Morgunblaðið - 14.01.2021, Page 43

Morgunblaðið - 14.01.2021, Page 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 ✝ Sverrir Gunn-arsson fæddist á Akureyri 28. mars 1927. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 1. janúar 2021. Foreldrar hans voru hjónin Inga Sigurrós Guð- mundsdóttir frá Reykjavík, d. 1991, og Gunnar Snorra- son frá Akureyri, d. 1974. Eldri bróðir Sverris var Snorri Rögnvaldur, d. 1979. Yngri systkini hans voru Svan- hildur Lovísa, d. 2013, Gunnar, d. 2010, og Inga Kristín, f. 1941, búsett í Kanada. Sverrir kvæntist Jónu Sigríði Marteinsdóttur frá Neskaupstað, f. 1931. Börn þeirra eru Inga María, f. 1956, gift Guðfinni Ein- arssyni; börn Eva Sigurrós og Jenný Maren. Svanhildur Krist- ín, f. 1958, gift Bjarna Bjarna- syni; börn Edda Hrund og Sverr- ir. Marteinn, f. 1962, kvæntur Margréti Halldórsdóttur; börn Sandra Björk, Hanna María, Sverrir Hákon og Rebekka. Barnabarnabörn eru tíu. Sverrir og Jóna Sigríður skildu eftir 30 ára hjónaband. Fyrir átti Sverrir soninn Sigurð Halldór, d. 5. apríl 2020. Móðir hans er María Sigurðardóttir. Maki Sigurðar var Mary Pat Frick, d. 8. mars inni Dröfn í Hafnarfirði, fyrst sem yfirsmiður og síðar yf- irverkstjóri til starfsloka 1997. Á þessum árum í Hafnarfirði kenndi Sverrir fagteikningar í skipasmíði við Iðnskólann í Hafnarfirði. Síðast var hann kennari hjá Iðnskólanum orðinn 84 ára. Hann var margoft skip- aður meðdómari við Héraðsdóm- stól Reykjavíkur, Héraðsdómstól Hafnarfjarðar og í Borgarnesi, auk þess var hann skipaður matsmaður við þessa dómstóla. Á námsárum Sverris stofnuðu hann og samnemendur hans í skipasmíði Félag skipasmíða- nema og var Sverrir formaður þess. Að loknu námi gekk hann í Sveinafélag skipasmiða þar sem hann var kosinn í stjórn og var ritari félagins þar til hann flutti til Neskaupstaðar. Sverrir var listhagur og naut þess til æviloka að renna og smíða gjafir til fjölskyldu og vina. Auk þess var hann virkur þátttakandi í félagslífi; meðal annars tefldi hann og spilaði brids. Riddarinn, skákklúbbur eldri borgara, sæmdi hann heið- ursriddaranafnbót í virðingar- og þakklætisskyni fyrir störf og þátttöku í klúbbnum allt frá stofnun hans árið 1998. Útförin fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 14. janúar 2021 klukkan 13 og í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstand- endur viðstaddir. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/08P3N0Qsb_Y Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat 2020. Sverrir kynntist Kristrúnu Stefánsdóttur frá Minni-Borg í Gríms- nesi, f. 1937, og undu þau hag sínum saman síðustu sex- tán árin. Sverrir lauk námi frá Iðnskól- anum í Reykjavík og námi í skipa- smíði frá Slippfé- laginu í Reykjavík. Hann fékk meistararéttindi í skipasmíði 1952. Sama ár var hann ráðinn meistari og verkstjóri hjá Drátt- arbrautinni hf. í Neskaupstað. Hann kenndi einnig skipateikn- ingar við Iðnskólann í Neskaup- stað. Í lok árs 1959 flutti Sverrir ásamt fjölskyldu til Reykjavíkur og síðar í Kópavog þar sem þau byggðu hús á Hlíðarvegi 20. Þar bjuggu í mörg ár tvær samrýmd- ar fjölskyldur með barnahópinn sinn, hvor á sinni hæðinni. Sverr- ir og Jóna Sigríður byggðu síðan hús á Þrúðvangi í Hafnarfirði og fluttu þangað ásamt börnum sín- um 1974. Sverrir bjó í Hafn- arfirði til dauðadags. Sverrir stofnaði og var fram- kvæmdastjóri skipasmíðastöðv- arinnar Nökkva hf. í Garða- hreppi. Í upphafi árs 1963 