Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins Guð, í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (A. Frostenson – Sigurbjörn Einarsson) Það er komið haust og um skólabyggingu Hlíðardalsskóla hljóma glaðværar raddir ungs fólks. Sum okkar þekkjast frá vetrinum á undan en svo voru nýjar raddir að bætast við hóp- inn. Fram undan voru mánuðir þar sem við myndum deila saman lífi okkar í námi og leik. Við vor- um full eftirvæntingar að kynn- ast nýjum skólasystkinum, eign- ast nýja vini. Þannig var það með okkur Önnu, við komum úr ólík- um áttum, önnur frá sjávarþorpi og hin úr sveit, en báðar frá mannmörgum heimilum. Frá fyrsta degi bundumst við vináttu- böndum sem varað hafa rúm 60 ár. Við vorum í júlí árið 1959 staddar á vikulöngu ungmenna- móti aðventista sem þá var haldið í Skógaskóla. Sumir gistu í skóla- byggingunni en svo var hópur ungs fólks sem tjaldaði og þar á meðal vorum við Anna. Þessi vika var dásamleg og svo margt brallað og skemmtilegt gert. Oft höfum við rifjað upp þessa daga. Við Anna vorum ekkert að flækja málin þegar kom að því að velja okkur maka og það gerðist ein- mitt á þessu móti. Okkar beggja val voru skólabræður okkar og voru það góðar ákvarðanir. Árin færðust yfir og meiri tími gafst til samskipta. Dagsferðalög hing- að eða þangað voru skipulögð með stuttum fyrirvara, eða að við hittumst á kaffihúsi eða færum í ísbíltúr. Aldrei skorti umræðu- efni, HDS-árin, fréttir af gömlum skólafélögum og svo daglega líf- ið. Þær eru svo margar minning- arnar sem við höfum yljað okkur við, sérstaklega síðari ár þar sem við rifjuðum upp, hlógum að og öðluðumst nýjan skilning á. Sér- staklega áttum við mörg símtölin á kvöldin á liðna árinu þar sem Anna Guðlaug Þorsteinsdóttir ✝ Anna GuðlaugÞorsteinsdóttir fæddist 17. nóv- ember 1943. Hún lést 31. desember 2020. Útför Önnu fór fram 13. janúar 2021. ekki var hægt að hittast vegna veir- unnar og þá deild- um við fréttum af því sem er okkur kærast, sem er sí- stækkandi hópur af- komenda okkar. Anna var einstak- lega vel gerð og góð kona, hún og Óli voru samhent í öllu sínu og héldu vel ut- an um allan hópinn sinn. Við er- um innilega þakklát fyrir að hafa notið vináttu þeirra hjóna í öll þessi ár og Önnu er sárt saknað. Guð blessi ástvini hennar alla. Sigríður og Ármann. Kær vinkona okkar, Anna, er látin. Andlát hennar hennar var óvænt og ótímabært. Anna og Óli, maðurinn hennar, hafa verið okkar kærustu vinir í vel yfir hálfa öld. Það verður því mikil eftirsjá að henni fyrir okk- ur og mikill missir fyrir Óla og fjölskyldu hans. Anna var traust vinkona og trygglynd. Hún hafði góða nær- veru, var glaðleg, með fallegt bros og dillandi hlátur. Hún var blíð og hugsunarsöm og vildi allt fyrir alla gera. Fyrir henni komu allir á undan henni í þörfum, hvort sem það var fjölskylda hennar, vinir eða aðrir sem hún taldi að þyrftu á aðstoð að halda. Hún tók erfiðleikum af æðru- leysi, hugprýði og mikilli þolin- mæði. Hún trúði á Guð og trú sína sýndi hún í góðum verkum. Anna hafði gaman af að ferðast og við eigum einstaklega góðar minningar frá mörgum ferðum bæði utan- og innanlands með henni og Óla. Einnig tengj- umst við sterkum fjölskyldu- böndum. Við eigum barnabörn og langömmu/afabörn saman því dóttir okkar, Cecilie, er eigin- kona Kristins, elsta sonar Önnu og Óla. Við höfum því átt margar dýrmætar stundir saman með sameiginlegri fjölskyldu okkar. Okkur þótti ákaflega vænt um hana og við munum sakna henn- ar sárt. Hennar sæti getur eng- inn fyllt. Við viljum minnast hennar sérstaklega með fáeinum orðum úr Orðskviðum Salómons þar sem segir: „Margar konur hafa sýnt dugnað en þú tekur þeim öllum fram.