbjörn, f. 12. maí 1968, kerf- isstjóri, kvæntur Kristínu Þórs- dóttur féhirði. Börn þeirra eru Þór, f. 1991, Gunnar, f. 1996, Guðbjörg, f. 2002, og Brynjar, f. 2004. Gunnar lauk stúdentsprófi frá VÍ 1952, Cand. Odont.-prófi frá Tannlæknaháskólanum í Ósló og öðlaðist tannlækn- ingaleyfi 1957, naut NATÓ- styrks til náms í tannlækningum þroskaheftra og fatlaðra í Dan- mörku og Sviss 1978 og stund- aði framhaldsnám við Univers- ity of Washington í Seattle 1986. Hann var aðstoðartannlæknir hjá Jóni Kr. Hafstein í Reykja- vík 1958 og rak eigin stofu í Reykjavík frá 1958 til starfs- loka. Gunnar annaðist tann- viðgerðir heimilisfólks að Skála- túni í Mosfellsbæ og Sólheimum Við kveðjum föður okkar með nýársvísu Guttorms Vigfússonar frá árinu 1925. Guttormur langafi okkar sendi syni sínum Andrési vísuna í minningu Sig- ríðar langömmu. Burt er bros af vörum brostin gleði í sinni fjör og sjón á förum, förlast traustu minni. Horfin er frá hörmum, hún sem best mig studdi vafði ástar örmum og angurs brautir ruddi. En því skal þrautir telja þær eru systur elli og sorgum sáðreit velja sólarlags á felli. Langa lífsins daginn leitt mig hefur drottinn heimilis blessað haginn svo hamingju ber allt vottinn. Nú skal guði gjalda af gleði klökku og hlýju, þakkir þúsundfaldar á þessu ári nýju. Sjötíu og fimm ár sólu sá ég himinn renna, nú hallar að njólu, nú tekur ljós út brenna. Kveðja frá börnum Gunnars, Kristín, Andrea, Ólafur og Sveinbjörn. Þegar ég hitti Gunnar í fyrsta skiptið, þennan stóra og mikla og brúnaþunga mann, stóð mér ekki alveg á sama. En svo fór ég að koma oftar í Vesturbergið og þá sá ég afann í honum. Ég minnist matarboða á sunnudögum, hann kenndi mér að meta gott rauðvín og fallega muni. Ég fór einu sinni í stólinn hjá honum, hann dró úr mér endajaxl og þá kynntist ég fagmennskunni. Ég kom með barn í búið, var búin að eignast Þór minn og tók Gunnar honum eins og sínu barnabarni frá upphafi. Svo fæddist Gunnar Þormar yngri og þá stækkaði hjartað í afa sem eignaðist nafna og hefði dreng- urinn ekki getað borið annað nafn því mikið voru þeir líkir, áttu mjög gott skap saman og miklir mátar alla tíð. Það tók ekki langan tíma fyrir afa að vinna drenginn og fóru þeir víða saman innan lands sem utan og ferðirnar ófáar í bústaðinn og heilu helgarnar sem hann var með nafna sinn. Svo fæddist Guðbjörg og það þurfti svolítið til að vinna hana, en afi hafði sínar leiðir og ís bjargar öllu. Hún fór í ballett og kom afi á allar sýn- ingar hjá henni og færði henni alltaf rós að lokinni sýningu. Og kjólarnir sem afi kom með, já þeir voru ekkert slor og kápur og peysur. Allt valið af kostgæfni í bestu búðunum í London. Svo kom Brynjar í restina og kallaði afi hann alltaf Stubb og það var ekkert mál fyrir þá tvo að kynn- ast því stóra systir var til að leið- beina, það væri allt í lagi hjá afa. Og þó að Brynjar sé orðinn 16 ára og stærstur í fjölskyldunni var hann alltaf kallaður „stubb- ur“ af afa sínum. Gunnar var ekki ræðinn mað- ur og ekkert að láta í ljós tilfinn- ingar en maður sá að hann elsk- aði barnabörnin sín. Hann var lengi vel með jólaboð og færði börnunum gjafir og fékk ég alltaf gjöf líka. Þó að hann væri ekki ræðinn svona dags daglega þá hélt hann flottar ræður og talaði oft blaðlaust og í brúðkaupinu okkar hélt hann flotta ræðu þar sem stiklað var á stóru um Svenna. Man ekki alveg ræðuna en hann endaði hana svona: „Það er alltaf gleðiefni þegar börnin manns ná sér í góðan maka, og í dag er ástæða til að gleðjast.