hóf hann störf hjá skipasmíðastöð- Á nýársdag kvaddi tengdafaðir minn, Sverrir Gunnarsson. Hann hafði ekki verið veikur lengi og var erfitt að horfa upp á hann missa þróttinn þessa síðustu mánuði. Hann missti þó aldrei móðinn og ætlaði sér að ná heilsu aftur. Lengi vel trúðum við að það myndi gerast því Sverrir var ákaflega hraustur maður allt sitt líf. Hann lifði heilsusamlegu lífi, synti til dæmis á hverjum degi, þar til loka þurfti sundlaugum vegna veirunnar. Það varð honum áfall þar sem sundið gerði honum svo gott. Þar hitti hann líka félaga sem hann rabbaði við og fékk sér kaffi með eftir sund. Samskipti okkar hafa að mestu farið fram á laugardögum í gegn- um tölvu síðustu árin. Sverrir hringdi hvern laugardag á Skype. Það var órjúfanlegur þáttur í líf- inu að tala við hann þannig, skiptast á að sýna hvað hefði komið út úr rennibekknum og naut ég oft leiðsagnar hans í gegnum netið. Sverrir var listasmiður, hafði rennt úr tré næstum allt sitt líf. Skapað marga fallega muni. Fyr- ir rúmum tveimur árum, þegar ég var í heimsókn á Íslandi, fór hann með mig niður í vinnustofuna sína og sýndi mér handtökin við renni- bekkinn. Oft töluðum við um að hann gæti komið í heimsókn og kennt mér meira, enda er hans kunn- átta og reynsla eitthvað sem ég næ aldrei þótt áhugi á rennismíði sé til staðar. Marga veiðiferð fórum við fyrr á árum og nokkrum sinnum kom hann með mér og fjölskyldu til Víkur. Sjötíu og fimm ára kom hann að heimsækja okkur til Englands. Við fórum þá til Lond- on og skoðuðum báta á Thames- ánni, sem ég hafði verið að vinna við. Á áttatíu og fimm ára afmæli sínu kom hann til okkar til Nor- egs. Þá fórum við um alla Osló og nutum þar leiðsagnar tengdason- ar Kristrúnar hans. Það var ekki að sjá á Sverri að aldurinn væri farinn að segja til sín. Við gönt- uðumst oft með hvert hann myndi heimsækja okkur á níutíu og fimm ára afmælisári sínu. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdaföður mína samfylgdina síðustu þrjátíu og fimm ár, og fyr- ir samskipti sem aldrei bar skugga á. Hann var traustur og góður maður og hans verður sárt saknað. Guðfinnur Einarsson. Mínar fyrstu minningar tengd- ar afa eru að þiggja af honum rús- ínur í eldhúsinu á Þrúðvanginum og brölta á eftir honum um slipp- inn í Dröfn. Þegar ég var átta ára færði afi mér fiðlu sem hann hafði keypti á markaði í Búlgaríu og flutt með sér til Íslands. Fiðlan hafði ágætan hljóm og nýttist mér í mörg ár en vakti gjarnan athygli vegna þess hversu appels- ínugul hún er – auk þess sem hún er merkt “Stradivarius“. Afi hefði orðið 94 á þessu ári en þrátt fyrir háan aldur var hann lengst af við mjög góða heilsu. Hann fór daglega í sund - oft hjól- andi - og í kaffi með félögunum. Hann tefldi líka og spilaði bridge, var duglegur að ferðast og sækja ýmiss konar skemmtanir og við- burði. Hann varði þó líka alltaf mikl- um tíma á verkstæðinu sínu – og seinna í kompunni á Herjólfsgötu þar sem hann hafði komið sér upp smíðaaðstöðu. Þegar ég þurfti á að halda var afi alltaf innan handar tilbúinn að smíða, græja og gera það sem þurfti; t.d. svaf ég stóran hluta ævinnar í rúmum sem afi smíðaði undir mig. Afi var 86 ára þegar hann setti upp vegg í íbúðinni minni og smíðaði hillur í geymsl- una. Þegar sprakk á bílnum, skipta þurfti um rúðu í svaladyrunum eða fá hita á ofnana inni í stofu var alltaf hægt að kalla á hann eftir aðstoð. Það má segja að minningar um hann leynist í hverju