“ Elsku Óli, Kiddi, Cissý, Steini, Íris, Brynjar, Örvar og fölskyld- ur, systkini Önnu og fjölskyldur, megi góður Guð hugga ykkur í sorg og söknuði. Megi minningin um góða konu leiftra í huga ykk- ar. Ásta og Björgvin. Elsku mamma er farin, allt of fljótt og allt of hratt. Sjötíu og sjö ár er ekki hár aldur í dag og alls ekki í hennar langlífu fjölskyldu. Það er ótrúlegt að hugsa sér að hún var með okkur í Friðlandi að Fjallabaki í september síðast- liðnum í dásamlegu veðri og var hin hressasta. Hversu dýrmætt er að eiga slíkar minningar núna þegar ekki er hægt að bæta fleir- um við. Við erum ennþá að reyna að ná utan um þessa staðreynd, að hennar glaða rödd og hlátur heyrist ekki lengur. Hennar ein- staka umhyggja fyrir fólkinu sínu og öllum þeim sem á vegi hennar urðu er ekki sjálfgefin. Það er einstök náðargáfa að setja alltaf vellíðan og velferð annarra framar sinni eigin. Við nutum öll hennar óskilyrta kærleika og umhyggju allt til enda. Hún sagði fyrir nokkrum vikum að það sem hún væri hvað þakklátust fyrir væri hve afkomendur hennar væru gott fólk. Henni fannst þannig að líf hennar hefði skilað einhverju góðu inn í þennan heim, hvernig er hægt að biðja um meira en það? Alveg fram á síðustu stundu var hún æðrulaus og tók hlutunum eins og þeir komu, hversu erfiðir sem þeir voru. Það er nokkuð sem ég vona að okkur sem eftir lifum takist að tileinka okkur. Það var ótrúlega dýrmætt að fjölskyldan hennar skyldi vera nánast öll hjá henni þegar hún kvaddi. Hún kvaddi í faðmi fjöl- skyldunnar sem hún elskaði. Við kveðjum mömmu í dag með miklum söknuði. Þeim sem gefa mikið af sér af kærleika og gleði er sárt saknað. En þótt söknuðurinn sé mikill er þakk- lætið enn meira fyrir allt það góða sem við munum aldrei gleyma. Kristinn Ólafsson. Það er erfitt að hugsa til þess að mamma sé ekki lengur á með- al okkar. Það er ekki langt síðan við töluðum við mömmu og pabba um hvað við hlökkuðum til að fá þau í heimsókn til okkar á Eng- landi í vor þegar sól færi að hækka á lofti og heimsfaraldurs- ástandið væri komið á það stig að óhætt væri að ferðast. En annað átti eftir að koma á daginn. Mamma veiktist og örfáum vik- um síðar kvaddi hún þennan heim og eftir sitjum við með tár í augum og söknuð í hjarta. Þó að móðurmissirinn sé mikill og erf- iður, er ég þakklátur fyrir að hafa fæðst inn í þessa fjölskyldu og átt þessa yndislegu mömmu. Við systkinin höfum oft haft á orði hversu dýrmætar fyrir- myndir bæði mamma og pabbi hafa verið okkur. Alltaf stóðu þau saman með hvort öðru og fjöl- skyldunni bæði þegar vel gekk og á móti blés. Líf mömmu snerist um fjöl- skylduna og þá sem í kringum hana voru. Ef eitthvað bjátaði á var hún fljót að taka upp símann og hringja til að vita hvernig gengi, hlusta og koma með upp- örvandi orð. Nokkrum dögum áð- ur en hún dó, frétti hún af konu sem tengist fjölskyldunni og lá á sjúkrahúsi erlendis í öndunarvél með Covid. Þótt hún hefði aldrei hitt hana, spurði hún eftir líðan hennar á hverjum degi til síðasta dags. Þetta var mamma í hnot- skurn. Hún kvartaði aldrei eða vorkenndi sjálfri sér, heldur var umhyggja fyrir þeim sem í kring- um hana voru mikilvægari henni en hennar eigin þjáning. Þeir sem þekktu mömmu munu minnast hennar sem glað- lyndrar konu sem alltaf var já- kvæð og brosandi, fljót að fyr- irgefa og aldrei langrækin. Hún var