Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 54
KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Alyesah Lovett átti stórleik fyrir Hauka þegar liðið heimsótti Fjölni í 4. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfu- knattleik, Dominos-deildarinnar, í Dalhúsum í gær en síðast var leikið í deildinni í október á síðasta ári. Leiknum lauk með 70:54-sigri Hauka en Lovett gerði sér lítið fyrir og skoraði 23 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 31:28. Hafnfirðingar sigu hægt og ró- lega fram úr í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig fyrir Hauka og Eva Margrét Kristjánsdóttir 12. Hjá Fjölni var Ariel Hearn stiga- hæst með níu stig en leikmenn Fjöln- is náðu sér engan veginn á strik í leiknum. Keflavík vann sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti Breiðablik í Smárann í Kópavogi en leiknum lauk með 66:56-sigri Keflvík- inga. Blikar byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 40:36. Keflavík tókst að minnka for- skot Blika í þrjú stig í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta hrundi leikur Breiðabliks. Liðinu tókst einungis að skora sex stig gegn 18 stigum Keflavíkur og Suðurnesjakonur fögnuðu þægileg- um sigri. Daniela Wallen var stigahæst í liði Keflavíkur með 19 stig og ellefu frá- köst en Þórdís Jóna Kristjánsdóttir skoraði 20 stig fyrir Breiðablik. Þá skoraði Haiden Palmer 25 stig fyrir Snæfell þegar liðið vann 87:75- sigur gegn KR í Stykkishólmi en Snæfell náði forystunni í leiknum strax í öðrum leikhluta og lét hana aldrei af hendi. Annika Holopainen skoraði 29 stig fyrir KR og tók fimm fráköst en það dugði ekki til.  Valur og Skallagrímur mættust í síðasta leik gærkvöldsins en honum var ekki lokið þegar blaðið fór í prent- un. Haukar tylltu sér á toppinn  Keflvíkingar með fullt hús stiga Morgunblaðið/Eggert Drjúg Alyesha Lovett fór fyrir liði Hauka gegn Fjölni í Grafarvoginum. 54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 England Manchester City – Brighton ................... 1:0 Tottenham – Fulham............................. (1:0)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport. Holland PSV Eindhoven – AZ Alkmaar.............. 1:3  Albert Guðmundsson lék allan leikinn með AZ Alkmaar. Grikkland PAOK – Olympiacos................................ 1:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK og skoraði eina mark liðsins.  Ögmundur Kristinsson sat allan tímann á varamannabekk Olympiacos. Staða efstu liða: Olympiacos 42, Aris Saloniki 33, PAOK Sa- loniki 32, AEK Aþena 30, Panathinaikos 25, Asteras Tripolis 21, OFI Krít 19. Katar Al-Gharafa – Al-Arabi ............................ 1:1  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Portúgal Úrslitaleikur bikarkeppninnar: Braga – SL Benfica ................................. 3:1  Cloé Lacasse lék allan leikinn með SL Benfica.  HM karla í Egyptalandi G-RIÐILL: Egyptaland – Síle ................................. 35:29 Leikir í dag: 14.30 Hvíta-Rússland – Rússland............. H 17.00 Austurríki – Sviss ............................. E 17.00 Alsír – Marokkó ................................ F 17.00 Slóvenía – Suður-Kórea................... H 19.30 Portúgal – Ísland .............................. F 19.30 Noregur – Frakkland....................... E 19.30 Svíþjóð – Norður-Makedónía .......... G Undankeppni EM karla 1. riðill: Serbía – Grikkland ............................... 31:21  Serbía 5, Frakkland 1, Belgía 0, Grikk- land 0. Þýskaland Mainz – Leverkusen............................ 21:30  Hildigunnur Einarsdóttir leikur með Leverkusen. Noregur Oppsal – Flint Tönsberg..................... 16:16  Birta Rún Grétarsdóttir var ekki í leik- mannahópi Oppsal.   Dominos-deild kvenna Fjölnir – Haukar .................................. 54:70 Breiðablik – Keflavík ........................... 56:66 Snæfell – KR......................................... 87:75 Valur – Skallagrímur......................... (44:33)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Staðan fyrir leik Vals og Skallagríms: Haukar 4 3 1 251:218 6 Fjölnir 4 3 1 290:261 6 Keflavík 2 2 0 180:128 4 Skallagrímur 2 2 0 129:122 4 Valur 2 1 1 80:71 2 Snæfell 3 1 2 206:233 2 Breiðablik 4 0 4 178:223 0 KR 3 0 3 218:276 0 Evrópubikarinn 16-liða úrslit, H-riðill: Andorra – Unics Kazan ...................... 66:73  Haukur Helgi Pálsson tók tvö fráköst fyrir Andorra en hann lék í eina mínútu í leiknum.  