horni; lamp- ar, krukkur, fuglar og aðrir mun- ir sem hann smíðaði og gaf mér minna á traustan og góðan mann sem ég kem til með að sakna mik- ið. Ég er þakklát fyrir að dóttir mín hafi fengið að kynnast „gang- afa“ sínum og eiga með honum margar gæðastundir. Hún á margar góðar minningar um bíl- túra, sundferðir og leikfangabíla og –báta sem hann smíðaði handa henni eftir pöntun. Hvíl í friði elsku afi minn. Þín Edda Elsku afi minn. Ég trúi því varla að þú sért far- inn frá okkur. Næst þegar ég kem til Íslands get ég ekki skroppið í bakaríið og keypt bakkelsi fyrir okkur og set- ið með þér og heyrt þig segja sög- ur af því þegar ég var krakki. Þú hafðir lúmskt gaman af að rifja upp minningar frá því í gamla daga. Þú nefndir oft söguna þeg- ar þú komst, eins og mjög oft, á sunnudegi að sækja mig í sund. Ég sem var að verða unglingur, var ekki alveg á því að vera með. „En afi minn, fer þá enginn með þér?“ „Nei Eva mín, ég fer þá bara einn.“ „Jæja þá afi minn, ég skal þá koma með þér.“ Og svo hlóstu. Mér verður oft hugsað til ferð- arinnar okkar til Ítalíu og jól voru aldrei jól nema að fara til afa á jóladag í hangikjöt og fiskihlaup- ið fræga. Sagan um hvernig krummi hefði borðað puttann þinn, sem ég trúði langt fram á fullorðinsár, er ég komst að því að þú hefðir sagað af þér puttann. Ferðir með þér í Dröfn þar sem ég horfði á þig renna og smíða. Ég er svo heppin að eiga fleiri hluti sem þú renndir, lampa, skálar og kertastjaka. Þú varst fagurkeri mikill og ég var svo endalaust stolt af að þú værir afi minn. Afi minn sem fór í sund, göngutúra og keyrðir út um allt kominn yfir 90 árin. Geri aðrir betur. Við vorum heppin að hafa feng- ið að hafa þig svona lengi og að þú hefðir svona góða heilsu. Minningarnar eru svo margar að ég gæti skrifað heila bók, og á meðan ég hef þær hef ég enn þá hluta af þér hjá mér og nú er það mitt að segja mínum börnum sög- ur af langafa. Þangað til við hittumst aftur. Þín Eva Rós. Afi minn var einstakur. Ég er ekki frá því að hann hafi getað allt. Frá því ég var pínulítil man ég alltaf eftir afa að smíða eitt- hvað. Skip, hús, handrið, stiga og skrautgripi, hann gat þetta allt. Þegar ég kom í heimsókn var hann meira að segja alltaf búinn að baka eitthvert sætabrauð - mikið var hann flinkur! Ég held að það hafi ekki verið fyrr en eftir að hann kynntist Kristrúnu fyrir 16 árum og hún tók við bakstr- inum að ég áttaði mig á því að hann hefði bara verið svona dug- legur að versla í bakaríi áður en ég kom. Já, afi var sko aldeilis með húmorinn í lagi. Meira að segja í veikindum hans fann hann tíma til að grínast í hjúkkunum sem önnuðust hann. Hann var öllum sem hann hitti kær og það var gaman að ræða við hann um allt milli himins og jarðar. Pólitík, sögur af hans víðtæku lífsreynslu og verkalýðshreyfingin voru í uppáhaldi. Ég var ekki orðin tán- ingur þegar hann kom í heimsókn á meðan ég vann úti í garði hjá pabba. Afi spurði mig hvað pabbi væri að borga mér fyrir verkið og ég sagði að það væri nú lítið sem ekkert. Hann var ekki lengi að segja mér að ég skyldi heimta kauphækkun ellegar skyldi ég í verkfall. Ég naut þeirra forréttinda að fá að eyða miklum tíma með afa síðustu mánuði. Hann hafði brot- ið á sér mjaðmagrindina og var orðinn óþolinmóður hvað það tók langan tíma að ná sér. Því var ég nú ekki sammála, en hann náði upp alveg merkilegum kröftum á mjög stuttum tíma. Hann hafði jú haldið sér í góðu formi allt sitt