Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 55
HM 2021
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslendingar hefja leik á HM karla í
handknattleik í Egyptalandi í kvöld
þegar Ísland mætir Portúgal í höf-
uðborginni Kaíró klukkan 19:15.
Þjálfarar og leikmenn Íslands hugsa
um einn leik í einu eins og fram hef-
ur komið. Ef við leyfum okkur hins
vegar að horfa lengra fram í tímann
í mótinu má setja dæmið þannig
fram að leikurinn gegn Portúgal sé
afar mikilvægur í baráttunni um að
komast í 8-liða úrslit mótsins.
Í F-riðlinum ásamt Íslandi og
Portúgal leika einnig Alsír og Mar-
okkó. Engin stig fást gefins á HM
frekar en annars staðar en miðað
við styrkleika liðanna síðustu árin er
búist við því að Ísland og Portúgal
muni berjast um efsta sætið í riðl-
inum. Í kvöld eru því í boði tvö mik-
ilvæg stig til að taka með sér í milli-
riðilinn. Komist íslenska liðið í
milliriðil, eins og búist er við, mætir
Ísland þremur liðum sem komast
áfram úr E-riðli þar sem eru Frakk-
land, Noregur, Austurríki og Sviss.
Fyrirfram er búist við því að
Frakkland, Noregur, Ísland og
Portúgal geti blandað sér í barátt-
una um sætin tvö í 8-liða úrslitum
keppninnar. Að þessu sinni taka 32
þjóðir þátt í lokakeppninni og eru
milliriðlarnir fjórir. Tvö lið úr hverj-
um milliriðli fara í 8-liða úrslit og
þar tekur við útsláttarkeppni.
Með þetta til hliðsjónar má segja
að sigur gegn Portúgal í kvöld gæti
komið íslenska liðinu í skemmtilega
stöðu. Í leikjunum í milliriðli væri
þá mikið undir með tilheyrandi
spennu fyrir landsliðið og alla þá
sem fylgjast með hér heima. Hvern-
ig spilamennskan verður hjá liðinu
verður svo að koma í ljós rétt eins
og hjá öðrum liðum eins og Frakk-
landi og Noregi.
Frakkar eru alla jafna mjög
sterkir en í fyrra tókst liðinu þó ekki
að komast áfram í milliriðil á EM.
Þá tapaði liðið einmitt fyrir Portú-
gal í riðlakeppninni, liðinu sem Ís-
land mætir í kvöld. Ekkert er því
öruggt á mótum sem þessum,
hvorki hjá Frökkum, Íslendingum
né öðrum.
Eins og að tefla biðskák
Morgunblaðið og mbl.is hafa
fjallað mikið um íslenska liðið að
undanförnu og leiki þess gegn
Portúgal í undankeppni EM í síð-
ustu viku. Liðin mætast í þriðja sinn
á skömmum tíma og staðan er því
væntanlega eins og skák á milli
þjálfaranna. Rétt eins og þegar
stórmeistarar lenda í því að tefla
biðskák á alþjóðlegum mótum eru
Guðmundur Þ. Guðmundsson og
Paulo Pereira kollegi hans hjá
Portúgal að stúdera stöðuna ásamt
sínum aðstoðarmönnum. Reyna að
átta sig á því hvaða leik andstæðing-
urinn ætlar að leika næst. Ekki er
heiglum hent að koma á óvart úr því
sem komið er. Tveir mótsleikir á
milli þjóðanna eru nýafstaðnir auk
þess sem liðin mættust á EM fyrir
ári. Þar hafði Ísland betur, 28:25, og
lék íslenska liðið lék mjög vel.
Í Morgunblaðinu í gær líkti Arnór
Þór Gunnarsson, fyrirliði Íslands,
þessari þriggja leikja törn gegn
Portúgal við þá reynslu að leika í úr-
slitakeppni Íslandsmótsins. Átti þar
við að í úrslitakeppninni mætast
sömu liðin nokkrum sinnum á örfá-
um dögum og skammur tími sem
myndast til að vinna með nýjar
áherslur fyrir hvern leik.
Mættust 2000, 2001 og 2003
Portúgalar voru gestgjafar á HM
í handknattleik árið 2003 eða fyrir
átján árum. Þá mættust þjóðirnar
einnig í riðlakeppni lokakeppninnar
og hafði Ísland betur 29:28. Guðjón
Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk
fyrir Ísland og það gerði einnig Ein-
ar Örn Jónsson. Einar er einnig í
Egyptalandi en í öðru hlutverki.
Guðmundur Þ. Guðmundsson
þjálfaði íslenska liðið þá eins og nú.