ófeimin og átti auðvelt með að kynnast fólki, en leið alltaf best ef hún gat fengið að vera í þjónustuhlutverki frekar en mið- punktur þess sem var að gerast í kringum hana. Ég verð ávallt feginn að við skyldum koma heim um jólin og fá að eiga góðar stundir með mömmu áður en hún dó. Ég verð ævinlega stoltur af að geta kallað mig son hennar og þakklátur fyr- ir að hafa átt hana sem mömmu. Þorsteinn Ólafsson. Í dag kveðjum við yndislegu tengdamóður mína. Anna var einstaklega ljúf og hlý kona og ég gæti ekki hafa fengið betri tengdamóður! Fyrstu kynni mín af henni voru þegar við Steini vorum ný- byrjuð saman. Við kynntumst í heimavistarskóla og byrjuðum saman rétt fyrir jól. Í jólafríinu frétti Anna að Steini væri kom- inn með kærustu. Hún vissi ekki mikið um mig eða fólkið mitt, en hún sendi mér, bláókunnugri táningsstúlku, jólagjöf! Þetta lýs- ir því svo vel hvers konar ein- staklingur hún var. Þegar ég kom svo í heimsókn í fyrsta skipti var tekið á móti mér opnum örmum og mér látið líða eins og einni af fjölskyldunni. Alltaf síðan hafa þau hjónin, Anna og Óli, komið fram við mig eins og dóttur. Þetta veit ég að er líka reynsla allra hinna tengda- barna þeirra. Anna var alltaf blíð, kærleiks- rík og umhyggjusöm, aldrei gagnrýnin eða dæmandi. Hún hugsaði meiri um aðra en sjálfa sig, alveg til þess síðasta. Hún var og mun alltaf vera mér mikil fyrirmynd. Elsku tengdamamma, þú yfir- gafst okkur allt of snemma! Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Lise Marit Kaspersen. Lífið getur tekið stórum breytingum á stuttum tíma, það er fátt sem býr mann undir að takast á við erfiðleika og sorg, en á erfiðum tímum hugsar maður um það góða. Hér sit ég tárvotur með hjart- að í hálsinum, skiptist á að brosa og bresta hugsandi til ömmu minnar, Önnu Guðlaugar Þor- steinsdóttur sem lést gamlárs- kvöld síðastliðið. Miðvikudaginn 13. janúar fylgjum við henni síð- asta spölinn, sá dagur verður erf- iður en fallegur. Það helltist yfir mig einhver þörf á að segja eitthvað, ég veit bara ekki hvað, ég get ekki út- skýrt með góðu móti hvernig mér líður, orðin týnast í einhverri þoku sama hvað ég reyni, hvern- ig á ég að minnast ömmu? Anna amma er nefnilega í huga mínum ekki einn eða safn atburða, sam- verustunda, ákveðin hegðun eða tilfinning, amma mín var svo mikið, mikið meira en það. Amma mín var límið á svo marg- an hátt, hún var auðmjúk, hóg- vær, æðrulaus, jákvæð og elskaði alla í kringum sig. Með brosið að vopni setti hún ætíð líðan ann- arra framar sinni eigin og á þeim 36 árum sem ég fékk að deila með henni fékk ég heldur betur að upplifa það. Ást hennar, kær- leikur og óbilandi trú á öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur hefur litaði líf mitt alla tíð. Án hennar væri ég vafalaust ekki sami maður sem ég er í dag. Hún var einn af burðarbitum í lífi mínu. Amma, ég mun halda áfram minni braut, ég mun halda áfram af því fordæmi sem þú settir og eftir bestu getu reyna að halda áfram að gera þig stolta. Ég og mín fjölskylda unnum klárlega í fjölskyldulottóinu að fá að eiga þig allan þann tíma sem við feng- um. Hlátur þinn, bros og faðmlög lifa góðu lífi í minningum mínum, barna minna og konu. Hvíldu í friði, ég veit að endur- fundir okkar verða fylltir ham- ingju, hlátri, gleði og góðum stundum. Amma, ég hef alltaf elskað þig, ég elska þig enn og mun alla tíð gera. Andri Þór Kristinsson. ✝ Eiríkur Sig-urjónsson fæddist á Eyr- arbakka 9. júní 1942. Hann lést á heimili sínu, Álfa- skeiði 74, 1. janúar 2021. Foreldrar hans voru Sigurjón Bjarnason, f. 20.5. 