Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 54

Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 54
KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Alyesah Lovett átti stórleik fyrir Hauka þegar liðið heimsótti Fjölni í 4. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfu- knattleik, Dominos-deildarinnar, í Dalhúsum í gær en síðast var leikið í deildinni í október á síðasta ári. Leiknum lauk með 70:54-sigri Hauka en Lovett gerði sér lítið fyrir og skoraði 23 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 31:28. Hafnfirðingar sigu hægt og ró- lega fram úr í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig fyrir Hauka og Eva Margrét Kristjánsdóttir 12. Hjá Fjölni var Ariel Hearn stiga- hæst með níu stig en leikmenn Fjöln- is náðu sér engan veginn á strik í leiknum. Keflavík vann sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti Breiðablik í Smárann í Kópavogi en leiknum lauk með 66:56-sigri Keflvík- inga. Blikar byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 40:36. Keflavík tókst að minnka for- skot Blika í þrjú stig í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta hrundi leikur Breiðabliks. Liðinu tókst einungis að skora sex stig gegn 18 stigum Keflavíkur og Suðurnesjakonur fögnuðu þægileg- um sigri. Daniela Wallen var stigahæst í liði Keflavíkur með 19 stig og ellefu frá- köst en Þórdís Jóna Kristjánsdóttir skoraði 20 stig fyrir Breiðablik. Þá skoraði Haiden Palmer 25 stig fyrir Snæfell þegar liðið vann 87:75- sigur gegn KR í Stykkishólmi en Snæfell náði forystunni í leiknum strax í öðrum leikhluta og lét hana aldrei af hendi. Annika Holopainen skoraði 29 stig fyrir KR og tók fimm fráköst en það dugði ekki til.  Valur og Skallagrímur mættust í síðasta leik gærkvöldsins en honum var ekki lokið þegar blaðið fór í prent- un. Haukar tylltu sér á toppinn  Keflvíkingar með fullt hús stiga Morgunblaðið/Eggert Drjúg Alyesha Lovett fór fyrir liði Hauka gegn Fjölni í Grafarvoginum. 54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 England Manchester City – Brighton ................... 1:0 Tottenham – Fulham............................. (1:0)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport. Holland PSV Eindhoven – AZ Alkmaar.............. 1:3  Albert Guðmundsson lék allan leikinn með AZ Alkmaar. Grikkland PAOK – Olympiacos................................ 1:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK og skoraði eina mark liðsins.  Ögmundur Kristinsson sat allan tímann á varamannabekk Olympiacos. Staða efstu liða: Olympiacos 42, Aris Saloniki 33, PAOK Sa- loniki 32, AEK Aþena 30, Panathinaikos 25, Asteras Tripolis 21, OFI Krít 19. Katar Al-Gharafa – Al-Arabi ............................ 1:1  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Portúgal Úrslitaleikur bikarkeppninnar: Braga – SL Benfica ................................. 3:1  Cloé Lacasse lék allan leikinn með SL Benfica.  HM karla í Egyptalandi G-RIÐILL: Egyptaland – Síle ................................. 35:29 Leikir í dag: 14.30 Hvíta-Rússland – Rússland............. H 17.00 Austurríki – Sviss ............................. E 17.00 Alsír – Marokkó ................................ F 17.00 Slóvenía – Suður-Kórea................... H 19.30 Portúgal – Ísland .............................. F 19.30 Noregur – Frakkland....................... E 19.30 Svíþjóð – Norður-Makedónía .......... G Undankeppni EM karla 1. riðill: Serbía – Grikkland ............................... 31:21  Serbía 5, Frakkland 1, Belgía 0, Grikk- land 0. Þýskaland Mainz – Leverkusen............................ 21:30  Hildigunnur Einarsdóttir leikur með Leverkusen. Noregur Oppsal – Flint Tönsberg..................... 16:16  Birta Rún Grétarsdóttir var ekki í leik- mannahópi Oppsal.   Dominos-deild kvenna Fjölnir – Haukar .................................. 54:70 Breiðablik – Keflavík ........................... 56:66 Snæfell – KR......................................... 87:75 Valur – Skallagrímur......................... (44:33)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Staðan fyrir leik Vals og Skallagríms: Haukar 4 3 1 251:218 6 Fjölnir 4 3 1 290:261 6 Keflavík 2 2 0 180:128 4 Skallagrímur 2 2 0 129:122 4 Valur 2 1 1 80:71 2 Snæfell 3 1 2 206:233 2 Breiðablik 4 0 4 178:223 0 KR 3 0 3 218:276 0 Evrópubikarinn 16-liða úrslit, H-riðill: Andorra – Unics Kazan ...................... 66:73  Haukur Helgi Pálsson tók tvö fráköst fyrir Andorra en hann lék í eina mínútu í leiknum.  