“ Þetta þótti mér vænt um! Elsku Gunnar minn, takk fyrir samfylgdina til 26 ára. Við Svenni munum passa upp á Óla eins og við lofuðum þér. Þótt sárt í huga sakni þín og syrgi vinur hver. Við heim til Guðs er heldur þú í hjarta fylgjum þér. (Höf. ók.) Þín tengdadóttir, Kristín Þórsdóttir. Elsku afi Gunnar hefur nú kvatt þennan heim. Mínar fyrstu minningar um hann eru frá því ég var í leikskóla, en hann átti það til að sækja mig þangað. Óvitinn ég kunni ekki á klukku en vissi að afi ætlaði að sækja mig klukkan fjögur svo ég bað fóstrurnar ávallt um að láta mig vita hvað klukkan væri svo ég vissi hvað væri langt í afa. Þegar afi svo mætti beið hann með út- breiddan faðminn og ég kom hlaupandi til hans á móti. Svo miklir voru fagnaðarfundirnir. Ég var svo lánsöm að koma úr stórum hópi barnabarna og naut hvert okkar góðs af afa. Á hverj- um jólum voru haldin litlu jólin hjá afa en þá klæddi hann sig upp sem jólasvein og útdeildi gjöfum. Þessi hefð vakti mikla lukku meðal barnabarnanna. Afi ferðaðist einnig mikið og kom hann iðulega heim með falleg föt og gjafir handa okkur. Afi var duglegur að fara með mig í leikhús og man ég allra helst þegar hann fór með mig sex ára gamla á Litlu hryllingsbúð- ina í Borgarleikhúsinu. Ég man ég var svo hrædd við mannætu- plöntuna að ég hélt fyrir augun nánast allan tímann, en þá var gott að hafa afa sér við hlið sem passaði upp á mann. Á unglingsaldri hugðist ég leggja land undir fót. Afa sem og öðrum fjölskyldumeðlimum leist ekki vel á þessa hugmynd mína en vissu að það þýddi lítið að tala mig úr henni. Þegar ég kvaddi afa laumaði hann að mér smá- vegis gjaldeyri og þar fylgdi með miði. Á honum stóð að ég skyldi hafa samband við hann um leið ef ske kynni að ég lenti í alvarleg- um vandræðum. Sem betur fer kom ekki til þess en mér mun alltaf þykja vænt um þessa hug- ulsemi og væntumþykju sem ein- kenndu samskipti okkar afa. Á stundu sem þessari er svo ótalmargs að minnast. Ég verð afa ævinlega þakklát fyrir að hafa auðgað barnæsku mína. Yndislegri afa var vart hægt að finna. Elsku afi, ég mun sakna þín um ókomna tíð. Bryndís Inga Reynis. Líf afa átti eftir að taka tals- verðum breytingum þegar 19 ára dóttir hans eignaðist stúlku. Þetta var ekki framtíðin sem hann ímyndaði sér fyrir dóttur sína og taldi það koma í sinn hlut að aðstoða hana með afabarnið. Óvæntustu breytingarnar áttu sér þó eflaust stað þegar hann uppgötvaði að þarna fengi hann nýtt upphaf. Því bæði vorum við leitandi, ég að föður og hann að tækifæri til að gera betur. Við gátum því verið fyrir hvort ann- að það sem við mest þurftum á að halda. Saga okkar inniheldur svo ótalmargar skemmtilegar, yndislegar og dýrmætar minn- ingar en mest minnist ég þó kær- leikans og einlægni hans í minn garð. Þrátt fyrir dekurumönnun fyrstu árin reyndist honum erfitt að ná mér á sitt band en hann gafst þó aldrei upp og óskaði sjálfur eftir því að gerast helg- arafi og sérleg pössunarpía. Það var svo ekki fyrr en í fyrstu utan- landsferðinni okkar, ég þá tæp- lega fjögurra ára, sem við loksins náðum saman. Við vorum að labba með höfninni þegar ég missti dótið mitt í sjóinn, afi teygði sig eftir því en það gekk ekki betur en svo að hann datt beint út í. Afi sagði að upp frá því hefði myndast þegjandi sam- komulag um að vera bestu vinir og þannig hefur það verið alla daga síðan. Það skipti eiginlega ekki máli hvað við vorum að gera, alltaf leið okkur vel saman, gátum talað um allt en líka setið í þögninni og notið félagsskapar hvort annars. Hjá honum átti ég alltaf heimili og man ég eiginlega ekki eftir mér öðruvísi en með annan fótinn hjá honum. Fyrir utan að vera aðra hverja helgi hjá honum var ég hjá honum á jólunum, páskunum og sumrin. Þegar ég var sjálf farin að ráða ferðum mínum varð heimili afa míns oftar en ekki fyrir valinu því mér leið svo vel þar. Í öllum próftörnum snúllaðist hann í kringum mig og passaði að ég fengi vel að borða og skorti ekk- ert. Þótt ég hafi vitað að við afi átt- um einstakt samband þótti mér samt alltaf jafn gaman að sjá hversu undrandi fólk var