1922, d. 28.2. 1995, og Guðbjörg Eiríks- dóttir, f. 1.11. 1922, d. 10.4. 2004. Systkini Eiríks eru: Sólveig María, f. 6.3. 1944, Elín Margrét, f. 27.5. 1947, d. 28.12.2007, Bjarni, f. 27.8. 1945, og Erla Sigríður, f. 30.4. 1949. Börn Eiríks eru 1) Guðbjörg Eiríksdóttir, f. 23.9. 1962, maki Sveinn Lárusson, f. 21.6. 1962, börn þeirra eru Sig- ríður Elfa, Eiríkur Heiðar og Sig- urjón Bjarni. Barnabörn: Ane Madelen, Aron Elfar, Adrian Al- exander, Saga, Ari, Karl og Sven Helgi. 2) Bjarni Berþór Eiríksson, f. 28.5. 1971. Börn hans eru Gunn- hildur Rut og Berglind Saga. Barnabarn: Bergþór Logi. Fósturbörn Eiríks eru: 1) Ragnheiður Gunnarsdóttir, f. 27.2. 1964, maki Jón Guðni Krist- insson, f. 6.1. 1958. Börn þeirra eru Gunnar Örn, Anna Guðný, Arnar Ingi, Marta og Heiða. Barnabörn: Erik Nói, Matthías Hjört- ur, Hekla Björk, Salka Eik, Ragn- heiður María, Jaki Freyr, Andrea Elín og Björgvin Tinni. 2) Sigurður Gunnarsson, f. 6.4. 1965, maki Salóme Eiríksdóttir, f. 9.2. 1965. Börn eru Anton Ingi, Lína Birg- itta. Barnabörn: Yrsa og Gríma 3) Ragnar Þór Gunnarsson, f. 17.9. 1966. Börn hans eru Jó- hannes, Margrét, Arnar Jóhann, Guðný og Sigríður Rut. Barna- börn: Amelía Sól, Hektor Már, Jóel Hrafn, Þóranna Reyn, Kar- ítas Emma, Íris Lillý, Aníta Mjöll og Sóley Birta. Eiríkur ólst upp fyrstu ár ævi sinnar á Eyrarbakka, síðan í Reykjavík. Hann vann hin ýmsu störf um ævina þó aðallega við sjómennsku og síðan við keyrslu hjá Hópbílum. Útförin fer fram frá Víðistaða- kirkju þann 14. janúar 2021 klukkan 13. Elsku Eiríkur pabbi minn, í dag mun ég fylgja þér síðasta spölinn okkar saman, það sem ég gæfi ekki fyrir að svo væri ekki. Ég á þér svo mikið að þakka, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur systkinin, passaðir ungana þína svo vel. Ævi þín var ekki alltaf dans á rósum en þú lentir alltaf standandi og þú máttir ekkert aumt sjá, þá varst þú tilbúinn til að hjálpa okkur sama hvað var. Ég er svo þakklát fyrir sam- talið sem við áttum á gamlárs- dag, við gátum þakkað hvort öðru fyrir árið sem var að líða, það reyndist svo vera síðasta samtalið okkar hér á þessari jarðvist. Þú varst börnum mínum svo góður afi, settir þig inn í þeirra áhugamál og talaðir við þau eins og þú værir þeirra aðalstuðn- ingsmaður hvort sem voru íþróttir eða seinna þegar þau völdu sér nám. Þá varst þú bú- inn að kynna þér það sem þau voru að gera og vissir stundum miklu meira en ég hvað þau voru að fást við. Þetta var þinn mesti og besti eiginleiki, þú varst alltaf með okkur í öllu, stærsti og besti stuðningsmaður okkar. Allar sögurnar sem þú sagðir okkur frá þér, lítill gutti í Reykjavík og seinna frá Reyk- hólasveitinni, eftir að við eign- uðumst Króksfjarðarnes, þú varst í sveit á Ingunnarstöðum þar sem þér leið svo vel. Þú sagðir svo skemmtilega frá og auðvitað kryddaðir og settir í stílinn eins og þú hafðir svo gott vald yfir. Nú ert þú kominn í sumar- landið góða og búinn að hitta alla þá sem voru þér svo kærir og færð hvíld frá öllum raunum hér á jörð. Þegar þú hittir elsku mömmu þá skilar þú kveðju, segir henni að ég elski hana og sakna hennar á hverjum degi og þegar hún byrjar að brosa, gefðu henni þá knús og koss á kinn frá mér. Elsku pabbi minn ég kveð þig með söknuði og miklu þakk- læti og veit að við fjölskyldan munum eiga yndislega minningu um góðan og yndislegan pabba, tengdapabba, afa og langafa. Þín Ragnheiður. Elsku afi minn. Það er sárt að sitja eftir með einungis