Þetta var fyrsti leikur riðilsins. NBA-deildin Philadelpia – Miami................. (frl.) 137:134 Brooklyn – Denver ........................... 122:116 Cleveland – Utah ................................ 87:117 Houston – LA Lakers ...................... 100:117 Oklahoma City – San Antonio ......... 102:112 Golden State – Indiana ...................... 95:104 Chicago – Boston............................... frestað Efstu lið í Austurdeild: Boston 7/3, Philadelphia 8/4, Milwaukee 7/4, Indiana 7/4, Orlando 6/5, Charlotte 6/5, Brooklyn 6/6, Atlanta 5/5. Efstu lið í Vesturdeild: LA Lakers 9/3, Utah 7/4, LA Clippers 7/4, Phoenix 7/4, Portland 6/4, Dallas 5/4, Gol- den State 6/5, San Antonio 6/5.   Albert Guð- mundsson sneri aftur í byrj- unarlið AZ Alkmaar þegar liðið heimsótti PSV Eindhoven í hollensku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu á Philips- völlinn í Eind- hoven í gær. Leiknum lauk með 3:1-sigri AZ Alkmaar en Albert lék allan leikinn á hægri kantinum hjá liðinu. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Al- berts síðan 10. desember en lands- liðsmaðurinn lék þá í 71 mínútu gegn Rijeka á útivelli í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rétt fyrir jól greindu hollenskir fjölmiðlar frá því að Albert hefði verið settur í agabann af Pascal Jansen, tímabundnum þjálfara liðs- ins, og var hann látinn æfa með varaliðinu í nokkra daga. Hann var ónotaður varamaður í síðustu tveimur leikjum AZ Alkmaar en Jansen virðist vera búinn að grafa stríðsöxina og gaf Alberti tækifæri í gær. AZ Alkmaar er í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig, sjö stigum minna en topplið Ajax, en Albert hefur byrjað sjö leiki í hollensku úr- valsdeildinni á tímabilinu. Albert fékk langþráð tækifæri Albert Guðmundsson KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: MG-höllin: Stjarnan – Höttur ............. 18.15 DHL-höllin: KR – Tindastóll............... 19.15 Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Haukar . 19.15 Hertz-hellir: ÍR – Valur ....................... 20.15 Í KVÖLD! Phil Foden reyndist hetja Man- chester City þegar liðið fékk Brighton í heimsókn í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu á Etihad- völlinn í Manchester í gær. Leiknum lauk með 1:0-sigri City en Foden skoraði sigurmark leiks- ins á 44. mínútu. Raheem Sterling fékk tækifæri til þess að tvöfalda forystu City í uppbótartíma en víta- spyrna hans fór hátt yfir markið. City fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar og er nú með 32 stig, stigi minna en Liverpool, en City á leik til góða á meistarana. City brúaði bilið á toppliðin AFP Hetja Phil Foden skoraði sitt tíunda mark á tímabilinu gegn Brighton. Heimsmeistaramót karla í handknattleik hófst í Egyptalandi í gær þegar heimamenn unnu afar sann- færandi sex marka sigur gegn Síle í G-riðli keppninnar í Stadium-höllinni í Kaíró. Jafnfræði var með liðunum á upphafsmínútum leiks- ins en Mohamed Mamdouh kom Egyptalandi yfir, 5:2, þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum. Egyptar juku forskot sitt hægt og rólega og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 18:11. Egyptar voru með fulla stjórn á leiknum í síðari hálfleik, náðu mest níu marka for- skoti þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður, 27:18, og fögnuðu öruggum sigri í leikslok. Yehia Elderaa skoraði sex mörk í liði Egypta og var markahæstur en hjá Síle var Esteban Salinas marka- hæstur með átta mörk. Þetta er í annað sinn sem heimsmeistaramótið er haldið í Egyptalandi en úrslitaleikurinn í ár fer fram 31. janúar í Kaíró. Ljósmynd/IFH Sókn Egyptinn Omar Yahia reynir skot á meðan Sílemaðurinn Victor Donoso reynir að verjast honum í Kaíró í gær. Öruggt hjá Egyptum í fyrsta leik Sverrir Ingi Ingason var á skot- skónum fyrir PAOK þegar liðið fékk Olympiacos í heimsókn í topp- slag grísku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Sverrir kom PAOK yfir í upphafi síðari hálfleiks á 51. mínútu áður en Ousseynou Ba tókst aðjafna metin. Sverrir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PA- OK en liðið er með 32 stig í þriðja sæti deildarinnar. Olympiacos er í efsta sætinu með 42 stig en Ög- mundur Kristinsson var ónotaður varamaður hjá Olympiacos. Á skotskónum í Grikklandi AFP Mark Sverrir Ingi skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu gegn Olympiacos.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.