líf með reglusemi, líkamlegri vinnu og sundi upp á hvern einasta dag. Það eru nú ekki margir 93 ára menn sem eru enn með bílpróf eins og afi. Kristrún, sambýliskona afa, held ég að hafi líka haldið honum ungum. Þau voru svo hamingju- söm saman og bæði alveg jafn dugleg. Þau voru alltaf út og suð- ur, út um allt land og allan heim. Hann var orðinn 89 ára gamall þegar þau fóru saman alla leið til Taílands, af því að afi vildi fara þangað á meðan hann var enn ungur. Þetta finnst mér svo lýsandi fyrir hann afa, lífsgleðin, dugnað- urinn og húmorinn. Elsku afi minn, takk fyrir allar minningarnar og stundirnar okk- ar saman, þær eru ómetanlegar. Hanna María Marteinsdóttir. Fyrstu minningar mínar um langafa eru frá því að ég var um það bil tveggja ára og sat í skott- inu á jeppanum hans, það var bara einfaldlega sætið mitt í öll skiptin sem ég fór í bílinn með honum, sem var frekar oft. Hann var mikill smiður og ég fór oft með honum í smíðakompuna og fékk að horfa á hann smíða og stundum hjálpa til með því að til dæmis rétta honum verkfæri, sópa sagið og líka leika með sagið og búa til stafi og mynstur úr því. Svo þegar ég varð eldri fór ég að hjálpa til í eldhúsinu. Afi fór í sund á hverjum degi og ég fékk stundum að koma með og þá sat ég í skottinu í bílnum. Á flestum jólum var hann og konan hans Kristrún með okkur, við borðuðum saman, opnuðum pakka og höfðum það huggulegt. Hann var líka alltaf með afmælið mitt á hreinu og ég fékk alltaf góðar gjafir frá honum. En síð- asta haust fór hann að verða veik- ur og hætti að geta gengið og þurfti alls konar hjálp, en hann lét það ekki stoppa sig, hann ætlaði aftur að fara í sund og verða hraustur aftur, en honum fór sí- fellt versnandi og var ekki á bata- vegi. Ég man eftir síðasta skipt- inu sem ég sá hann, ég hélt í höndina á honum og sá hvernig honum leið, honum leið ekki vel. Þó að þetta sé erfitt er samt gott að hann sé á betri stað. Svanhildur Lea. Við fráfall mágs okkar systra, Sverris Gunnarssonar, viljum við minnast hans með þakklæti. Það var mikið lán þeirra beggja, Kristrúnar systur okkar og Sverris, að eiga saman 16 gæfu- söm ár, bæði komin á efri ár. Sverrir var strax boðinn velkom- inn í stórfjölskylduna. Þau kynnt- ust í starfi eldri borgara í Hafn- arfirði og höfðu bæði misst maka sína, sem báðir voru Norðfirðing- ar. Sverrir og Kristrún voru virk í starfi eldri borgara enda bæði af- ar félagslynd. Þau áttu margt sameiginlegt, dansinn, göngu- ferðirnar, ferðalögin og sópuðu að sér bridge-verðlaunum á mót- um. Sverrir átti gjarnan nýjan bíl og sá um aksturinn þar til hann veiktist í haust. Sverrir og Krist- rún voru jafningjar. Samband þeirra var kærleiksríkt, þau hjálpuðust að við heimilishaldið og saman bjuggu þau sér heimili í Hafnarfirði en þar áttu þau bæði íbúð. Við systur þökkum Sverri samfylgdina og vottum Kristrúnu systur okkar og fjölskyldum þeirra beggja innilega samúð. Blessuð sé minning Sverris. Ólöf og Ingunn Stefánsdætur. Allt er í lífinu hverfult líkt og á taflborðinu. Það var dapurlegt að heyra af fráfalli okkar góðar vin- ar og skákfélaga, Sverris Gunn- arssonar, skipasmíðameistara og rennismiðs, nú í ársbyrjun, þótt vissulega megi við öllu búast í þeim efnum þegar aldurinn fær- ist yfir, hvað þá þegar menn eru komnir á tíræðisaldur. Sverrir tefldi sjálfum sér og öðrum til ánægju og yndisauka í skákklúbbi eldri borgara, Ridd- aranum í Strandbergi, Safnaðar- heimili