minning- arnar um þig. Þú sem brostir alltaf svo blítt, heilsaðir manni alltaf eins og enginn tími hefði liðið á milli hittinga, gafst allt af þér og skildir eftir svo mikið. Það var nú bara rétt fyrir jólin að ég og krakkarnir hittum þig hér í Hafnarfirði. „Mikið eru þetta falleg börn sem þú átt Anna Guðný,“ voru síðustu orðin sem ég heyrði þig segja. Fyrir það er ég þakklát, ég er þakklát fyrir góðar minningar sem ég á um þig. Eins og þegar við fórum á Lödunni þinni suður með sjó í ísbíltúr í Grindavík eða þegar við sátum á Eyrarbakka, þar sem þér leið alltaf svo vel, og þú sagðir okkur frá miklum hetjum hafsins. Já sögurnar þín- ar voru bæði skemmtilegar og ógnvekjandi, söguhetjurnar yfir- leitt alltaf sjómenn sem þurftu að berjast við hafið til að komast heim til fjölskyldna sinna, nú og einstaka sæskrímsli urðu á vegi þeirra. Þú hafðir einstakt lag á því að gera hversdagsleikann skemmtilegri. Ég geng nú með þér síðasta spölinn og fylgi þér yfir í Sum- arlandið góða. Takk fyrir sam- fylgdina elsku afi minn. Ég elska þig. Anna Guðný Andersen. Eiríkur Sigurjónsson  Fleiri minningargreinar um Eirík Sigurjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Á þessum tíma- mótum finn ég mest fyrir þakklæti. Er óendanlega þakklát Hadda fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Lífsförunautur hans var Sig- ríður Oddsdóttir (Úa) móður- systir mín. Veit ekki betur en þau hafi kynnst á gömlu dönsunum. Fyrstu búskaparárin á Dunhaga 11 deildu þau Haddi og Úa hús- næði með afa mínum og ömmu, Oddi og Guðrúnu, allt þar til þau féllu frá. Það hefðu örugglega ekki allir verið tilbúnir í slíka sambúð, en öðlingnum Hadda Eiríkur Sigurður Hafsteinn Sölvason ✝ Eiríkur Sig-urður Haf- steinn Sölvason 12. apríl 1928. Hann lést 11. desember 2020. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. fannst þetta bara sjálfsagt. Haddi og Úa voru alltaf stór hluti af tilveru minni. Móðir mín Pálína og Úa voru aðeins tvær systurnar, og sam- band þeirra mjög náið. Þau fjögur, Haddi og Úa, mamma og pabbi minn Kristján, voru alltaf saman og umvöfðu mig og mína fjölskyldu. Ekkert var of gott fyrir okkur. Það var líkast því að eiga tvenna foreldra. Þess fékk ég að njóta alla tíð og ekki síður Kristján og Magn- ús, synir okkar Leifs, öll þeirra uppvaxtarár. Þó að Haddi og Úa ættu ekki barn saman, þá var það Hadda mikil gæfa að fyrir hjónaband eignaðist hann son, Viðar. Sam- band þeirra hefur alltaf verið gott og eftir að Úa féll frá hefur Viðar verið hans stoð og stytta. Minningarnar ylja; bústaðirnir tveir í „Gömlu sveit“ nálægt Ell- iðavatni og litli kofinn sem Haddi smíðaði þar handa Kristjáni og Magnúsi, þegar þeir voru litlir drengir, og var nefndur Bræðra- borg. Þá eru ótaldar allar sam- verustundirnar og ferðalög okkar átta, bæði austur um haf og vest- ur. Haddi var með ótrúlegt jafn- aðargeð, skipti aldrei skapi, var léttur í lund og skemmtilegur, þolinmóður og barngóður. Þótti sjálfsagt að ganga úr rúmi ef syn- ir okkar Leifs fengu að gista, sem var ekki sjaldan. Taflmennskan var stóra áhugamálið og hann var mjög góður skákmaður, tefldi allt til hins síðasta. Hann var líka lunk- inn veiðimaður og var sagt að ef Haddi fengi ekki lax, þá væri engan að hafa. Ákveðnum kafla í lífi mínu er nú lokið að þeim fjórum gengn- um. Ég sé þau fyrir mér í sum- arlandinu; kannski sest pabbi við píanóið og þau fjögur eiga nota- lega stund saman. Oddrún Kristjánsdóttir og fjölskylda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.