Þetta var fyrsti leikur riðilsins. NBA-deildin Philadelpia – Miami................. (frl.) 137:134 Brooklyn – Denver ........................... 122:116 Cleveland – Utah ................................ 87:117 Houston – LA Lakers ...................... 100:117 Oklahoma City – San Antonio ......... 102:112 Golden State – Indiana ...................... 95:104 Chicago – Boston............................... frestað Efstu lið í Austurdeild: Boston 7/3, Philadelphia 8/4, Milwaukee 7/4, Indiana 7/4, Orlando 6/5, Charlotte 6/5, Brooklyn 6/6, Atlanta 5/5. Efstu lið í Vesturdeild: LA Lakers 9/3, Utah 7/4, LA Clippers 7/4, Phoenix 7/4, Portland 6/4, Dallas 5/4, Gol- den State 6/5, San Antonio 6/5.   Albert Guð- mundsson sneri aftur í byrj- unarlið AZ Alkmaar þegar liðið heimsótti PSV Eindhoven í hollensku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu á Philips- völlinn í Eind- hoven í gær. Leiknum lauk með 3:1-sigri AZ Alkmaar en Albert lék allan leikinn á hægri kantinum hjá liðinu. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Al- berts síðan 10. desember en lands- liðsmaðurinn lék þá í 71 mínútu gegn Rijeka á útivelli í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rétt fyrir jól greindu hollenskir fjölmiðlar frá því að Albert hefði verið settur í agabann af Pascal Jansen, tímabundnum þjálfara liðs- ins, og var hann látinn æfa með varaliðinu í nokkra daga. Hann var ónotaður varamaður í síðustu tveimur leikjum AZ Alkmaar en Jansen virðist vera búinn að grafa stríðsöxina og gaf Alberti tækifæri í gær. AZ Alkmaar er í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig, sjö stigum minna en topplið Ajax, en Albert hefur byrjað sjö leiki í hollensku úr- valsdeildinni á tímabilinu. Albert fékk langþráð tækifæri Albert Guðmundsson KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: MG-höllin: Stjarnan – Höttur ............. 18.15 DHL-höllin: KR – Tindastóll............... 19.15 Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Haukar . 19.15 Hertz-hellir: ÍR – Valur ....................... 20.15 Í KVÖLD! Phil Foden reyndist hetja Man- chester City þegar liðið fékk Brighton í heimsókn í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu á Etihad- völlinn í Manchester í gær. Leiknum lauk með 1:0-sigri City en Foden skoraði sigurmark leiks- ins á 44. mínútu. Raheem Sterling fékk tækifæri til þess að tvöfalda forystu City í uppbótartíma en víta- spyrna hans fór hátt yfir markið. City fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar og er nú með 32 stig, stigi minna en Liverpool, en City á leik til góða á meistarana. City brúaði bilið á toppliðin AFP Hetja Phil Foden skoraði sitt tíunda mark á tímabilinu gegn Brighton. Heimsmeistaramót karla í handknattleik hófst í Egyptalandi í gær þegar heimamenn unnu afar sann- færandi sex marka sigur gegn Síle í G-riðli keppninnar í Stadium-höllinni í Kaíró. Jafnfræði var með liðunum á upphafsmínútum leiks- ins en Mohamed Mamdouh kom Egyptalandi yfir, 5:2, þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum. Egyptar juku forskot sitt hægt og rólega og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 18:11. Egyptar voru með fulla stjórn á leiknum í síðari hálfleik, náðu mest níu marka for- skoti þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður, 27:18, og fögnuðu öruggum sigri í leikslok. Yehia Elderaa skoraði sex mörk í liði Egypta og var markahæstur en hjá Síle var Esteban Salinas marka- hæstur með átta mörk. Þetta er í annað sinn sem heimsmeistaramótið er haldið í Egyptalandi en úrslitaleikurinn í ár fer fram 31. janúar í Kaíró. Ljósmynd/IFH Sókn Egyptinn Omar Yahia reynir skot á meðan Sílemaðurinn Victor Donoso reynir að verjast honum í Kaíró í gær. Öruggt hjá Egyptum í fyrsta leik Sverrir Ingi Ingason var á skot- skónum fyrir PAOK þegar liðið fékk Olympiacos í heimsókn í topp- slag grísku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Sverrir kom PAOK yfir í upphafi síðari hálfleiks á 51. mínútu áður en Ousseynou Ba tókst aðjafna metin. Sverrir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PA- OK en liðið er með 32 stig í þriðja sæti deildarinnar. Olympiacos er í efsta sætinu með 42 stig en Ög- mundur Kristinsson var ónotaður varamaður hjá Olympiacos. Á skotskónum í Grikklandi AFP Mark Sverrir Ingi skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu gegn Olympiacos.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.