Dagur Sigurðsson var í íslenska lið-
inu og stýrir nú Japan á HM. Aron
Kristjánsson var einnig í íslenska
liðinu 2003 en hann kom Barein á
HM í Egyptalandi en lét af störfum
á síðasta ári. Halldór Jóhann Sigfús-
son stýrir Barein á HM.
Ísland og Portúgal mættust á
þremur stórmótum af fjórum fyrir
um tveimur áratugum. Á EM í Kró-
atíu árið 2000, á HM í Frakklandi
2001 og svo í Portúgal 2003. Portú-
gal hafði betur, 28:25, á EM 2000 en
ári síðar vann Ísland 22:19 í Frakk-
landi. Þá var Erlingur Richardsson í
landsliðinu en þegar þetta er skrifað
er hann fyrstur á biðlista inn á HM í
Egyptalandi sem þjálfari Hollands.
Ekki mættust þjóðirnar á stór-
móti í handboltanum frá 2003 til
2020. Fyrsta viðureign karlalands-
liða Íslands og Portúgal fór fram í
Klagenfurt hinn 26. febrúar árið
1977. Þá fór B-keppnin fram í Aust-
urríki en Ísland vann stórsigur gegn
Portúgal 29:14. Morgunblaðið hefur
lengi fylgst með handboltalandslið-
inu og Sigtryggur Sigtryggsson
fjallaði um mótið fyrir blaðið. Um
leikinn gegn Portúgal skrifaði hann
meðal annars:
Taugaslappleiki í Klagenfurt
„Undirritaður hefur sjaldan eða
aldrei orðið vitni að öðrum eins
taugaslappleik og kom fram hjá ís-
lenzka handknattleikslandsliðinu í
fyrri hálfleik leiks þess við Portú-
gala í B-heimsmeistarakeppninni í
íþróttahúsinu í Klagenfurt í Austur-
ríki á laugardaginn. Mér er til efs að
leikmennirnir hafi sofið mikið nótt-
ina fyrir leikinn. Stóra stundin var
að renna upp – keppnin að því tak-
marki sem þeir höfðu sett sér fyrir
mörgum mánuðum og einbeitt sér
að með fleiri æfingum en nokkurt ís-
lenzkt landslið hefur áður lagt að
baki. Leikmennirnir gerðu sér
greinilega glögga grein fyrir þeim
kröfum sem gerðar voru til þeirra –
þeim vonum sem margir binda við
þá í keppninni hér í Austurríki,“
skrifaði Sigtryggur meðal annars en
íslensku landsliðsmennirnir náðu
sér á strik í síðari hálfleik eins og
úrslitin sýna. Svo fór að Ísland vann
sér sæti á HM 1978 með frammi-
stöðu sinni í Austurríki.
Við skulum vona að taugaspennan
verði öllu minni hjá okkar mönnum
annað kvöld þegar Portúgal er aftur
fyrsti andstæðingur.
Leikur sem gæti haft
mikil áhrif á gang mála
Fyrsti leikur Íslands á HM í Egyptalandi í kvöld Mikilvæg stig í boði
Morgunblaðið/Eggert
Heilræði Janus Daði Smárason , Tomas Svensson, Guðmundur, Gunnar Magnússon og Elliði Snær Viðarsson.
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
Í gær hófst heimsmeist-
aramótið í handbolta í Egypta-
landi og óhætt er að segja að allt
annað en handboltinn sjálfur hafi
verið aðalumfjöllunarefnið síð-
ustu dagana fyrir mót.
Margir hafa efast um hvort
skynsamlegt sé að halda stór-
mót eins og þetta í miðjum far-
aldri og einmitt á þeim tíma sem
útbreiðsla hans er nánast í há-
marki víða um heim.
Tvö lið komust ekki á mótið
þegar á reyndi, Tékkland og
Bandaríkin, og kalla þurfti inn
varaþjóðir í þeirra stað. Norður-
Makedónía og Sviss mæta dag-
inn fyrir sinn fyrsta leik á
mótinu. Staðið hefur tæpt hvort
lið Grænhöfðaeyja geti mætt til
leiks fyrir sinn fyrsta leik á morg-
un og mörg lið hafa misst leik-
menn í einangrun vegna smita á
síðustu dögum.
Íslensku leikmennirnir hafa
ekki kvartað yfir neinu eftir að
þeir komu til Egyptalands, alla
vega ekki opinberlega, en norskir
kollegar þeirra virðast lítt hrifnir
af því sem þeir hafa upplifað
fyrstu dagana í landinu.
Einn besti handboltamaður
heims, Sander Sagosen, sagði
við VG í gær að sóttvarna-
ráðstafanir Egypta væru ekkert
annað en grín og hann óttaðist
mjög að smitast á hóteli liðsins.