Hafnarfjarðarkirkju, vikulega um nær tuttugu ára skeið eftir að hann komst á eft- irlaunaaldur og reyndist þar mörgum skeinuhættur. Alveg fram til þess að veiran skæða skarst í leikinn fyrir tæpu ári og hamlaði öllu skákmóthaldi og öðr- um mannamótum. Þá var sjálf- hætt. Sverrir hafði alla tíð haft mik- inn áhuga fyrir manntafli og fylgst með á því sviði og leyst skákþrautir þótt honum gæfist ekki tími til að tefla nema af og til í þröngum vinahópi. Þess í stað uppfræddi hann afkomendur sína þeim mun meira og betur um leyndardóma skáklistarinnar. Í skákmótunum Æskan og ell- in var hann lengi elsti þátttakand- inn síðustu 12 árin sem og í Sum- armótunum við Selvatn á vegum skákdeildar KR og seldi sig dýrt. Kominn vel á níræðisaldur lét hann sig ekki muna um að fylkja liði með hópi eldri skákmanna sem hélt til Berlínar til keppni við eitt elsta og virtasta taflfélag Þýskalands, „Kreuzberg Schack Club“, á 20 borðum og stóð fyrir sínu. Sverrir var sleginn til heiðurs- riddara Riddarans fyrir 10 árum í virðingar- og þakklætisskyni fyr- ir „Framlag hans til klúbbstarfs- ins; gæsku hans og góðsemi; þrautseigju hans og háttvísi og eindreginn sigurvilja á skákborð- inu,“ eins og sagði á heiðursskjal- inu. Það eru orð að sönnu um þann mæta öldung sem nú er allur og mikill sjónarsviptir er að. Genginn er traustur félagi og hvers manns hugljúfi, sem verður öllum þeim sem við hann öttu kappi og honum kynntust minn- isstæður. Blessuð sé hans góða minning. F.h. Riddarans – skákklúbbs eldri skákmanna. Einar S. Einarsson erkiriddari. Nú er því miður komið að kveðjustund eftir stutt veikindi afi míns. Afi var skýr og heilsu- hraustur nánast fram til hins síð- asta. Hann synti daglega og spil- aði brids og tefldi skák vikulega. Hann var duglegur að læra á nýja tækni, sem er ekki sjálfsagt fyrir mann á níræðisaldri; í tölvunni sinni tefldi hann skák, las fréttir og talaði við ættingja í gegnum netið. Hann smíðaði frá því að ég man eftir mér og sendi mér hver einustu jól fallega rennda tré- fugla, þar með talin síðustu jól, viku áður en hann kvaddi. Hann var fyrirmynd þegar kom að því að eldast. Afi hafði sterkar skoðanir en var alltaf rólegur í skapi. Þótt síð- asta ár hafi verið erfitt fyrir hann, sérstaklega þegar Sigurður, son- ur hans og móðurbróðir minn, féll frá síðasta vor, tók hann öllum áföllum með miklu jafnaðargeði. Hann var jarðbundnasti og hóf- samasti maður sem ég þekki. Eftir að ég flutti til útlanda vorum við í reglulegu sambandi í síma og hittumst alltaf þegar ég átti leið til Íslands. Afi og Krist- rún hans höfðu einstaklega gott lag á því að taka á móti gestum og ég fékk alltaf mjög góðar mót- tökur hjá þeim. Ég mun sakna þess að hitta afa minn þegar ég fer næst til Íslands. Sverrir Sverrir Gunnarsson Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA ÓLAFSDÓTTIR, Vesturgötu 7, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 1. janúar. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Una Árnadóttir Einar Hörðdal Jónsson Ólöf Ingibjörg Baldursdóttir Gústaf Adolf Skúlason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÞORGEIRSSON, húsgagnasmiður og Strandamaður, Espilundi 7, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold föstudaginn 8. janúar. Margot Häusler Emma Björg Magnúsdóttir Gunnlaugur Gunnarsson Páll Þór Magnússon Gabríela Kristjánsdóttir Brynjar Már Magnússon barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.