á sam- bandi okkar og mátti einu gilda hvort þetta væru fóstrurnar mín- ar á leikskólanum, vinkonur eða samstarfsfólk, öll sögðu þau að hann væri yndislegur afi og þar er ég hjartanlega sammála, því betri afa hefði ekki getað fengið. Hann hvatti mig til dáða, studdi mig í öllu því sem ég tók mér fyr- ir hendur, sama hversu misgáfu- legt honum fannst það. Hann treysti mér og treysti því að ég myndi finna mína leið. Fyrir vik- ið hafði ég trú á mér sjálfri og var óhrædd við að láta drauma mína rætast. Vitandi að það biði mín ávallt öruggur faðmur þegar ég þurfti á að halda. Afi var fasti punkturinn í lífi mínu, hætti aldrei föðurlegri um- hyggju eða að vera með áhyggj- ur og góðlátlega stjórnsemi, allt fram til síðasta dags. Missirinn er mikill og söknuðurinn sömu- leiðis. Takk fyrir allt elsku afi minn en þakka þér allra mest fyrir að vera mér besti pabbinn og ekki síður fyrir að vera yndislegur afi barnanna minna. Þótt sögu okk- ar hér á jarðríki ljúki núna, treysti ég því að bönd okkar nái til heima hvors annars, svo ég geti enn fundið fyrir föðurlegri umhyggju þinni og vinsemd. Þórey Þormar. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, afi Gunnar. Þú hefur alltaf verið hluti af lífi mínu, alla barnæskuna og inn í fullorðinsárin. Ég er mjög þakk- lát að hafa átt svona mikinn tíma með þér og mun halda minningu þinni hátt á lofti svo lengi sem ég lifi, svo sterk áhrif hafði þín til- vera. Það fór ekki á milli mála ef þú varst á svæðinu, stór og mikill maður og persónuleiki. Þú elsk- aðir okkur barnabörnin mikið og við fundum það. Í óteljandi heimsóknum hjá þér sem krakki var alltaf líf og fjör, þú naust þín í afahlutverk- inu og gafst af þér í formi leik- fanga, súkkulaðis og húmors. Ef þú varst í stuði máttum við gramsa í stórum bala fullum af smáaurum og eiga nokkra eða fá Hraun sem var vel falið í verk- færaskápnum. Á jólunum settir þú upp jólasveinahúfu og skegg og komst askvaðandi inn í stof- una með svartan ruslapoka með gjafir fyrir barnabörnin og ég man að stundum var ég skelkuð að sjá þennan hávaxna ógurlega jólasvein. Elsku afi, þú varst alltaf svo sjálfstæður og hugmyndaríkur, ferðaðist mikið og fórst um allar trissur í erindagjörðum. Í seinni tíð fékk ég það hlutverk að skutla þér á milli staða, ein búð varð að fimm eða þar til komið var fram á kvöldmatartíma. En það var með gleði í hjarta þegar ég skildi þig eftir heima, sáttan með afrakstur dagsins, dagblöð í annarri hendi og góðgæti í hinni. Kvöldmatartími var reyndar mjög fljótandi hugtak fyrir þér, hvort sem það var á sunnudegi í Sæviðarsundi eða á aðfangadag, þú komst bara þegar þú varst tilbúinn. Það var samt ekki hægt að erfa það við þig að vera of seinn, enda hef ég greinilega fengið þann eiginleika frá þér, afi minn. Þú hefur alltaf verið svo stolt- ur af því sem ég hef tekið mér fyrir hendur, samglaðst mér í sigrum mínum og verið minn helsti stuðningsaðili. Þér var mjög annt um velgengni okkar barnabarnanna og spurðir um framtíðarplön í hverju samtali og hafðir yfirleitt nokkrar hug- myndir sjálfur. Þú varst aldrei hrifinn af fjallabrölti mínu og ég lærði fljótt að hætta að sýna þér myndir af mér að klifra, þér leist ekkert á blikuna og sagðir mér sífellt að fara varlega. Ég held fast í allar góðu minn- ingarnar sem við eigum saman og þakklát fyrir síðustu heim- sóknina til þín á aðfangadag þar sem þú varst svo glaður að sjá mig og Thelmu. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu sem er fullt af kærleik og þakk- læti í þinn garð og ég veit að þér líður vel núna. Takk fyrir allt, elsku afi. Kveðja, Elísabet. Kveðja frá Tannlæknafélagi Íslands Nú er sú rödd þögnuð. Kvadd- ur er hugsjónamaður, brautryðj- andi og heiðursfélagi í Tann- læknafélagi Íslands. Gunnar Þormar tannlæknir lést á hjarta- deild Landspítalans sunnudag- inn 3. janúar, 88 ára að aldri. Eftir stúdentspróf lá leið Gunnars í tannlæknaháskólann í Ósló þar sem hann lauk kandi- datsprófi 1957. Starfaði Gunnar um hríð í Noregi, en hélt tengslum við kollega þar um ára- bil. Hann stundaði framhalds- nám í tannlækningum þroska- heftra og fatlaðra í Birmingham í Alabama og í Danmörku og Sviss á árunum 1974-78. Síðar stund- aði hann nám við University of Washington í Seattle. Á þessum árum var Gunnar mikið í nor- rænu samstarfi um málefni fatl- aðra, var árum saman í stjórn Nordisk Forening for Hand- icaptandvård og í tvígang for- maður. Gunnar var varaformað- ur Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík og fyrsti formaður Landssamtakanna Þroskahjálp- ar. Gunnar var virkur í umræðu um málefni fatlaðra allt fram á síðasta dag. Árið 1991 varð hann heiðursfélagi í Nordisk Forening for Handicaptandvård og hlaut gullmerki Landssamtakanna Þroskahjálpar. Gunnar var vel greindur, kappsfullur, áræðinn og vílaði hlutina sjaldan fyrir sér, en trygglyndi og festa voru þó helstu einkenni hans. Við fystu kynni gat maður freistast til að halda að Gunnar Þormar væri það háttvísa prúðmenni sem hann sýndist vera, en þegar á reyndi að sækja og verja hags- muni skjólstæðinga sinna var hann harður í horn að taka, stóð í hárinu á heilbrigðisyfirvöldum og Tryggingastofnun ríkisins þegar honum fannst hallað á hagsmuni tannlækna, en sér- staklega fatlaðra. Gunnar Þormar var virkur í félagsstarfi tannlækna og vart til sá málaflokkur þar sem hann lagði ekki hönd á plóg. Á náms- árum kynnist hann málefnum tannlækna og tannlæknafélaga og taldi að margt mætti betur fara í ranni íslenskra tannlækna. Í formannstíð sinni beitti hann sér fyrir aukinni endurmenntun með reglulegum fræðafundum, ársþingum og útgáfu Tann- læknablaðs. Gunnar var hvata- maður að gerð Tannlæknatals og stækkun félagsheimilis tann- lækna. Hann var gerður heiðurs- félagi 2012. Minnisstæðar eru ferðir með Gunnari á tannlæknaráðstefnur í Chicago, en hópur íslenskra tannlækna sótti þær árlega í febrúar. Þar var hann hrókur alls fagnaðar. Gunnar rak eigin stofu í Reykjavík frá 1958 til 2003, lengst af á Laugavegi 66, en síð- ar Vegmúla 2. Jafnframt annað- ist hann tannlækningar vistfólks á Skálatúni og Sólheimum í Grímsnesi, sá um tannlækninga- þjónustu á vegum Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík og Kópa- vogsdeildar Landspítalans. Hann var kennari við Þroska- þjálfaskóla Íslands um árabil. Óræð eru örlög manna, ekki síst leið okkar að loknu þessu jarðlífi. Ef trú okkar er reist á öðru tilveruskeiði, er ljóst að vel verður tekið á móti öðlingnum. Þar mun rödd hans heyrast hátt, hann mun áfram verða fyrirferð- armikill og sinna baráttumálum sínum, þar sem frá var horfið. Fyrir hönd Tannlæknafélags Íslands kveðjum nú þennan ein- staka samferðamann og kollega. Blessuð sé minning Gunnars Þormar. Svend Richter. Kveðja frá FUMFS – félagi um munnheilsu fólks með sérþarfir Í dag kveðjum við brautryðj- anda á sviði tannlækninga fyrir fólk með sérþarfir á Íslandi. Árið 2001 tók Gunnar sig til og stofn- aði Íslandsdeild NFH (Nordisk Forening for Handicaptandvärd) sem hlaut nafnið félag um munn- heilsu fólks með sérþarfir með skammstöfunina FUMFS. Þang- að til hafði hann sjálfur verið Ís- Gunnar A. Þormar Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, stjúpfaðir og afi, GÍSLI PÁLSSON, Sjávargrund 8A, Garðabæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 9. janúar. Jarðarför verður auglýst síðar. Dagný Björk Pétursdóttir Soffía Stefánsdóttir Ólivía Gísladóttir Páll Gíslason Fríða Sædís Gísladóttir Anný Rós Ævarsdóttir Andri Pétur Dalmar Dagnýjarson Andri, Sunna, Emilía, Jenný og Gabríel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.