Við þessar aðstæður þarf lít-
ið út af að bera til að mótið í
heild sinni fari í uppnám. Það er
ekki hægt annað en að finna til
með Egyptum sem hafa stefnt
að því í langan tíma að halda
glæsilegt og eftirminnilegt
heimsmeistaramót frammi fyrir
fjölda áhorfenda.
Vonandi verður mótsins
minnst eftir á vegna afreka sem
unnin voru á vellinum en ekki
vegna atvika utan hans.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Barbára Sól Gísladóttir, landsliðs-
kona frá Selfossi, er á leið til skoska
knattspyrnufélagsins Celtic á láni
til vorsins. Barbára er 19 ára og lék
fyrstu tvo A-landsleiki sína í haust.
Hún er uppalin á Selfossi og hefur
leikið með Selfyssingum allan sinn
feril en alls á hún að baki 50 leiki í
efstu deild þar sem hún hefur skor-
að sex mörk. Þá hefur hún leikið 36
leiki með yngri landsliðunum. Cel-
tic er í þriðja sæti skosku úrvals-
deildarinnar með 16 stig eftir sjö
umferðir, tveimur stigum minna en
topplið Rangers og Glasgow City.
Barbára Sól
lánuð til Celtic
Morgunblaðið/Eggert
Celtic Barbára Sól Gísladóttir leik-
ur í Skotlandi til vorsins.
Auk viðureignar Portúgals og Íslands í fyrstu umferð riðlakeppninnar á
HM í handknattleik í kvöld er sannkallaður stórleikur á dagskrá á sama
tíma. Þá mætast Norðmenn og Frakkar í E-riðlinum en þetta eru einmitt
liðin sem fengu silfur og brons á síðasta heimsmeistaramóti árið 2019.
Norðmenn töpuðu þá fyrir Dönum í úrslitaleik en Frakkar unnu Þjóðverja
í leiknum um bronsið.
Leikurinn getur ennfremur haft mikla þýðingu fyrir íslenska liðið því
fari svo að Ísland verði eitt þeirra þriggja liða sem komast áfram úr F-riðli
keppninnar verða andstæðingarnir þrjú efstu liðin í E-riðlinum. Reikna má
fastlega með því að Noregur og Frakkland verði þar á meðal.
Silfurliðið gegn bronsliðinu
Önnur umferð úrvalsdeildar karla í
körfuknattleik, Dominos-deild-
arinnar, verður leikin í kvöld og
annað kvöld. Nú eru einmitt eitt
hundrað dagar frá því fyrstu um-
ferðinni lauk en eftir að Keflvík-
ingar höfðu sigrað Þór á Akureyri,
94:74, þann 6. október var öllu skellt
í lás og Íslandsmótinu frestað vegna
útbreiðslu kórónuveirunnar.
Í þessari fyrstu umferð í byrjun
október vann Grindavík sigur á
Hetti á Egilsstöðum, 101:94, ÍR lagði
Tindastól á Sauðárkróki, 87:83, Þór
vann Hauka í Þorlákshöfn, 105:97,
Njarðvík vann KR í Vesturbænum,
92:80, og Stjarnan lagði Val á Hlíð-
arenda, 91:86.
Fjórir leikir af sex í umferðinni
fara fram í kvöld og þar er sér-
staklega áhugaverð viðureign KR
og Tindastóls á dagskránni. Bæði
liðin töpuðu á heimavelli í fyrstu um-
ferð. KR-ingar mæta með nýjan leik-
mann, Ty Sabin, en tveir eru farnir
sem spiluðu gegn Njarðvík í haust.
Njarðvíkingar taka á móti Hauk-
um og eru með talsvert breytt lið frá
sigrinum á KR í haust. Zvonko Bulj-
an, sem þá átti stórleik, er farinn aft-
ur, sem og Ryan Montgomery, en
þeir hafa fengið mikinn liðsauka í
Antonio Hester, fyrrverandi leik-
manni Tindastóls. Haukar eru með
þrjá nýja menn sem þeir frumsýna
væntanlega í kvöld.
Eitt hundrað
dagar á milli
umferðanna
Sænska knattspyrnufélagið Norr-
köping staðfesti í gær að gengið
hefði verið frá samningum við Finn
Tómas Pálmason, miðvörðinn
unga, sem það hefur keypt af KR-
ingum. „Hann er ungur leikmaður
sem hefur fest sig í sessi í aðalliði
félags þar sem hann hefur orðið
landsmeistari og spilað í Evrópu-
keppni. Hann hefur sýnt að hann
getur spilað á háu getustigi og við
erum afar ánægðir með að fá hann í
okkar raðir,“ segir Rikard Norling
þjálfari Norrköping á heimasíðu fé-
lagsins.
Staðfestu kaupin
á Finni Tómasi
Ljósmynd/Norrköping
Norrköping Finnur Pálmason er
kominn til sænska félagsins.